Heimili og skóli - 01.08.1971, Síða 18

Heimili og skóli - 01.08.1971, Síða 18
1. bekkur með umsjónarkennara. í vetur er hún engin, en strax næsta haust má segja, að hún verði nokkuð góð, þar sem við fáum eðlis- og náttúrufræðistofu og tungumálastofu, en þó verða enn nokkrir erfiðleikar með handavinnukennslu pilta. Hvernig er starfsaðstaða kennara og nem- enda? Hún er nokkuð erfið í vetur en stendur til bóta, og má það sama segja um starfsað- stöðu nemenda. A næsta hausti fá kennarar sérstök vinnu- herbergi til undirbúningsstarfa og greiðan aðgang að kennslutækjum, sem gefur þeim tækifæri til meiri fjölbreytni í kennslunni. Auk þeirrar aðstöðu, sem nemendur nú hafa, fá þeir sérstaka lesstofu, þar sem skólabókasafni verður komið fyrir í fram- tíðinni. Aðstaða til félagsstarfsemi kemur til með að verða nokkuð góð, en þrengsli há okkur nokkuð í vetur. Starfar skólinn sex daga í viku? Nei. 5 daga í viku, frá mánudegi til föstu- dags. Fara nemendur heim um helgar? Þeir fara heim síðari hluta föstudags og eru þar, til sunnudagskvölds að þeir koma aftur í. skólann. Nemendum er algjörlega þjónað heiman frá sér. Er þeim sett fyrir nám yfir helgarnar? Reynt er að hafa helgarnám nemenda sem allra minnst, því vinnudagar þeirra aðra daga vikunnar eru langir. Hvað er áætlaður hár fæðiskostnaður á nemanda? 86 HEIMILI OG SKOLI

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.