Heimili og skóli - 01.12.1969, Blaðsíða 24
in, þar sem þau hoppuðu af gleSi hverju
sinni, þegar lítil alda kom aS utan og skol-
aðist yfir fætur þeirra. Þetta var gamall
leikur aS vita hvaS þau gætu vaSiS langt út
í sj óinn án þess aS föt þeirra vöknuöu. Og
mér varS enn þá gramara í geSi, þegar ég
hugsaSi til þess, aS nú var búiö aS ganga
frá öllum fötum þeirra í ferSatöskum inni
í bílnum. GuS mátti vita hvar þau væri aS
finna þar í hinni troöfullu farangurs-
geymslu.
Ég myndaöi trekt með lófunum og ætlaði
að kalla til barnanna, að nú yrðu þau að
koma upp aS bílnum. En hvernig, sem á
því stóð þá komust þessi orð, með tilheyr-
andi reiðilestri, aldrei út af vörum mínum.
Morgunsólin var enn lágt á lofti og mynd-
aði gullna umgjörS um hvert eitt af hinum
litlu verum þarna niður við ströndina, þar
sem þau höfðu gleymt sér við leikinn. Þau
áttu aðeins eftir þetta litla andartak til að
njóta sólarinnar þarna, hafsins og himins-
ins.
Því lengur, sem ég virti fyrir mér þessa
dásamlegu mynd, ímynd sakleysis og
áhyggjuleysis, því meir breytti hún um eðli.
Það var eins og yfir hana legSi töfrabjarma,
sem ég myndi aldrei fá að sjá og lifa aft-
ur nákvæmlega eins og nú. Hver veit hvaða
breytingum tilvera okkar hefur tekið eftir
fimm ár, eða tíu ár? Hið eina, sem hafði
gildi nú, var þetta andartak, sem var að
líöa hjá. Þessi ljómandi strönd og þessi
börn -— börnin mín, sem drukku í sig sólar-
ljósiö með ljósu kollunum sínum um leið
og hlátrar þeirra blönduöust saman við
bylgjuniðinn og þyt vindsins. Hvers vegna
hafði ég veriö svo óðfús að komast af stað,
að ég hafSi ætlaS að þjóta frá sumarhús-
inu til aS skeyta skapi mínu á börnunum?
Var það til að halda uppi fööurmyndug-
leika mínum, eða var ég bara í skapi til aS
skammast, vegna þess, að ég átti langan og
þreytandi dag framundan? Þetta hefðu
verið fráleit mistök. Við myndum ekki
vinna neina gullmedalíu, þótt við kæmumst
af stað á ákveðinni mínútu, jafnvel þótt við
kæmum til hótelsins þar sem við ætluSum
að gista, einum tíma seinna en áætlaS var.
Þar stóð engin 40 manna hljómsveit eftir
aS viS kæmum. Og hvernig átti ég að gera
mér vonir um aS skilja börnin mín, bæSi
nú og síSar, ef ég myndi ekki alltaf eftir
því, aS ég hafSi líka einu sinni veriS barn?
Elzta dóttirin veifaSi til mín og benti
mér, aS ég skyldi koma niSur eftir til
þeirra. Svo byrjuðu hin einnig aS veifa og
kalla. Þau hrópuðu og báSu okkur bæSi aS
koma, „því, aS þetta er svo gaman“. Ég
hikaöi eitt andartak. En svo hlupum viS
Eva af staS og leiddumst hönd í hönd niS-
ur brekkuna. Við hálfvegis runnum niður
að hinni löngu, sendnu strönd, niður að
hafinu. ÞaS laust upp gleSi- og sigurópi
meSal barnanna, sem jukust um allan helm-
ing, er viS Eva fórum aS vaSa út í sjóinn.
Eva hélt upp um sig pilsunum og ég fletti
upp buxnaskálmunum eins hátt upp og ég
gat. En þá skeSi óhappiS: Eva rann allt í
einu til á hálum steini og datt æpandi í vatn-
ið og dró mig meS sér viljandi.
Það eru mörg ár síðan þetta gerðist, en
mér hlýnar alltaf um hjartaræturnar, þegar
ég minnist fagnaðarlátanna og ópanna í
börnunum, þegar þetta skeSi. Þetta er eitt
hið skemmtilegasta augnablik, sem við höf-
um nokkru sinni lifaÖ saman. Og þaS kem-
ur oft fyrir, þegar börnin mín tala um
bernsku sína, aS þau minnast á þetta
skemmtilega og dásamlega augnablik við
ströndina.
Og ég hafði nærri því eyðilagt þetta
allt....
Þýtt. H. J. M.
140 HEIMiLI OG SKOLI