Heimili og skóli - 01.10.1968, Síða 28

Heimili og skóli - 01.10.1968, Síða 28
plötuspilaranum hennar. Klæði, heimsókn- ir og grammófónplötur virðast taka hug hennar allan og sitja fyrir öllum alvarlegri áhugamálum. En eigi hún að hugsa um stærri og alvarlegri viðfangsefni verður hún um leið að endurskoða afstöðu sína til foreldranna, en það er henni um megn. Það er oft erfitt fyrir foreldra og aðra aðstandendur að skilja hversu ofsafengn- ar tilfinningar unglinganna geta orðið. Bæði í vináttu og ást, vonbrigðum og ósigrum getur reyslan orðið algjör. Eitt af því, sem erfiðleikum veldum hjá þessu unga fólki, er einnlitt þetta: að það er ekki tekið nægilega alvarlega. Foreldrar og aðrir fulltíða menn eiga svo auðvelt með að brosa að því, eða „skilja“ það. Sá „skilningur“, sem þessu unga fólki er sýnd- ur við og við, er oftast niðurlægjandi og auðmýkjandi. Hann felur það oft í sér að „við, hinir fullorðnu vitum, að þetta er ekki eins alvarlegt og þið haldið. Við skilj- um betur en þið, hvernig spilin liggja, og við vitum, að þegar þú ert orðinn fullorð- inn, lítur þetta allt öðru vísi út í augum þínum“. En í augum unglinganna sjálfra eru þetta alvarlegir hlutir. Vandamál þeirra og freistingar eru nákvæmlega eins alvarleg og yfirþyrmandi eins og unglingarnir lifa þá. Það gagnar þeim ekkert að við setjum upp einhverja grímu umburðarlyndis. Það er alveg rétt, sem 15 ára piltur einn úr þessum hópi, sagði við móður sína, sem raunverulega skildi hann: „Þú segir alltaf, að ég sé einmitt á því „skeiði“ þegar.... eða á þeim „aldri“ þegar.... Ég er þreytt- ur af að heyra að ég sé alltaf á því „skeiði“.... eða á þeim „aldri“. Ég vil ekki vera lengur á „þessum aldri“. Jafnvel hinum beztu foreldrum getur fundizt að 120 HEIMILI OG SKÓLI sér sneitt. Það getur vel verið rétt, að föður eða móður finnist sonurinn eða dótt- irin vera á þessu eða hinu aldursskeiðinu. En unglingarnir eru ekki hrifnir af að hlusta á þetta sí og æ. Ungi pilturinn og unga stúlkan skilja sjálfa sig — með réttu —, sem einstætt fyrirbrigði veraldarsög- unnar. Þau hafa lítinn áhuga á að vita, að þau eru einmitt nú að lifa mjög algengt og hversdagslegt þróunarskeið ævinnar. Stúlka ein sagði skilningsríkri móður sinni: „Já, en það er ég, sem lifi þetta. Það er allt öðru vísi en það var í þítium aug- um eða einhverra annarra.“ Tilfinningarnar eru verulegur hluti af lífi hinna ungu á þessum árum. Og þessi reynsla er geysilega sterk og huglæg. Þetta, að „skilja unga fólkið“ merkir nokkuð annað fyrir það sjálft en hina full- orðnu.' ETnga fólkið kærir sig ekkert um, að á því sé tekið með silkihönzkum eða með- höndlað sem sjúklingar. En það vill svo gjarnan, að foreldrar og aðrir forráða- menn geri sér grein fyrir hinum sterku til- finningum þeirra og skilji hvað það er þeim mikilvægt að öðlast meiri réttindi og frelsi, sem verðandi fulltíða menn. Tenaringer i dag. H. J. M. þýddi. Hinn frægi leikari, Dick Van Dick hóf feril sinn efst uppi á toppinum og vann sig niður á við. Hann lék fyrsta hlutverk sitt sem Jesúbarnið og var þá aðeins þriggja ára gamall. Hann grét þá allan tímann, en á eftir sagði einn af hirðunum: „Þetta verður maður að þola, þegar maður lendir í því að leika með viðvaningum.“

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.