Heimili og skóli - 01.08.1971, Qupperneq 15

Heimili og skóli - 01.08.1971, Qupperneq 15
ungu að ná í vínið, eða eru svo heimskuleg og fráleit, að þau eru óframkvæmanleg? Svörum þessu af hreinskilni, og gætum þess hetur en stundum fyrr, hverjar eru orsakir „unglingavandamálsins“. Voru ekki jafn- vel í „Saltvík 1971“ hinir fullorðnu með sína „fyrirmynd?“ Fyrirmyndirnar, upp- eldisáhrifin koma nú víðar að. Aður fyrr gætti þeirra lítið utan heimilis og það (heim- ilið) oftast ólíkt því, sem nú þekkist. Nú er að mörgu að hyggja: Pahhi og mamma, hvað gera þau? Heimilið — hvernig er það? Hvað býður útvarpið, hvað er í sjónvarp- inu? Hvernig eru kennararnir, hvað gera fé- lagarnir? Hvernig líkar þér hljómsveitirn- ar, að sjá og heyra?------Er ekki von, að einn og annar unglingurinn verði ráðþrota og villist af vegi? Boð og bönn hafa lítið að segja, nema þau séu skilin og viðurkenncl sem nauðsyn. Bannað er að drepa menn, stela o. s. frv., og öllum er ljóst að slíku banni er nauðsynlegt að halda, þótt út af beri stundum, jafnvel meðal okkar, heiðar- 'legra Islendinga! Vandinn er að ala upp þannig, að barnið og unglingurinn finni sjálfur, að heppilegra er og svo sjálfsagt að hlíta vissum reglum, hlýða barninu, en þá verða og þeir, sem hannið setja, hinir fullorðnu, að gefa góða fyrirmynd. Já, vandamálið er mikið og verður ekki leyst nema með sjálfsafneitun, fórnum og hæn um hjálp frá þeim, sem okk- ur öllum er meiri og máttugri. Manndóm má ekki skorta til þess að svara bæn og kröfu barnsins, 1—16 ára — oftar en nú er gert með vingjarnlegri, en ákveð- inni neitun, sé hægt að sýna fram á og gert skiljanlegt að undanlátssemin getur leitt til ills vana og óhamingju. Síðar mun það þakkað, þótt í svip geti valdið óánægju. Ég hefi fjölyrt hér nokkuð um hljóm- sveitirnar okkar og ekki lofsamlega. En það skal fram tekið, að ég tel þær ekki allar „undir sama hatti“, en yfirleitt virðist þeim vera erfitt að halda sig frá hinum háværa, villta tíðaranda á tónlistarsviðinu. Skólun og ábyrgðartilfinningu vantar víðast. Einnig skal tekið fram, að þótt ég telji orsakir vandamálanna sé fyrst og fremst að leita hjá hinum fullorðnu, er fjarri því, að unglingarnir geti skellt allri skuldinn á þá, og séu sjálfir — oftast -—- án saka; þeir hafa greind og þekkingu til að varast hætt- urnar, en sýna alltof margir og oft lítinn vilja til að varast þær. Stutt er nú orðið til hinnar stóru hátíðar, 11 hundruð ára byggðar í þessu fagra landi. Það er mikið afmæli og þess vert að vel sé minnzt. Afmælisrit er áætlað, minnzt á byggingar glæsihalla og reisn annarra minnismerkja, allt gott og blessað en eitt er nauðsynlegt; að betur séu munuð og virt í verki orð Hallgríms: „Bænin má aldrei bresta þig“ — og að ekki sé sýnt — beint og óbeint — hvar höfðingjar skála yfir Flat- eyjarbók, eða öðrum menningarverðmætum, og börn þjóðarinnar á öllum aldri veltist örvita og á margan hátt miður sín við dýrk- un hjáguðsins, Bakkusar! Ekkert sé ég þjóð minni mikilsverðara í þessu sambandi en að hún öll og einhuga með heitri bæn og harðri baráttu fái, fyrir það merka afmæli, unnið varanlegan sigur á konungsnefnu þessari. Það væri verðugt afmælisátak og stórkostlegur sigur ungu og vaxandi lýðveldi. Júní 1971. Jónas í „Brekkukoti“. HEIMILI OG SKOLI 83

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.