Heimili og skóli - 01.10.1968, Blaðsíða 8

Heimili og skóli - 01.10.1968, Blaðsíða 8
Hjónaskilnuðum fer sífjölgandi. Ein megin ástæða þeirra er áfengið. Onnur ástæðan mun þó vera sú, að unglingarnir stofna til varanlegra kynna barnungir. Fara kannski að eignast börn. Margir þess- ara unglinga stofna til hjónabands, þegar aldurinn leyfir, en þegar á reynir, valda þeir ekki foreldraskyldum sínum og upp- eldishlutverki, og stundum endar þetta skammvinna hjónaband með skilnaði. Hitt er ílka algengt, að úr þessu verður farsælt hjónaband og gott heimili. Hjónaskilnaður getur verið réttlætanleg- ur undir einstöku kringumstæðum en allir þeir foreldrar, sem hafa skilnað í huga, ættu að hugsa sig oft um áður en látið er verða af því. Þegar hjón skilja, sem átt hafa börn, missa börnin alltaf af öðru hvoru foreldr- anna. Það er útaf fyrir sig óbætanlegt tjón. En þegar þetta gerðist, er það mjög áríðandi að móðurinni sé hjálpað til að halda heimilinu áfram og hafa börnin hjá sér. Að því er á allan hátt stórkostlegur þjóðfélagslegur hagnaður. Á hverju ári fæðast um það bil 1200 óskilgetin börn, sem of mörg eiga litla framtíð, þótt sum þeirra beri gæfu til að eignast foreldraheimili síðar eða komast í góðra manna hendur. Stofnun heimilis er einhver mikilvægasta ákvörðunin, sem ungt fólk tekur. Má þar meðal annars benda á sjálft makavalið, sem er grundvöllur hjónabandsins. Ekki vil ég draga í efa að til þess sé stofnað af ein- lægni, kannski ekki alltaf af nægilegu raun- sæi og skynsemi. En það er nú yfirleitt tómt mál að tala um raunsæi og skynsemi í því sambandi. Ég held þó að nútíminn sé þarna raunsærri en sá gamli, sem ætlar sér stundum þann hlut að velja börnum sínum maka. Skynsemin stenzt ástinni ekki snún- 100 HEIMILI OG SKÓLI ing. Nei, sá tími er liðinn, að foreldrar velji börnum sínum maka, en það er enn sem fyrr skylda okkar í þesum efnum að ala hinar verðandi mæður okkar og verð- andi feður upp til ábyrgðartilfinningar gagnvart sjálfum sér, þjóðfélaginu og hin- um ófæddu börnum sínum. Lífið er ein órjúfandi heild orsaka og afleiðinga. Það er líka strangur dómari, sem lætur mis- gjörðir feðranna koma niður á börnunum í þriðja og fjórða lið. Hin góðu og já- kvæðu áhrif uppeldisins fylgja líka börn- unum í þriðja og fjórða lið. Guði sé lof! Og allar þessar línur skerast í einum depli — heimilinu — þó að fleira komi þar við sögu. Þróun þessarar grundvallarstofnunar þj óðfélagsins hefur gengið ákaflega mis- hægt í heiminum og ber margt til þess, sem hér verður ekki talið. Það eru enn til þús- undir og milljónir heimila, sem varla geta heitið því nafni. Eru kannski lítið annað en ófullkomið þak yfir höfuðið og meira og minna frumstæð skilyrði til að neyta matar. Aftur eru aðrar þúsundir og mill- jónir heimila, sem eru svo háþróuð, að þar verður Iitlu við bætt, að minnsta kosti hvað ytra útlit og tækni snertir. Hvað er það þá einkum, sem veldur þess- um geysilega mun heimilanna? Þarna kem- ur að vísu margt til greina, en ef nefna ætti eitthvað eitt, sem þarna ræður úrslitum þá er það menntunin eða menntunarleysið, menntunarástand foreldranna, sem byggja heimilið upp, menntunarástand þjóðarinn- ar, sem er byggð upp af þessum heimilum. Og þó að heimilin eigi að heita mannsæm- andi og fullnægi flestum þeim frumkröf- um, sem gera verður til heimilis, er það enn menntunin, sem úrslitum ræður að verulegu leyti — heimilisandinn — heim- ilismenningin, siðalög heimilisins. Við

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.