Heimili og skóli - 01.10.1968, Blaðsíða 27

Heimili og skóli - 01.10.1968, Blaðsíða 27
Foreldrar hennar höfðu stofnað til hjónabands óvenjulega seint. Móðirin var orðin fertug, en faðirinn ura fimmtugt, þegar Elísabet fæddist. Bæði fögnuðu þau því að það skyldi verða stúlka. Þau voru bæði af fátæku fólki komin en hann hefur nú góða atvinnu og kemst vel af. Faðirinn var fulltrúi hjá einu fyrirtæki bæjarins. Móðirin vann í verzlun. Þau voru bæði sammála um, að Elísa- bet skyldi fá allt það, sem þau höfðu farið á mis við og voru hamingjusöm vegna þess að hún var góð og geðþekk stúlka. Vinir þeirra og ættingjar höfðu að vísu nokkrar áhyggjur af, hve mikið þau dekr- uðu við hana. En það leit ekki út fyrir að Elísabet biði af því nokkurt tjón. Hún hafði alltaf rætt við foreldra sína um allt mögulegt, sem að höndum bar, og þau höfðu alltaf tíma til að hlusta á hana. Þeg- ar móðir hennar heyrði rætt um alls kon- ar vandamál varðandi börn, þótti henni vænt um að geta sagt: „Elísabet segir mér al'lt, við erum eins og tvær vinkonur.“ Þegar Elísabet var 12—13 ára gömul höfðu þau þó fengið að kynnazt nokkuð erfiðu aldursskeiði. Elísabet var fýld, þrjózk og innilokuð. Móður hennar þótti sem hún væri vanþakklát og óvingj arnleg. Það kom fyrir að hún sagði: „Hvernig geturðu fengið af þér að vera svona við foreldra þína, sem hugsa meir um þig en allt annað og reyna að gera allt það bezta fyrir þig, sem við getum?“ Það kom einnig fyrir að foreldrarnir urðu fyrir vonbrigð- um með hana og sögðu Elísabetu það blátt áfram. Elísabet tók það mjög nærri sér. En oft voru þeir líka ánægðir með hana. Henni féll það ekki í geð, að móðir hennar skyldi ætíð vita um allt, sem hún tók sér fyrir hendur og hún brosti stundum í laumi, yfir að hún skyldi trúa því, að hún segði henni allt. Móðir hennar hafði rætt við hana um þróun kynlífsins. Hún var oft með drengj- um, en hún fann aldrei hvöt hjá sér til að segja móður sinni frá því, og henni þótti miður, hve mikinn áhuga hún hafði á því með hverjum hún væri í það og það skipt- ið. Foreldrarnir höfðu miklar áhyggjur af þessu, því að það var talað svo mikið um siðspillingu æskunnar. Þau voru alltaf kvíðandi þegar hún fór eitthvað að heim- an. Elísabet var bráðþroska. Bæði drengir og fulltíða menn gáfu henni auga og for- eldrarnir vildu af heilum hug forða henni frá öllu, sem gat orðið henni til ills. Elísabet hafði nokkrum sinnum verið með í þeim félagsskap, þegar piltur og stúlka hurfu inn í svefnherbergið og dvöldu þar dálitla stund. En sjálfri datt henni ekki í hug að taka þátt í neinu slíku. Hún gat tekið þátt í kossum og faðmlögum, en ef einhver pilturinn ætlaði að ganga lengra, var henni að mæta. Henni gramdist það, þegar foreldrar hennar tortryggðu hana, en voru þó oft góð og skilningsrík og það gerði henni erfiðara fyrir með að taka upp nokkra verulega baráttu á móti þeim. Elísabet kann þrátt fyrir allt vel við sig í umhverfi sínu. Hún á marga góða fé- laga og er eftir atvikum nokkurn veginn áhyggjulaus. Hún reynir að sniðganga erfiðleikana á meðan það er hægt. Foreldrar hennar hafa áhyggjur af, að hún hefur ekki valið sér neitt til dægra- styttingar í tómstundunum. Hún hefur ekki gengið í neitt félag og hún les aldrei annað en vikublöðin og stelpnabækur. Þegar einhver vinkona hennar heimsækir hana, heyrist ekkert annað en dægurlög frá HEIMILI OG SKÓLI 119

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.