Heimili og skóli - 01.08.1950, Page 10

Heimili og skóli - 01.08.1950, Page 10
78 HEIMILI OG SKÓLI OLAFUR GUNNARSSON frá Vík i Lóm: Hvernig lesum við? * Þetta finnst sennilega flestum les- endum heimskuleg fyrirsögn og segja sem svo, ef þeir annars segja nokkuð um svona fjarstæðu, að á því sé ekki mikill vafi, við lesum með augunum, og þar með sé þessari aulalegu spurn- ingu svarað. Ef eg, í stað þess að spyrja lesendur, hvernig þeir lesa, bæði þá að gera grein fyrir, hvað þeir hefðu gert, hvað þeir hefðu hugsað og hvernig tilfinn- ingaástand þeirra hefði verið tvo síð- astliðna daga, myndu þeir fljótlega viðurkenna, að því gætu þeir ekki gert grein fyrir. Allir, sem reyna slíkt, komast að þeirri niðurstöðu, að bæði umheimurinn og okkar eigið meðvit- undarlíf séu svo flókin fyrirbrigði, að engum hafi tekizt að lýsa þeirn, nema að litlu leyti, enda ráðum við aðeins yfir takmörkuðum orðaforða, til þess að gera lýsingar fullkomnar. í þessari grein mun ég leitast við að skýra að nokkru leyti, hvernig við för- um að því að lesa. Ég skal strax geta þess, að hvorki ég né neinn annar er fær um að lýsa heilastarfseminni út í yztu æsar rneðan við lesum, af þeirri einföldu ástæðu, að enginn veit enn til hlítar, hvað gerist frá því augna- bliki, er við skynjum lestrarefnið og þangað til heilinn hefur unnið úr þeim eggjendum, sem sjóntaugarnar liafa fært honum. Áður fyrr var haldið, að við læsum þannig, að augun liðu jafnt og þétt fram hjá lesmálinu. Nú vitum við, að þannig er þetta ekki, og varð Frakk- inn Javal fyrstur til þess að benda á, að augun hreyfast í smástökkum, þeg- ar lesið er, þannig, að augnastöðvanir og augnahreyfingar skiptast stöðugt á. Hjá æfðum lesendum taka augna- hreyfingarnar 5—10% og augnastöðv- anirnar 90—95% af lestrartímanum. Lestrarefnið skynjum við meðan aug- un standa kyrr, en meðan við færum þau, er ekki um neina lesmálsskynjun að ræða. Hver augnastöðvun tekur 1/20—1/10 úr sekúndu, en það velt- ur bæði á hversu æfður lesandinn er og hversu erfitt lesmál er um að ræða, hvort augnastöðvun hans er löng eða stutt. Hins vegar skiptir leturstærð litlu máli. Orðafjöldinn í jafnþungu efni er alltaf svipaður milli augna-

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.