Heimili og skóli - 01.08.1971, Síða 17

Heimili og skóli - 01.08.1971, Síða 17
næði og kennslustofur. Heimavistarhúsnæð- ið er að mestu búið og verður þar rúm fyrir rúmlega 80 nemendur, en í vetur er einn heimavistargangur nýttur sem kennslustofur svo heimvistarnemendur nú eru rúmlega 60. Heimvistarhúsnæðið samanstendur af tveimur heimavistarálmum sem byggðar eru út frá hinum svokallaða kjarna. I kjarnanum er mötuneytisaðstaða og setustofa nemenda auk aðalanddyris. I heimavistarálmunum eru 4 vistargang- ar, sem hver um sig tekur 20 nemendur. Auk þessa eru tvær fullkomnar kennara- íbúðir, íbúð fyrir einhleypan kennara, ráðs- konuíbúð, 6 starfsstúlknaherbergi og að- staða fyrir heilsugæzlu. Á neðstu hæðinni eru geymslur, viðgerð- arherbergi, kyndiklefi og ýmiss konar að- staða önnur. Kennslustofurnar eru nú nærri fokheldar og verða þær tilbúnar næsta haust. í öðrum áfanga byggingarinnar, sem von- andi verður byrjað á á næsta vori, er íþrótta- hús, sundlaug, stækkun heimavistar og fjölg- un kennaraíbúða. I þriðja áfanga er stækkun kennsluhús- næðis, kennarabústaðir og stækkun heima- vistarrýmis. Hvaða árdeildir er fyrirhugað að sæki skólann? Börn að loknu barnaprófi, og von mín er> að nemendur, sem hingað komi, geti hér lokið löggiltu gagnfræðanámi. Eru allir nemendur í heimavist? Þeir 64 nemendur, sem nú eru í skólan- um eru allir í heimavist. Hversu margar kennslustofur eru í skól- anum? í vetur höfum við 3 kennslustofur, sem eru bráðabirgðastofur, en næsta haust fáum við 5 fullkomnar kennslustofur. Hvernig er aðstaða til sérkennslu? Nýi skólinn aS Hrafnagili.

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.