Heimili og skóli - 01.10.1968, Blaðsíða 19

Heimili og skóli - 01.10.1968, Blaðsíða 19
6. NámskeiS í eölis- og efnafræði var haldið í Kennaraskóla íslands dagana 2.— 20. september. UNESCO veitti íslandi styrk til þess að fá hingað tvo erlenda sér- fræðinga til kennslu. Voru Norðmennirn- ir Wilhelm Sommerfeldt skólastjóri og Ivar Arnljót frá norsku skólarannsóknunum fengnir til kennslunnar. Önnuðust þessir tveir menn alla kennsluna. Auk þess flutti Ivar Arnljót mörg erindi um kennslu í náttúrufræðigreinum. Sigurður Elíasson kennari var ráðinn til þess að sjá um und- irbúning námskeiðsins og hafði hann dag- lega umsjón með því. Kennt var frá kl. 9—12 og kl. 2—5. Síð- degis voru mest megnis verklegar æfingar. Þátttakendur voru um 40. 7. Námskeið fyrir söng- og tónlistar- kennara fór fram í Tónlistarskólanum í Reykjavík frá 29. ágúst til 17. september. Um það námskeið sá Guðmundur Guð- brandsson yfirkennari. Aðalkennarar voru Danirnir Svend Assmunsen, frú Hanna Assmunsen og frú Klari Fredborg. Nám- skeiðið sóttu 40 kennarar. 8. Starffræðslu- og félagsfræðinámskeið hið 4. í röðinni var svo haldið í Kennara- skóla Islands dagana 16.—21. september. A námskeiðinu voru 30 kennslustundir og fyrirlestrartímar. Stefán Ólafur Jónsson námstjóri sá um undirbúning og skipu- lagningu námskeiðsins, en Atvinnumála- ráðuneytið lagði fram fé í námskeiðskostn- að. Fjoúrlesarar og leiðbeinendur voru 14. Námskeiðið sóttu 20 kennarar og skóla- stjórar. Af hálfu Fræðslumálaskrifstofunnar Framhald á bls. 115. HEIMILI OG SKOLI 1 1 1

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.