Heimili og skóli - 01.12.1969, Qupperneq 7
nemendurnir eiga þess kost að' komast í
sveit og í snertinguna við náttúruna og at-
vinnulífið, en sá möguleiki fer nú minnk-
andi með ári hverju, meðal annars með sí-
vaxandi vélvæðingu landbúnaðarins, og að
sama skapi fjölögar þeim börnum og ungl-
ingum, sem ganga aðgerðarlaus um götur
bæjanna. En jafnvel þótt börn og ungling-
ar hefðu möguleika á að komast í sveit,
verður ekki bæði sleppt og haldið. Hér er
um það að ræða hverju við viljum fórna
til þess að börn okkar fái haldgóða og
trausta undirstöðumenntun og þekkingu,
sem sé sambærileg við það, sem gerist á
öðrum Norðurlöndum. Eigum við að halda
langa sumarleyfinu og þar með hafna góðri
og traustri grundvallarmenntun barna okk-
ar? Þetta er mikilvæg spurning, sem stjórn-
völd og allur almenningur í landinu verður
að svara fyrr eða síðar.
Ef það verður ofan á, að sumarleyfið
verði stytt verulega, má gefa börnunum
leyfi, allt að viku til að fara í göngur og
réttir, jafnvel til að taka upp garðávexti að
haustinu, ef þurfa þykir. Því meira sam-
bandi sem hægt er að halda við sveitirnar
og atvinnulífið þar, því betra.
Seinna mætti svo hugsa sér að lengja
skólann í 10 mánuði á ári. Bezt er að taka
þetta í áföngum, svo að þetta geti komið
sem þróun, en ekki nein stökkbreyting. En
þetta kemur, og hlýtur að koma. Ég geri
ráð fyrir, að þetta og svipaðar breytingar
mæti einhverjum mótmælum í fyrstu, en
það gera allar breytingar. Hið sama hlýtur
að gerast með ýmsar breytingar á kennslu-
háttum, námsbókum og kennsluaðferðum.
Þessi lenging á skólatímanum hefur einn-
ig þann kost, að hún ætti ekki að valda
neinum verulegum útgjödum. Skólahús-
næðið bíður ónýtt, og það út af fyrir sig
er ámælisvert að láta dýrt skólahúsnæði
standa ónotað í marga mánuði á ári. Sömu-
leiðis eru kennararnir til, sem yfirleitt
ganga atvinnulausir í fleiri mánuði, ef þeir
fá þá ekki einhverja aðra atvinnu við ó-
skyld störf.. Kennararnir eru menntaðir til
að gegna kennslu- og uppeldisstörfum. Gef-
um þeim kost á því, að sinna þeim störfum
og búa sig undir þau. Kennararnir myndu
að vísu eitthvað hækka í launum, en það
kæmi uppeldis- og kennslumálunum sannar-
lega að góðu. Kannski hefur það verið eitt-
hvert mesta mein okkar í skóla- og uppeld-
ismálum alla tíð, að við höfum ekki fengið
úrval manna inní kennarastöðurnar vegna
þess, hve kennararnir hafa verið illa laun-
aðir, svo að jafnvel fjöldi kennara hefur
kosið að velja sér aðrar stöður. Þetta hef-
ur meðal annars valdið langvarandi og
seigdrepandi kennaraskorti, sem hefur haft
neikvæð áhrif á öll skóla- og kenslumálin
í landinu, svo og á allt uppeldi.
Notum hið dýra skólahúsnæði til að
kenna í því, og notum kennarana, sem hafa
búið sig undir það starf, til að mennta og
fræða börnin okkar og unglingana. Það er
fjárfesting, sem borgar sig, ef allt er með
felldu. Það borgar sig sannarlega að byggja
traustan grunn undir hárri menningarhöll,
sem við vonum öll, að eigi eftir að rísa
meðal okkar.
H. J. M.
GLEÐILEG JÓL!
FARSÆLT KOMANDI ÁR!
HEIMILI OG SKOLI 123