Heimili og skóli - 01.10.1968, Qupperneq 14
STEINGRÍMUR
BALDVINSSON,
Nesi
Steingrímur Baldvinsson bóndi í Nesi
og fyrrum kennari í ASaldal andaðist 11.
júlí sl.
Mér þykir tilhlýðilegt að rit þetta geymi
örfá minningarorð frá samstarfsmanni um
Steingrím. Við unnum saman að barna-
kennslu í Aðaldal um árabil.
Ýmsir aðrir, mér fremri, hafa minnzt
Steingríms Baldvinssonar í ræðu og riti.
Það vil ég ekki endurtaka. Þessvegna mun
ég hér aðeins í stuttu máli gera grein fyr-
ir, hvernig hann kom mér fyrir sjónir sem
kennari, og hvernig hann reyndist í sam-
starfi. Ég tel að Steingrími Baldvinssyni
hafi verið margt gefið, sem prýðir kenn-
ara. Hann var barnavinur. Honum leið vel
í návist barna, einkum þeirra yngri. Hon-
um var einkar lagið að leiðbeina. Viðmót
hans laðaði börn, án þess hann gerði sér
far um það sérstaklega að vinna hugi
þeirra. Ég veit varla hvernig þetta gerðist,
en þannig var það í reynd. Vafalaust hef-
ur nokkru um ráðið það að hann gat ver-
ið ágætur leikfélagi í hópi barna við ýmis
tækifæri.
Mönnum líður misjafnlega í návist ann-
arra, jafnvel við fyrstu fundi, áður en
byggt verður á kynnum. Svo ríkt er þetta
stundum að menn kenna einhverskonar
andúðar á vissum mönnum við fyrstu sýn,
án þess að gera sér grein fyrir ástæðum, —
en vellíðanar í návist annarra.
Þetta fyrirbrigði er þekkt, t. d. meðal
sjúklinga við heimsóknir ókunnra manna
í fj ölbýlisstofur sjúkrahúsa.
Steingrímur hafði næman skilning á
sálarlífi barna. Þeim virtist líða vel í ná-
vist hans. Hver kennari, sem slíkt hefur að
bjóða, á mikla sigurmöguleika. Hann var
vel máli farinn og rökvís og átti auðvelt
með útskýringar við hæfi barna. Og hann
var dagfarsprúður í umgengni, kunni vel
að dylja skapbreytingar.
Hann tók vægt á yfirtroðslum og
óhlýðni nemenda, en hélt hinu fram, sem
lofsvert var og vel gert.
Haustið 1963 lét Steingrímur Baldvins-
son af barnakennslu í Aðaldal, sjötugur að
aldri, samkvæmt lögum um aldurstakmark
embættismanna. Eftir það kom hann lítt
106 HEIMILI OG SKÓLI