Heimili og skóli - 01.12.1969, Blaðsíða 25

Heimili og skóli - 01.12.1969, Blaðsíða 25
Bœkurog rit Heimili og skóla hafa borizt eftirtaldar bækur frá Ríkisútgáfu námsbóka: Algebra eftir Má Arsælsson, 1. hefti. Þetta hefti er prentað sem handrit, eins og títt er um margar bækur Ríkisútgáfunnar meðan verið er að reyna þær sem kennslubækur. Höfundur segir, að upp- hafiega hafi þetta verið hugsað sem dæmasafn fyrir gagnfræðaskóla og landsprófsnemendur, en síðan verið ákveðið að breyta henni í kennslubók í algebru. Upphaflega var ætlazt til að bókin kæmi aðeins út í einu hefti, en til þess reyndist efnið of mikið. Hér er um geisilega rnikið dæmasafn að ræða, og geri ég ráð fyrir, að það sé mikill feng- ur fyrir gagnfræðaskólana og landsprófsnefndur að fá þessa bók í hendur. Bókin er í tveimur höf- uðþáttum. Fyrri þátturinn nefnist Tölur og að- gerðir, en síðari þátturinn skiptist í fimm kafla eftir aðferðum. Skýringar viS lestrarbók handa gagnfrœSaskól- um, 3. hefti. Árni Þórðarson, Bjarni Vilhjálmsson og Gunnar Guðmundsson tóku saman. Bók þessi er með mörgum myndum til skýring- ar, ekki sízt á ýmsum hlutum, sem nú eru að hverfa úr sögunni. Meginefni bókarinnar er auð- vitað skýringar á orðum, sem eru fátíð og liggja kannski ekki öll á vörum þjóðarinnar, ekki sízt hinna ungr. Þetta er því mjög handhæg og bráð- nauðsynleg bók til notkunar í skólunum, ekki sízt við lestur íslenzkra bókmennta. Aftast í bókinni eru svo myndir af höfundum ljóða og sagna, sem fyrir koma í bókinni og ævi- ágrip þeirra, sem er mátulega langt til þess, að nemendur geti fest sér það í minni og fengið þannig einbverja fræðslu um skáldið og rithöf- undinn. Myndirnar hafa teiknað Skeggi Ásbjarnarson, Baltasar og Halldór Pétursson. En flestar mynd- irnar hefur Bjarni Jónsson teiknað. Káputeikning er gerð af Þresti Magnússyni. Hljóðjall og tórnr nefnist nýútkomin bók eftir Jón Ásgeirsson. Er þetta eins konar vinnubók í tónlist, sem virðist vera skemmtilega byggð upp, þótt sá, er þessar línur ritar kunni ekki að dærna um hana. Bókin er gefin út að tilhlutan Söngkenn- araféiags Islands og ætluð byrjendum í listinni: Þetta er lítil bók. Aðeins 16 blaðsíður með nokkr- um skýringarteikningum. Ég gæti trúað, að vel hafi tekizt til um þessa byrjendabók, sem myndi hvetja notendur til að vilja fá meira að heyra. Skrifbœkur 5. og 6. hefti eftir Marinó L. Stef- ánsson. Þetta er árfamhald áður útkominna hefta, og eru nú tekin fyrir þyngri verkefni, en þá alltaf rifjað upp það, sem áður hefur verið fjallað um. Það er sami snilldarbragurinn á þessum heftum og þeim fyrri og lífgað upp með myndum og teikn- ingum. Nú er ekki aðeins hugsað um skrifstafina, heldur skipan stafa og orða í línur. Kennt að fylla út ýmis eyðublöð og lögð rík áherzla á að allt sé áferðarfallegt. Til dæmis eru sýnishorn af halla stafanna og orða, bæði rétt og rangt, þéttleiki staf- anna og orðanna. Þá er sýnt hvernig setja á upp sendibréf á blaðsíðuna. Marinó gleymir engu, sem góður skriftarkennari þarf að muna. 5. hefti er einkum ætlað 11 ára börnum, en 6. heftir 12 ára börnum. Aftan á kápusíðu er leiðbeiningar fyrir kennarann og börnin. Það er fengur að því fyrir skriftarkennsluna í skólana að fá slíkar bækur. Skemmtilegar teikn- ingar eru á kápum beggja heftanna, en ekki sé ég þess getið hver hefur gert þær. Danskar œfingar, eftir Guðrúnu Halldórsdóttur, gagnfræðaskólakennara. Þess er getið á kápu bók- arinnar, að þetta sé tilraunaútgáfa. Bókin skiptist í nokkra kafia. Fyrst er langur kafli, sem fjallar á mjög aðgengilegan hátt um danska máifræði, með tilheyrandi æfingum. Þar eru stílar á íslenzku, sem á að snúa á dönsku og einnig kaflar á dönsku, sem á að snúa á íslenzku. Ég er ekki lærður dönskukennari og get því ekki dæmt um bókina í heild, en í fljótu bragði virðist mér hún aðgengi- leg. Myndirnar eru teknar úr hliðstæðum kennslu- bókum fyrir 6. og 7. bekk í dönskum skólum. Þó að þetta sé tilraunaútgáfa virðist mér margt benda til þess, að bókin festi rætur í íslenzkum skólum. VmferSabókin eftir Jón Oddgeir Jónsson. Þetta er 3. útgáfa bókarinnar. Þegar hægri handar akst- ur var upp tekinn hér á landi, þurfti auðvitað að endursemja bókina og hefur Sigurður Pálsson kennari séð um þessa útgáfu, en Bjarni Jónsson HEIMILI OG SKOLI H1

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.