Heimili og skóli - 01.12.1969, Side 26
teiknað myndir í samráði við höfundinn. í bók-
inni er fjöldi mynda til skýringar og allar prentað-
ar í litum. Það gerir bókina glæsilega á að líta
og skemmtilega til náms og fræðslu. Bók þessa
þyrfti hvert barn að eiga og skoða hana og nema
af henni. Bókin er annars einkum ætluð til náms
í tveim efstu bekkjum skyldustigsins og framhalds-
skólum, en er nú nauðsynleg öllum börnum þótt
neðar séu í skólastiganum. Þarna er ýtarleg
fræðsla urn öll umferðamerki og myndir af þeim.
Kemur sú fræðsla sér vel fyrir alla hjólreiðamenn,
á hvaða aldri, sem er. Þetta er bók, sem skemmti-
legt er að fá í hendurnar.
Sagan um húsin tvö eftir Alice Midelfart, en
þýdd af Svövu Þorleifsdóttur, fyrrverandi skóla-
stjóra. Þetta er lítil en skemmtileg bók, sem
fjallar um tannvernd og mataræði. Fjöldi mynda
er í bókinni og flestar í tveimur eða fleiri litum.
Þetta er skemmtileg lestrarbók fyrir börn, sem
farin eru eitthvað að lesa, og auk þess mjög lær-
dómsrík og mun verða öllum börnum minnisstæð,
sem lesa hana. Bókin er gefin út í samráði við
Kvenfélagasamband Islands og hefur hlotið með-
mæli tannlæknafélags Islands.
Vinnubókablöð í eðlisfrœði. Þetta er 16 fjöl-
rituð blöð um ýmsar greinar eðlisfræðinnar og
byrjar á varmafræði, en síðan tekin ýmis fleiri
viðfangsefni eðlisfræðinnar. Ekki er það Ijóst,
hvort þetta eiga að vera drög að stærri og full-
komnari eðlisfræði, en á henni er nú mikil þörf,
að minnsta kosti í framhaldsskólunum, nú á þess-
ari miklu tækniöld, þegar eðlisfræðin er að verða
grundvöllur hagnýtrar menntunar í mörgum grein-
um. Ekki verður heldur séð hver hefur tekið sam-
an þessi vinnubókablöð, en trúað gæti ég að þau
væru kærkomin öllum, sem fást við kennslu í
eðlisfræði.
Tölur og mengi, eftir Guðmund Arnlaugsson.
Leskaflar um stærðfræði, ásamt dæmum. Þetta er
þriðja útgáfa aukin. Bók þessi fjallar um hina
nýju stærðfræði, sem nefnd hefur verið mengi. I
formála skýrlr höfundur frá ástæðunni fyrir því
að þessi grein stærðfræðinnar hefur orðið til og
þróun hennar. Þar segir hann meðal annars:
„Sú bók, sem hér hefur verið saman sett, skipt-
ist í tvo kafla, svipaða að stærð. Sá fyrri fjallar
um heilar tölur um gerð þeirra og rithátt, um
142 HEIMILI OG SKÓLI
ýmis einkenni þeirra, um samlagningu, frádrátt,
margföldun og deilingu. Tilgangurinn er að gera
lesandann handgengnari tölum en áður, fá hann
til að sjá ýmislegt í nýju ljósi, er hann hefur áður
lært í reikningi. Síðari hlutinn fjallar um nokkur
frumhugtök mengjafræði, kynnir mengi, venzl
þeirra og einfalda reikninga með þeim.“
Bókin er 133 blaðsíður að stærð og girnileg til
fróðleiks fyrir þá, sem eitthvað skilja í þessum
fræðum.
A förnum vegi, eftir Sigurð Pálsson. Þetta eru
umferðaleiðbeiningar handa börnum 6—9 ára með
fjölda skýringarmynda. Bókin er í söguformi, og
segir frá Ara og Asu í umferðinni. Raunar er þetta
samtal foreldranna við börn sín, og ber þar margt
á góma varðandi umferðina.
Þetta er tilvalin bók handa börnum á þessum
aldri og kærkomið tækifæri fyrir alla foreldra, að
fá þessa fræðslubók í hendur. Auk þess er hún
bæði fróðleg og skemmtileg. Bókin er gefin út í
samráði við Umefrðamálaráð. Baltasar hefur gert
teikningarnar. Bókin er 62 blaðsíður að stærð.
H. J. M.
Ttt gomons
I nánd við þorpið Eyrarbakka á Islandi er fang-
elsi. Fangarnir eru látnir vinna að útistörfum á
hverjum degi hjá bændum í sveitinni. Fangavörð-
urinn sýnir föngunum mikið traust og treystir á
að þeir komi aftur heim á ákveðnum tíma. Þegar
það kom samt fyrir, að einn fanginn kom ekki
heim fyrr en undir miðnætti, tók fangavörðurinn
á móti honum með þessum orðum: „Næsta skipti,
sem þú kemur svona seint heim, verðurðu lokað-
ur úti.“ (Ur erlendu tímariti.)
★
Veika kynið. Hér koma fáein orð inn í umræð-
urnar um veika kynið: í vestur-þýzka bænum
Bochum var tvo daga í röð sýnd fræðslukvikmynd
um barnsfæðingar. Hún var svo raunhæf, að á
hverri sýningu þurfti að bera marga út úr salnum
vegna þess, að það hafði liðið yfir þá. Samtals
leið yfir 54 sýningargesti. Það voru allt karlmenn.