Heimili og skóli - 01.12.1969, Page 13

Heimili og skóli - 01.12.1969, Page 13
alla til að vinna saman að sameiginlegu takmarki. Þeir, sem hafa aldur til, hirða sjálfir um rúmin sín og taka til í herbergj- um sínum. „Guð sér fyrir fuglum himins- ins,“ segir Móðir Ramey, „en hann byggir ekki hreiður þeirra.“ Drengirnir hjálpa til í eldhúsinu. Stærri stúlkurnar hjálpa til við matreiðsluna og leggja á borð. Eftir skóla- tíma sjá eldri telpurnar um yngstu börnin, og leika við þau, báðum til ánægju. Börn móður Ramey njóta þess að gera skyldu sína, hver sem hún er. Það er satt, sem ein- hver þeirra sagði: „Allt hérna heyrir okkur til, og þá verðum við líka að gæta þess, að allt fari vel úr hendi — einnig gæta hvers annars.“ Geirþrúður Ramey býr þó yfir nokkrum fleiri leyndardómum, sem leiðir þann sann- leika í ljós, að ekkert getur komið í stað- inn fyrir móðurlega blíðu og umhyggju. „Eg reyna að láta efasemdirnar verða öll- um börnum til góðs,“ segir hún, „þangað til mér hefur tekizt að vinna fullkomið traust barnanna.“ Það var ekki auðvelt að halda fast við þessa grundvallarreglu varðandi Tony, sem bjó yfir talsverðum vísi að glæpamanns- eðli, þ egar hann kom á barnaheimilið. Þótt hann líktist ofurlitlum engli með gullna lokka var hann þó útfarinn prakkari, þegar hann kom til okkar átta ára gamall, og þjófur þar að auki. Það fyrsta, sem hann sagði við Geirþrúði var þetta: „Þú getur bölvað þér upp á það, að þeg- ar móðir mín kemur út úr tugthúsholunni tætir hún þig sundur og saman.“ Geirþrúður brosti og sagði hæglátlega, að það væru ákveðin orð, sem maður gæti ekki notað í heiðarlegum félagsskap. „0, haltu bara kjafti,“ sagði Tony og virtist vera alveg undrandi. Geirþrúði var Ijóst, að það myndi taka nokkurn tíma að siða þennan pilt. Daginn eftir skrópaði Tony úr skólan- um, stal lítilli leikfangabyssu úr búð og var komið með hann heim af afgreiðslumanni einum fokreiðum. „Hann er alveg óforbetr- anlegur. Honum er ekki viðhjálpandi,“ sagði afgreiðslumaðurinn. Geirþrúður var ekki neitt stillingarlj ós, þegar því var að skipta. „Ætlið þér að segja mér, að þér hafið aldrei stolið neinu, þegar þér voruð barn?“ hvæsti hún. Þar með gaf hún í skyn við Tony, að hún væri á hans bandi. „Hlustaðu nú á mig,“ sagði hún, og horfði fast í augu drengsins um leið og hún stakk peningaseðli í lófa hans. „Nú gengur þú yfir í búðina og greiðir byssuna, sem þú stalst í dag. Hefurðu skil- ið mig?“ Tony glápti af undrun, en rölti þó af stað. Geirþrúði var ekki rótt á með- an hún beið eftir að Tony kæmi aftur. Loksins kom Tony litli aftur. Hann taldi nákvæmlega peningana, sem hann hafði fengið til baka, er hann hafði greitt byss- una og fékk Geirþrúði peningana stoltur á svip. Tony stal aldrei framar, og þau fimm ár, sem hann bjó þarna á heimilinu, knýttist hann æ fastari vináttuböndum við Geir- þrúði, og reyndi af öllum mætti, að gera allt, sem hún ætlaðist til af honum. Það síð- asta, sem hún heyrði frá honum var, að hann bjargaði sér vel í lífinu. Gestir í hvíta húsinu. Orðið „ómögu- legt“ er ekki til í orðabók Geirþrúðar, þeg- ar hún bers fyrir rétti barns, sem orðið hefur fyrir órétti eða illri meðferð. Glæsi- legt dæmi um það er barátta hennar fyrir Florrie. Florrie var 15 ára stúlka, þegar réttvísin fann hana lokaða inni á afskekkt- um sveitabæ uppi í fjöllunum. Móðir henn- ar hafði útilokað hana frá öllu samneyti HEIMILI OG SKÓLI 129

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.