Heimili og skóli - 01.12.1969, Side 23
Aidortðhíð
getor orðíð oð dlífð
EFTIR GRAHAM PORTER
Ég vil ekki fullyrða, að ég hefði bókstai-
lega gaman af því að standa í því einn
morgun að taka saman og dusta rykið af
hinum margvíslegu leikföngum, sem börn-
in mín höfðu haft með sér í sumarleyfið,
en þau voru fjögur, frá þriggja til níu ára,
og þessu þurfti ég svo að koma fyrir í bíln-
um. Það var eiginlega kraftaverk að þetta
tókst, að hafa lokið þessu á tilsettum tíma.
En nákvæmlega á fyrirfram ákveðnum tíma,
skellti ég farangursgeymslunni í lás, og þá
vorum við tilbúin til heimferðar. Ég gekk
þó aftur inn í sumarbústaðinn, þar sem kon-
an mín var í óða önn að sópa saman sand-
inum í síðasta sinn, sem borizt hafði inn á
gólfið. — Sumarleyfi okkar við ströndina
var lokið.
„Klukkan er orðin hálf sjö — við verð-
um að fara að koma okkur af stað,“ sagði
ég. „Hvar eru krakkarnir?“
Eva, kona mín, lét kústinn á sinn stað.
„Ég leyfði þeim að skreppa niður á strönd-
ina. Þá langaði til að vera þar síðustu mín-
úturnar.“
Ég hristi höfuðið dálítið vonzkulega yfir
að áætlanir mínar höfðu þannig verið
truflaðar. En þær höfðu verið nákvæmlega
útreiknaðar. Hvað átti þetta hringl að
þýða? Við höfðum einmitt farið svona
snemma á fætur, miklu fyrr en venjulega,
til þess að vera komin nokkuð áleiðis, þeg-
ar umferðin komst í algleyming. Og þegar
á allar aðstæður var litið, höfðu börnin
haft til umráða tvær áhyggjulausar vikur
til að byggja heilar hallir úr sandi og til að
reika um ströndina í leit að „töfrastein-
um“. í dag áttu þau svo bara að sitja í
bílnum og hvíla sig eftir allt annríkið. —
Já, meira að segja sofa, ef þau vildu. Á
meðan varð ég að hafa allan veg og vanda
af að koma öllu klakklaust hina löngu leið
heim til okkar.
Ég gekk út á svalirnar og litaðist um.
Þarna niðri, hinumegin við klettana, kom
ég auga á krakkana okkar. Þau höfðu far-
ið úr skónum og stikluðu á tánum út í flæð-
armálið. Það heyrðust í þeim fagnaðarlæt-
HEIMILI OG SKOLI 139