Heimili og skóli - 01.08.1971, Page 7

Heimili og skóli - 01.08.1971, Page 7
Dvolið í Utah Markmið skóla- göngunnar. Eftirspurn eftir kennara- stöðum. Vafalaust er óþarft að taka frarn, að í Bandaríkjunum er aðeins ein- sett í skólana og algengast að börnin borði þar hádegisverð fyrir lágt gjald. Fimm daga kennsluvika er næstum alls staðar, en sumarleyfi nemenda nokkuð breytileg eftir ríkjum, en hvert ríki innan Bandaríkj- anna hefur sjálfstæða framkvæmd í skólamálum. — Þarna í Utah er þriggja mánaða sumarleyfi hjá nemendum eða jafnlangt og hér. Eftirspurn eftir kennarastöðum er þar mikil. Sem dæmi má nefna, að á sl. ári voru auglýstar 12 kennarastöður í einu skólahverfinu og um- sóknir voru 1200. Þess skal til viðbótar getið, að kennaralaun í þessu ríki eru allt að helmingi lægri en sums staðar annars staðar í landinu. Hins vegar lokkar fjallaloftið, náttúrufegurðin og síðast en ekki sízt, að í Utah er tiltölulega lítið um kynþáttavandamál, löggæzla er góð, 70% íbúanna mormónar, er lifa reglubundnu lífi með sterkum safnað- artengslum og fjölskyldulífi. Markmið barnafræðslunnar, þar sem hér, er að sjálfsögðu hið sama, þ. e. að gera börnin læs og skrifandi. Koma þeim jafnframt eins langt áfram í öðru námi og mögulegt er. Annað nám, sem hér um ræðir, er hliðstætt því, sem við þekkjum í íslenkum skólum, en nokkuð misjafnt hversu mikla áherzlu menn eggja á námsgreinarnar. Verður nánar vikið að því síðar. Síðustu áratugina hafa skólamálin í Bandaríkjunum verið í brenni- depli og undirrót þess er m. a. samkeppnin við Rússana. Þörf eftir menntuðu fólki hefur vaxið hröðum skrefum og kröfur um skjóta og góða menntun orðið sífellt háværari. Vísindin hrópa hæðst á afreksmenn í námi, bjóða ævintýraleg laun og krefjast af skóla- kerfinu, að úrvals einstaklingar fái strax frá fyrstu skólaárum, nám við sitt hæfi, svo að hægt verði að koma þeim sem allra lengst áleiðis á sem fæstum árum. Ohæfa væri, að námshæfir nemendur sætu aðgerð- arlitlir og biðu þess að miðlungs nemendurnir í bekknum hefðu tileink- að sér námsefnið. Með endurteknu aðgerðarleysi þessara námshæfu nemenda kæmi hirðuleysi, jafnhliða því, að einbeitningarhæfnin yrði ekki þroskuð sem skyldi. Aður var þessu minni gaumur gefinn, og þeir, sem áttu auðvelt með nám eignuðust oft fremur góða daga í skólun- um. Mesta vandamálið var það, hvernig hægt væri að finna þessa ein- staklinga, ná þeim út úr hópnum og hjálpa þeim áfram til gagns fyrir vísindin og atvinnuvegina. Var þá tekið upp valgreinakerfi. Kennsluaðferðum var breytt á þann veg, að börn í eldri deildum barnaskólanna, svo og í unglingaskólum, gátu valið um mismunandi námsleiðir. I flestum tilfellum var þá bæði HEIMILI OG SKOLI 75

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.