Heimili og skóli - 01.10.1968, Blaðsíða 15
við skólasögu Aðaldals. Þó kenndi hann
nokkuð suma vetur í ígripum þegar þörf
krafði, seinast síðastliðinn vetur að ósk
þess, er þetta ritar. Það gerði hann með
ánægju, og virtust enn engin ellimörk á
tilþrifum hans á því sviði.
í apríl sl. samdi hann verkefni til notk-
unar við barnapróf. Mun það síðasta verk
hans í þágu fræðslumála heimasveitar
hans.
Raddir heyrðust um það að Steingrímur
Baldvinsson tæki stundum of vægt á yfir-
sjónum nemenda. Sá er þetta ritar heyrði
foreldra hafa þetta á orði.
Um þetta er örðugt að fella úrslitadóm,
enda engin tilraun til þess gerð hér. Þar
grípur svo margt inn í, sem verður að meta
eftir aðstæðum, — með vit og samvizku
að leiðarljósi, það sem það nær.
Ég staðhæfi að barnakennsla Steingríms
Baldvinssonar hafi verið farsæl. Það var
gott að byggja á þeim grunni, sem hann
lagði, ég held bæði fyrir kennara og nem-
anda.
I eigin nafni þakka ég honum fyrir þenn-
an þátt, og ég leyfi mér einnig að þakka
fyrir hönd Barnaskóla Aðaldæla. Sam-
vinna okkar Steingríms Baldvinssonar var
með ágætum. Hvor um sig hlaut að vísu
að líta hlutina eigin augum. Skoðanir voru
skiptar um margt. Það var þegjandi sam-
komulag og sjálfsagt frá beggja hálfu að
umbera hinn: Það sem áfátt þótti um orð
hans eða gerðir. Lipurð Steingríms og til-
litssemi í samvinnu átti drjúgan þátt í að
efla gott samstarf.
Yfir hitt verður ekki dregin fjöður, að
þeim sem í andstöðu lentu við Steingrím
þótti hann stundum nokkuð þungur á báru
og harðskeyttur í sókn og vörn. — í dags-
ins önn gefst mönnum yfirleitt lítið tóm
til að íhuga hve völtum fótum heilsa og líf
stendur, enda lítt heppilegt. Steingrímur
Baldvinsson gekk þess ekki dulinn síðustu
misserin að kallið gat komið fyrirvara-
laust, kallið sero allir verða að hlýða fyrr
eða síðar. Vandamenn hans og vinir vildu
að hann tæki tillit til aldurs og þverrandi
heilsu og forðaðist sem mest átök og
áreynslu. En þessum boðum hlýddi hann
ekki ætíð. Hann var karlmenni og vildi
standa meðan stætt var. Til hinztu stundar
gekk hann leið sína án undanhalds. Hann
féll í önn sólmánaðar sumarsins.
Steingrímur Baldvinsson var kvæntur
Sigríði Pétursdóttur, mikilhæfri konu.
Hjónaband þeirra var einkar farsælt. Frú
Sigríður lifir mann sinn ásamt fjórum
börnum þeirra hjóna og einni fósturdótt-
ur. Börn þeirra eru: Jóhanna Álfheiður,
húsfrú í Árnesi, gift Hermóði Guðmunds-
syni, Pétur í Nesi, j árniðnaðarmaður, Arn-
dís Björg, húsfrú í Nesi, gift Ornólfi
Örnólfssyni og Kristbjörg Freydís, húsfrú
í Hrauni, gift Hólmgrími Kjartanssyni.
Fósturdóttirin er Kristbjörg Ólafsdóttir,
starfsstúlka við Borgarsjúkrahúsið í Rvík.
Vel fer á því að börn Steingríms öll skuli
vera búsett í heimasveit hans, því að hann
var skeleggur málsvari bændastéttarinnar
og dreifbýlisins.
Þórgnýr Guðmundsson, skólastjóri.
Ung fráskilin kona ineð tvö börn, á að gizka
fjögra og fimm ára, var að gifta sig í annað sinn.
Börnin voru með í kirkjunni, ásamt ömmu sinni.
Það gekk eitthvað illa að fá þau til að vera hljóð,
og þegar hátíðlegheitin stóðu sem hæst, mátti
greinilega heyra ömmu segja þessi hótunarorð til
barnanna: „Ef þið hagið ykkur ekki sæmilega og
hafið hljótt í kirkjunni, fáið þið alls ekki að koma
með í næsta skipti.“
HEIMILI OG SKÓLI 107