Heimili og skóli - 01.10.1968, Blaðsíða 22

Heimili og skóli - 01.10.1968, Blaðsíða 22
sjálfsögðu er þar knattspyrnuvöllur. Þar er einnig skógur, þar sem klifurtaugarnar hanga niöur. Sumsstaðar hanga búr með allskonar dýrum, svo sem kanínur og mar- svín, sem börnin skemmta sér við. Abing- don er staður, sem er ríkur af birtu og fögrum litum, þar eru börnin frjáls og glöð. Þarna eru stórar og vistlegar stofur, sem börnin hafa til sameiginlegra afnota. Þar geta þau leikið sér og skemmt sér við borðtennis og bob og allskonar aðra leiki. En þarna á að vera kyrrlátt, svo að börnin geti einnig haft næði til að lesa, skrifa og tefla. Þarna eru litlir svefnsalir handa minnstu börnunum. Þar liggja brúður og bangsar í rúmunum og þarna eru einnig vistleg herbergi ætluð táningunum, sem þeir geta bæði notað sem svefnherbergi og dagstofur. Borðhald fer fram í þremur samliggjandi borðstofum þar sem Walter Brampton, kona hans og tvær hjálparstúlkur sitja um- hverfis lítil borð ásamt börnunum. Sunnu- dagsmaturinn er annaðhvort kjúklinga- steik eða venjuleg steik og á eftir fá þau búðing. Það er hápunktur vikunnar. Á undan hverri máltíð er flutt bæn og á eftir hjálpast börn að við að þvo upp. Andrúmsloftið á Abingdon, er mótað þeim sama anda, sem ríkir í hverri fjöl- skyldu. Þarna eru smástrákar, sem reika um með góðlynda fjárhunda. Aðrir strák- ar geysast með hávaða í gegnum anddyri og ganga. Táningar sem stíga popdansa, verða hvarvetna fyrir augunum. Það er erfitt að skilja, að þessi börn, nálega und- antekningarlaust eru eins konar rekald af fyrrverandi fjölskyldum sínum á einn eða annan hátt. Þarna er einn drengur, sem fyrrverandi stjúpmóðir hans bókstaflega rak á dyr. Þarna er lítill krypplingur, sem varð varn- 114 HEIMILI OG SKÓLI arlaust fórnarlamb fyrir misheppnaðri fóstureyðingu. Þarna eru óskilgetin börn, sem fædd eru í fjölskyldum, sem neita því harðlega að viðurkenna tilveru þeirra yfir- leitt. „Ovelkomin börn eru ótrúlega tilfinn- inganæm,“ segir Walter Brampton, sem var sjálfur einu sinni Barnardo-drengur. „Þau vita það allt of vel, að engum þykir vænt um þau.“ Eitt hið erfiðasta viðfangsefni Bramp- tons er einmitt að koma börnunum í ný sambönd og nýtt umhverfi, þegar þau hverfa frá stofnuninni. Hann sendir börn sín í átta mismunadi skóla í héraðinu. Þar er þeim ekki hrúgað saman af handa- hófi. I sóknarkirkjunum til dæmis voru þeir áður látnir hýrast í einhverju afskekktu horni, en nú sitja börn- in þar sem þeim þóknast bezt. Brampton hefur verið 17 ár á Abingdon og á þessum tíma hefur honum tekizt að brjóta niður hvern þann múr, sem átti að útiloka börn- in frá öðru fólki. „En mikilvægast er, að við meðhöndlum börnin eins og sjálf- stæða einstaklinga,“ segir hann. „Við sýn- um þeim, að þeir eru sannarlega mikils virði í okkar augum.“ Brampton var einu sinni undirliðsfor- ingi í hernum. Hann er stór og herðabreið- ur og uppelur börn sín með samblandi af heilbrigðri skynsemi og uppgerðarlausum kærleika. Hann reikar oft um húsið, tekur til handargagns lítil leikföng og safnar þeim undir handlegginn. Hann stríðir tán- ingastúlkunum svolítið, sem hengt hafa „pop“stj örnur á alla veggi í herbergjum sínum og nemur svo kannski staðar til að hjálpa litlum dreng með heimaverkefnin sín. Stundum verður hann að vera dómari í knattspyrnuleik, þrælast í gegnum stóra bunka af skýrslum, eða skipta um þéttingu

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.