Heimili og skóli - 01.10.1968, Blaðsíða 13

Heimili og skóli - 01.10.1968, Blaðsíða 13
aðra vikuritabókmennta, sem þykist tala í nafni sálfræðinnar. Alþingismaðurinn seg- ir, að það sé ekki óalgengt, að unga fólkið afsaki sig sífellt með þessari staðhæfingu: „Ég er á erfiðum aldri“. Jónas alþingis- maður segir, að það sé kominn tími til að gera sér grein fyrir því, að þegar hann var ungur fyrir 30—40 árum, komst hann og jafnaldrar hans að raun um, að það var gaman að vera ungur og þeir trúðu því statt og stöðugt. Ég þekki það frá starfi mínu sem skóla- sálfræðingur, að það er ríkjandi skoðun hjá mörgum foreldrum, að það megi af- saka nálega hvað sem er í fari barnanna með því, að þau séu „á erfiðum aldri“. Það skal að vísu viðurkennt, að viss vandamál fylgja gelgjuskeiðinu, þegar um það er að ræða að velja sér framtíðar- stöðu í þj óðfélaginu og búa sig undir hana. Á þessum aldri þurfa unglingarnir að öll- um jafnaði að flytja sig að heiman, og því fylgja vissir erfiðleikar. En það getur einnig verið erfitt að halda áfram að vera heima. Afstaðan til hins kynsins segir nú til sín og getur haft ýmis vandamál í för með sér. En svipuð vandamál geta komið fyrir síðar í lífinu t. d. við fráfall maka eða hjónaskilnað. Atvinnu- eða stöðuval- ið er ekki aðeins bundið við æskuna, en getur haft úrslitaáhrif seinna á ævinni, þegar menn verða af einhverjum ástæðum að leita sér nýrrar atvinnu. Sumir hafa afgreitt misstigin spor unga fólksins oft með því að segja, að hann eða hún sé „á erfiðum aldri“. En það er kom- inn tími til að við gerum okkur grein fyr- ir, að þessi afgreiðsla er allt of yfirborðs- kennd og ekki nægjanleg. Við verðum að finna einhver haldbetri rök. Skyldi ekki vöntun á sjálfsvirðingu vera þarna mikil- vægari þáttur en hinn erfiði aldur? Þegar allt hefur verið sagt um óviðeig- andi framkomu unga fólksins, stendur samt eftir sú staðreynd, að mörgum for- eldrum hefur ekki tekizt, að búa börnum sínum það andrúmsloft, sem veitir þeim öryggi og gleði. Vöntun á þessu öryggi leiðir oft til þess, að unga fólkið lendir á villugötum. Kynslóð foreldranna verður að leggja áherzlu á að vinna traust barna sinna í enn ríkara mæli en verið hefur. Borgarsamfélag nútímans er of flókið og býr yfir of miklu af neikvæðum áhrifum til þess að unga fólkið komist áfallalaust í gegnum það án hlýrrar handleiðslu hinna fullorðnu og þá einkum foreldranna. Því meir, sem hinir ungu eru bundnir vináttu- og trúnaðarböndum við foreldra sína og afa og ömmu, því auðveldar sleppa þau frá hættum og erfiðleikum bernsku- og æskuáranna. Látum svo að lokum niður falla ruglið um „hinn erfiða aldur“, sem er álíka trú- verðugt og efnið, sem vikuritin flytja að jafnaði. H. J. M. þýddi. Söngstjórinn Arturo Toscanini unni starfi sínu svo mjög og bar svo takmarkalausa virðingu fyrir hlutverki sínu, að hann var aldrei fyllilega ánægð- ur með árangurinn. Þegar hann einn morgun kom á æfingu hjá hljómsveit sinni sagði hann: „Kæru börn! við skulum byrja á því að leika Hafið eftir Debussy einu sinni enn. Það hefur kannski verið mér að kenna. Mér þótti sem við fengjum ljósbrigði lagsins nægilega skýrt fram í stórfengleik sínum, en ég var ekki ánægður með ilm hafrænunnar eins og hann birtist við dögun- ina. Eigum við ekki að reyna einu sinni enn?“ HEIMILI OG SKÓLI 105

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.