Heimili og skóli - 01.12.1955, Blaðsíða 19

Heimili og skóli - 01.12.1955, Blaðsíða 19
HEIMILI OG SKÓLI 127 sveitunum. Kennt á tveim, fjórum eða sex stöðum. Skólatíminn allt ofan í þrjá mánuði. Fátt um góð kennslu- tæki. Spjöldin og grifflarnir jafnvel ekki óþekkt fyrirbrigði, þó að hvergi sæi ég þau í notkun. — Eru ekki viðunanleg skólahús í kaupstöðunum og kauptúnunum? Ójú. Svo má það kalla. Nokkuð mörg þeirra eru þó komin til ára sinna, gjarnan of lítil og gamaldags á ýmsan hátt.. Önnur hafa verið endur- bætt, og á fáéinum stöðum eru nýleg hús. Aðeins eitt er alveg nýtt (á Djúpa- vogi), og er vel til þess vandað. — Hve margir heimavistarskólar eru á þessu svæði? Þeir eru aðeins fjórir, og er ekki hægt að segja, að yfirleitt sé vel að þeim búið, hvorki með viðhald né húsbúnað. — Eru nokkurs staðar í smíðum heimavistarskólar? Einn að Eydölum í Breiðdal. Hann á að verða fyrir Berufjörðinn líka. í Eiðaskólahverfi er hafinn undirbún- ingur að byggingu. Sá skóli á einnig (í framtíðinni) að verða fyrir Hjalta- staðaþinghá. — Eru menn ekkert á móti heima- vistarskólunum? Það er misjafnt. Ýmsir eru búnir að koma auga á þá sem einu skynsam- legu úrlausnina, og þeim fjölgar smám saman. Til sannindamerkis um það má geta þess, að á tveim stöðum er í vetur rekin heimavist og hafður tveggja deilda skóli, þó að skólahúsið vanti. Á báðum þessum stöðum eru leigðar fjórar stofur til strafseminnar, og vænti ég, að börnum og aðstand- endum finnist munur á orðinn frá því sem var. — Hvar eru þessir skólar? Annarr er að Felli í Breiðdal, en hinn á Eyjólfsstöðum í Vallaskóla- hverfi. Bændurnir á þessum stöðum byggja svona myndarlega, að þeir geta hýst heilan skóla. hvor um sig. — En heiman-akstursskólar, eru þeir nokkrir? Nei, en þó er í ráði að gera tilraun á tveim stöðum. Það er beggja megin við Horfnafjarðarfljót. — Eru nýju fræðslulögin víða komin í gildi? Nei, aðeins í kaupstöðunum og stærstu kauptúnunum. Skiptar eru skoðanir manna á þeim þar eystra, eins og víða annars staðar. í stærstu I(jarða-skólunum eru ung- lingadeildir, og gagnfræðaskóli er á Norðfirði. Og svo er Eiðaskóli. Hann er vel sóttur, enda mun hann vera í

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.