Heimili og skóli - 01.03.1948, Síða 22
18
HEIMILI OG SKÓLI
Kvöldvökur barnanna
Ekki hafði ég lengi fengizt við
kennslu, þegar ég fann, að börnin
vantaði tilfinnanlega einhverja dægra-
dvöl í frístundum sínum, sem hefði
góð þroskaáhrif, jafnframt því, sem
hún væri til skemmtunar.
Þetta varð mér nokkurt íhugunar-
efni. Að lokum datt mér í hug að
koma á ktöldvökum og láta börnin
sjálf annast þær að öllu leyti. Skipti ég
nú skólabörnunum, sem voru 15 alls, í
3 hópa og hylltist til, að þeir yrðu sem
jafnastir að starfskröftum. Síðan kaus
hver hópur sér formann. Honum bar
að hafa umsjón með æfingum, semja
dagskrá og skipuleggja kvöldvökuna,
einnig skyldi hann vera leiðbeinandi
við efnisval, flutning o. fl. Formenn-
irnir drógu um röð. Sá, sem dró nr. 1,
mátti nú hefjast handa, kalla saman lið
sitt og leggja því lífsreglurnar. Einn
átti t. d. að lesa skemmtilega smásögu,
annar ættjarðarkvæði, þriðji var kjör-
inn til að leika á munnhörpu o. s. frv.
Oftast var æft þrisvar til fjórum sinn-
um fyrir luktum dyrum. Áður en vik-
an var liðin, varð kvöldvökunefndin
að hafa lokið æfingum. Svo var kvöld-
vakan auglýst með tilhlýðilegum fyrir-
vara, á tilteknum stað og stundu; auð-
vitað voru allir velkomnir. (Svo háttar
til, að fjórbýli er hér á kennslustaðn-
um og samtals um 14 manns í heimili,
auk barna á skólaskyldualdri).
Næstu viku æfði hópur nr. 2 og svo
koll af kolli.
Nú eru fjögur ár síðan við hófum
kvöldvökurnar, og er ekki annað hægt
að segja en þær hafi lánast framar von-
um. Ég vil sérstaklega taka fram, að
ekki er um neitt úrval að ræða; í þess-
um einstæða leik eru allir með, — að-
eins lagt minna á þá, sem illa eru les-
andi.
Þetta hefur reynzt okkur heilla-
drjúgt viðfangsefni, og fátt mun betur
fallið til að kenna einstaklingunum að
vinna saman og starfa sem ein heild,
en jafnframt þroskast dómgreind
þeirra og ábyrgðartilfinning.
Ég vil því eindregið hvetja kennara
til að taka þennan þátt inn í skólalífið,
telji þeir sig hafa aðstöðu til þess.
Torfi Guðbrandsson.
(Ég er höfundi þakklátur fyrir þessa
stuttu frásögn og vil eindregið mælast til,
að fleiri kennarar sendi mér slíkar fréttir
frá skólastarfi sínu. — Ritstj.).
V O R I Ð
Jólahefti Vorsins flytur margar skemmtileg-
ar sögur, ævintýri og frásagnir. Heftið hefst
á Jólahugleiðingu, eða öllu heldur sögu, eftir
hinn kunna norska biskup, Johan Lunde, í
þýðingu Valdimars V. Snævarr. Þá er jóla-
saga eftir Hannes J. Magnússon, er nefnist
Jólaskuggar. Móti straumnum eftir Jóhannes
Ó. Sæmundsson, skólastjóra. Þá eru margar
þýddar sögur, leikrit, þátturinn Úr heimi
barnanna og m. m. fleira. Vorið kemur út
í 4 heftum á ári, og mun hvert hefti verða
40 síður næsta ár. Útgefendur geta þess, að
nýir kaupendur fái síðasta árgang ókeypis
á meðan upplagið endist. Ennfremur aug-
lýsa þeir eftir nýjum útsölumönnum, eirik-
um í sveitum landsins. Ritið kostar aðeins
8.00 krónur.