Heimili og skóli - 01.10.1968, Síða 12

Heimili og skóli - 01.10.1968, Síða 12
skylduna, án þess að beita nokkrum valda- áhrifum á líf hinna ungu. Reynslan sýnir, að gamla fólkið er ekk- ert vandamál í þjóðfélaginu. Það er ekki með hávaða á götum og torgum eða gerir óspektir. Það brýzt nauðasjaldan inn hjá náunganum eða kaupmanninum og það gerir ekki innrás í banka eða gimsteina- verzlanir. Allt þetta veldur lögreglu og yfir- völdum áhyggjum í vaxandi mæli. Já, allt þetta kemur frá iiinum yngri kynslóðum, ekki hinum eldri. En hvar standa þá hinir ungu í dag? Að- ur fyrr voru unglingarnir aðeins liðir í stærri heild — fjölskylduheild og óx af sjálfu sér upp í hefðbundnar erfðavenjur fj ölskyldunnar. Nú sjáum við unga fólkið birtast í smá- hópum. Jónas Árnason bendir á í ræðu sinni, að í nýtízkusamfélagi geti allt gerzt í samfélagi unglinganna. Það eru haldnir æskulýðsdansleikir, æskulýðshlj ómleikar. Það er talað um bækur handa unglingum, jafnvel æskulýðsguðsþjónustur. Æskulýðsguðsþjónustur telur hann óþarfar og tilgangslausar. Hann telur, að ef guð situr í raun og veru þarna uppi og horfir niður á börnin sín, muni það gleðja hann miklu meira að sjá þau koma vapp- andi inn kirkjugólfið í fylgd með foreldr- um sínum og jafnvel afa og ömmu heldur en að koma svona einmana, villt frá þeim kynslóðum, sem höfðu arfleitt börnin að kirkjugöngum. Þetta gæti endað með því, að við yrðum að taka okkur sérstakan æskulýðsguð. En það þótti alþingismann- inum ofrausn á meðan við ættum enn þann gamla guð okkar. Jónas Árnason gat heldur ekki skilið hversvegna sinfóníuhljómsveitin í Reykja- vík auglýsti æskulýðstónleika. Hann vildi líta svo á, að unga fólkið gæti alveg eins 104 HEIMILI OG SKÓLI hlustað á sígilda tónlist í sama sal og hin- ir fullorðnu. Og þá eru það æskulýðsdansleikirnir. Þarna hefur Jónas Árnason nokkra sér- stöðu. Hann hafði í samráði við æskulýðs- leiðtoga í héraði sínu skipulagt æskulýðs- hátíð, þar sem unglingarnir áttu að vera á aldrinum 15—50 ára. Þetta gekk allt ljómandi vel. Það gekk meira að segja svo vel, að drykkjuskapurinn, sem ungt fólk á íslandi er frægt fyrir á síðustu árum, hvarf nálega alveg í þessu héraði, sem nær aðal- lega yfir Borgarfjörð. Alþingismaðurinn hélt því fram í ræðu sinni í Alþingi, að samkomur þær, sem kynslóðirnar halda sameiginlega takist miklu betur og séu skemmtilegri en þær, sem aðeins eru sóttar af ungu fólki. Nú er vert að gera sér grein fyrir, að æskulýðsforingjar geti ekki almennt gert hið sama og Jónas. Hann getur bæði sungið og leikið gamanþætti og látið fólk á öllum aldri taka þátt í þessu gamni. Venjulegur æskulýðsleiðtogi verður yfir- leitt að gera sig ánægðan með eitthvað minna. Þessi tilraun Jónasar er þó verð allrar athygli, og það getur verið lærdóms- ríkt fyrir alla þá, sem brúa vilja djúpið á milli kynslóðanan, að kynna sér þetta starf í Borgarfirðinum (þar munu að vísu fleiri hafa átt hlut að. Þýð.). Jónas Árnason varar við því í ræðu sinni mjög eindregið, að leggja trúnað á það, að það sé eitthvað sérstaklega erfitt að vera ungur nú. Hann sagði að margir unglingar væru fullir af vinsælum kenn- ingum um geðflækj ur, svo að margir tryðu því statt og stöðugt, að það væri mjög erfitt að vera á gelgjuskeiði, og miklu erf- iðara en vera t. d. 40—50 ára, Jónas Árna- son vísar á bug þessari skoðun og segir, að þetta eigi rætur sínar að rekja til lítt vand-

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.