Heimili og skóli - 01.12.1969, Page 8
Stafsetning og stílagerð
Móðurmálið hefur verið og á alltaf að
verða höfuðnámsgrein barnaskólanna. Eg
hygg líka, að hún sé vel rækt í aðalatriðum
og til hennar er varið meiri tíma en nokk-
urrar annarrar námsgreinar. Þetta er eins
og það á að vera, en ég hef oft hugsað um
það, og ekki sízt eftir að ég hætti að starfa
í skólanum, að mér hefur þótt sem skriflegu
íslenzkunni hafi ekki verið nægur sómi
sýndur, einkum stílagerðinni. Stafsetningin
hefu ralltaf setið þar í fyrirrúmi, hvernig
sem á því stendur. Á stundatöflunni eru
kannski tveir eða þrír tímar í stafsetningu,
en ekki nema einn í stílagerð, það er að
segja frumsömdum ritgerðaæfingum,
kannski er svo bætt við þetta einni heima-
ritgerð. Það eru gefnar út bækur um rétt-
ritun og leiðbeiningar til að stafsetja orð-
in rétt, en miklu minna um hitt, hvernig
nemendur eigi að koma orðunum í fallegar
setningar og málfræðilega réttar. Ritvillur
eru eins og óþrif í málinu, en klaufalegt og
rangt málfar er sýking.
Það er margt, sem hjálpast að við að
gera setninguna að aðalatriði í kennslu hins
skriflega móðurmáls, en eitt af því er, að
börnin eru ekki látin byrja nógu snemma.
Þau eiga að byrja á að setja saman létta
stíla um leið og þau geta það skriftarinnar
vegna, jafnvel áður en þau læra að skrifa,
ef þau kunna prentstafina. Það er mjög á-
ríðandi að gera þetta áður en þau komast
á gagnrýnisaldurinn og þykir allt ómögu-
legt, sem þau gera, Ef þau eru látin byrja
nógu snemma að segja frá í skriflegu máli,
komast þau fyrirhafnarlaust yfir þennan
slæma þröskuld og skrifa og semja af hjart-
124 HEIMILI OG SKÓLI
ans list. Þetta er geysilega mikilisvert.
Annað, sem hefur komið því inn hjá
kennurum, að mesta áherzlu beri að leggja
á stafsetninguna eru prófin í skriflegri ís-
lenzku.
Þeim er þannig háttað, eins og kunnugt
er, að villur í réttritunarverkefninu eru
taldar og gefið fyrir nákvæmlega tölu rétt
stafsettra orða — fyrir gitgerðirnar eða
stílana er gefið eftir mati. Til að fá sem
hæsta einkunn út, ég tala nú ekki um að
komast hjá því að falla á prófinu, kemur
það fyrir að reynt er að láta ritgerðina
hækka meðaleinkunnina, nálega hversu lé-
leg sem hún er. En hitt mun vera fátítt að
stíll sé látin lækka einkunn. Á þennan hátt
er miklu minna tillit tekið til stílsins en rétt-
ritunaræfingarinnar. Stíllinn er því ekki
eins rétthár og ritæfingin. Þetta mat fer
ekki framhjá börnunum, sem finna, að það
skiptir minna máli hvernig ritgerðin er en
stafsetningarverkefnið. Þetta á að vera öf-
ugt. Það á að leggja ritgerðina til grund-
vallar, þegar verið er að gefa einkunnir
fyrir skriflega íslenzku. Það er að vísu
leiðinlegt að skrifa og lesa stíla, sem eru
morandi af ritvillum, en hitt lýsir þó enn
meira menningarleysi, að skila stílum, sem
skrifaðir eru á ljótu, klaufalegu og röngu
máli.
Það á að byrja þessa kennslu þegar í sjö
ára bekkjum með því að venja börnin á að
segja frá. Láta frásagnargleðina njóta sín
algjörlega í fyrstu en leiðrétta þó málið
smátt og smátt. Með þessu myndast öryggi
í frásögninni, sem færist svo yfir í frásögn-
ina, þegar bömin fara að rita hana niður