Heimili og skóli - 01.08.1971, Síða 8
Valgreina-
kerfið
hefur
sína
ókost-i.
Lengst er
numið
í lífsins
skóla.
Forskóli.
hægt að velja um þyngri og léttari leiðir svo og mismunandi námsefni.
Þessi tihögun hafði þá kosti, að nú fengu þeir nemendur, er áður höfðu
átt góða daga, eitthvað á sig að reyna og tóku sumir miklum framför-
um. Hins vegar hafði þessi tilhögun þá ókosti, að skólastarf og stunda-
töflugerð í stórum skólum varð mjög flókin, þar sem hinar fjölmörgu
deildir innan skólanna voru við nám í næstum óteljandi hópum með
hreytilegu námsefni. Þrátt fyrir þessa erfiðleika, í framkvæmd, er slík
tilhögun skapaði, þá er þetta kerfi enn það, sem er algengast hjá eldri
skólanemum eða frá 10—12 ára og allt upp í háskóla.
Skólinn er þekkingarstöð, sem öllum er ætlað að sækja á vissu aldurs-
skeiði til þess að afla sér vissrar undirstöðu- og síðar æðri menntunar.
Þar að auki erum við öll við nám frá fyrstu sporum til hinstu stundar.
Föst skólaganga hefst við 6—7 ára aldur og hjá flestum lokið, ekki
síðar en um 27 ára aldur. Möi'gum allt að 10 árum fyrr. Af þessu sézt,
að mestan hluta ævinnar er um sjálfsnám að ræða og skiptir þá miklu
hvort einstaklingurinn hefur æfingu í að nema sjálfstætt. Með „opna
skólanum“, er reynt að samhæfa hvort tveggja, að koma einstaklingn-
um sem lengst áfram í skólanámi og fá hann til þess að treysta á sjálf-
an sig til frekara náms.
Til þess að ná sem beztum árangri, var byrjað á „opnum skóla“
hjá 7 ára börnum. Að vísu koma börnin þarna í skóla 6 ára, en fyrsti
veturinn fer fyrst og fremst til þess að rannsaka hæfni þeirra til skóla-
náms (skólaþroska) og auka hana með léttum, hnitmiðuðum æfingum.
í 6 ára deildunum er lagður grunnur að skólaaga, kynntar skólareglur
og undirbúin kennsla í lestri, skrift og reikningi. Allt er þetta gert í
leikformi.
76
HEIMILI OG SKOLI