Heimili og skóli - 01.12.1969, Síða 5

Heimili og skóli - 01.12.1969, Síða 5
Heimilí og skóli TIMARIT UM UPPELDISMÁL C> Í : I i ÚTGEFANDl: KENNARAFÉLAG EYJAFJARÐAR RitiS kemur út í 6 heftum á ári, minnst 24 síður hvert hefti, 03 kostar órgangurinn kr. 130.00, er greiðist fyrir 1. júlí. — Útgúfustjórn: Indriði Úlfsson, skólostjóri. Eddo Eiríksdóttir, skólastjóri. Jónas Jónsson, kennori. Afgreiðslu- og innheimtumaður: Guðvin Gunnlcugsson, kennari, Vanabyggð 9, Akureyri. Ritstjóri: Hannes J. Magnússon, rithöfundur, Hóaleitisbraut 117, Reykjavik. PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR HANNES J. MAGNÚSSON GRUNMR PÍRAMÍDAIVS Skólamál hafa verið í brennidepli nú um nokkurt skeið og ber að fagna því. Skóla- kerfið er eins og píramídi. Þar eru barna- skólarnir hinn breiði grundvöllur, sem allt hitt verður að hvíla á og öll önnur skóla- menntun byggist á. Þá taka við almennir framhaldsskólar og sérskólar og loks há- skólinn. Málefni háskólans hafa einkum verið á dagskrá á síðustu missirum, síður hefur verið rætt um barnaskólastigið, sem allt annað hvílir þó á. Þegar við byggjum hátt hús, byrjum við ekki á turninum eða þakinu, heldur grunninum og leggjum áherzlu á að hafa hann sem traustastan. Eins á að fara að, þegar við byggjum upp skólakerfi, en þegar á allt er litið er barna- skólastigið, eða skyldustigið kannski veik- asti hlekkurinn í skólakerfinu. Ekki vegna þess, að við eigum lélega barnaskóla og lé- lega kennara. En barnaskólarnir okkar eru of stuttir. Allt fram að þessum tíma hefur verið gert ráð fyrir að 7—9 ára börn í kaupstöðum fengju 9 mánaða skólakennslu en börn ofar á skyldustiginu aðeins um 7 mánaða kennslu, og fjöldi barna enn þá styttri, allt niður í þriggja mánaða kennslu í dreifbýlinu. Lágmarkið á að vera 9 mánaða kennsla fyrir öll börn á barnaskólastiginu og jafn- vel á öllu skyldustiginu. Þróunin er nú að færast í þessa átt, að í Reykjavík og sum- um kaupstöðum öðrum er 9 ára skólanám fyrir öll börn upp tekið, eða er í undirbún- ingi, svo að innan fárra ára ætti 9 ára skóli HEIMILI OG SKÓLI 121

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.