Heimili og skóli - 01.12.1969, Qupperneq 6
fyrir öll börn að vera tekinn upp í öllum
kaupstöðum landsins, og þar næst kemur
röSin aS kauptúnunum, aS minnsta kosti.
En hvers vegna? Einfaldlega af því, aS
grunnurinn undir skólakerfinu í nútíma
þjóSfélagi er ekki nógu traustur.
ÞaS telja sér sumir trú um, aS íslenzk
börn og unglingar standi ekki aS baki
jafnöldrum sínum, t. d. á NorSurlöndum
aS menntun og almennri þekkingu. En þetta
er aSeins blekking og óskhyggja. Þau
standa á mörgum sviSum verulega aS baki
börnum á NorSurlöndum, varSandi al-
menna þekkingu og skólatækni. Þetta vita
allir, sem eitthvaS hafa kynnzt skólum á
NorSurlöndum. AnnaS væri líka óhugsandi.
Börn okkur eru ekki þeim mun gáfaSri, en
frændur þeirra á NorSurlöndum, aS þau
geti tiIeinkaS sér sambærilega þekkingu á
miklu styttri tíma, bæSi í árum og dagleg-
um skólatíma. Þó aS viS færum meS allar
deildir skólanna í 9 mánuSi, væri aSstöSu-
munurinn samt enn mikill, þar sem skólar
á NorSurlöndum standa tíu og hálfan mán-
uS og auk þess miklu lengri daglegan skóla-
tíma. Vegna þessa eru börn á NorSurlönd-
um miklu betur búin undir allt framhalds-
nám en okkar börn. Þannig hefur þessi
ótrausti grundvöllur hjá okkur áhrif alla
leiS upp úr skólakerfinu. ÞaS seinkar öllu,
og hinn menntaSi einstaklingur kemst
seinna til starfa í þjóSfélaginu en ella. Líka
má benda á, aS þessi barnaskólaár eru ekki
fullnýtt. 8. og þó sérstaklega 9. skólaáriS
fara mjög í súginn. Á 9. skólaári mætti t. d.
hyrja á einhverjum lesgreinum. SömuleiSis
mætti nýta betur öll skólaárin þegar komiS
er upp úr 9 ára bekkj um meS því aS sleppa
eSa draga verulega úr þessum viSamiklu
og tímafreku prófum, jafnvel tvisvar á ári,
sem ekki hafa nokkra hagnýta eða menn-
ingarlega þýSingu.
Prófum milli bekkja mætti nálega alveg
sleppa, eSa miSa viS 2—3 greinar, og
mætti þaS gilda um allt skyldustigiS. Ef
prófin eiga aS þjóna þeim tilgangi aS
fylgjas meS getu og framförum nemend-
anna, má á miklu auSveldari og einfaldari
hátt ná þeim tilgangi, t. d. meS daglegum
leynilegum einkunnagjöfum, eSa smápróf-
um, sem ekki þyrftu aS setja allt skólastarf-
iS á annan endann eins og nú er. Tímann,
sem sparaSist mætti svo blátt áfram nota
til aS kenna börnunum.
I sambandi viS þetta vil ég láta þess get-
iS, aS þaS ætti aldrei að fella neinn á próf-
um, aS minnsta kosti ekki á skyldustiginu.
ÞaS er nógu erfitt lífiS fyrir þeim, sem eiga
viS námsörSugeika aS berjast, þótt skólinn
gefi þeim ekki þennan kinnhest. Hitt er svo
annaS og miklu lengra mál, hvernig og á
hvern hátt, eigi aS hjálpa þessum nemend-
um til aS skilja heiSarlega viS skólann á
sínum tíma, án sársauka og niSurlægingar.
Sjálfsagt munu framhaldsdeildir viS
gagnfræSaskóIana bæta þarna úr þeim
þekkingarskorti, sem börnin búa yfir þrátt
fyrir kennsluna á skyldustiginu, kannski
ágæta kennslu, eftir atvikum. En þaS er
fullseint. ÞaS er kannski liSinn hjá bezti
tíminn 9—15 ára aldurinn, þegar næmiS er
í hámarki, næmiS, til aS tileinka sér hin
léttari grundvallaratriSi almennrar mennt-
unar, svo aS ekki þurfi aS byggja á sandi,
þegar tekiS er til viS hin erfiSari viSfangs-
efni á hærri stigum skólakerfisins. Sé þaS
æskilegt t. d. aS menn taki stúdentspróf
einu ári fyrr en nú er, verSur þaS varla
meS öSru móti en því að auka við grund-
vallarmenntunina meS fyllri barna- og
unglingaskólamenntun.
AuSvitað eru hin löngu sumarleyfi
óskaplega elskuleg og hafa auk þess tals-
vert menntunar- og menningargildi, ef
122 HEIMILI OG SKOLI