Heimili og skóli - 01.12.1969, Page 16
Á barnaheimilinu.
Það eru skiptar skoðanir um, hvernig
eigi að leysa þennan vanda. En það er knýj-
andi nauðsyn, að þetta verði tekið til rann-
sóknar og umræðna. Svona síbreytilegt
og slitrótt samband við þá, sem eiga að ann-
ast barnið, skiptir minna máli, þegar börn-
in fara að stækka. Þá eru þau ekki í sama
mæli bundin við nálægð einhvers í tíma og
rúmi eins og litlu börnin. Þau sætta sig við
að um þau sé hugsað, og að þarna sé ein-
hver, sem þekkir þau og skilur, og þetta
veitir þeim visst öryggi.
Auðvitað vilja börnin, að til þeirra séu
gerðar kröfur, eftir aldri og þroska. Ef við
látum aldrei í það skína að við séum ó-
ánæg með sitt hvað í fari þeirra og fram-
komu — eða þá ánægð, skýra þau það
þannig, að okkur standi á sama um þau og
við væntum ekki neins af þeim. Þetta verð-
um við oft vör við. Ég held, að þetta hafi
verri áhrif á þau og geri þeim lífið leiðara
en flest annað.
VIRÐING FYRIR
EINSTAKLINGUM.
MISMUNUR Á MÖNNUM.
Á meðan barn er heima hjá föður og
móður, veitir það litla eftirtekt mismunin-
um á sér og öðrum mönnum. Það er ekki
fyrr en barnið kemur út í hinn stóra hóp,
sem það byrjar að gera samlíkingar. Sá,
sem skilur sig að einhverju leyti frá hópn-
um, finnur fljótlega til þess. „Þú skalt ekki
vera öðruvísi en aðrir“. Þannig hljóða lög
hópsins. Á barnaheimilum kemur það oft
fyrir að eitthvert barnið á ekki samleið
með öðrum einhverra hluta vegna. Böm
geta oft sýnzt hjartalaus og tilfinningalaus.
En venjulega er þetta þó oft vegna vöntun-
ar á kunningsskap og skilningi, sem þetta
gerist. Fullorðna fólkið getur gert mikið til
að breyta þessari afstöðu, ef það gerir sér
far um að útskýra samhengið og slær á
hina viðkvæmari strengi hjartans. I bók
132 HEIMILI OG SKOLI