Heimili og skóli - 01.08.1971, Qupperneq 25
Æftu fyrst að
greiðast við
upphaf
skólagöngu.
að greiðast af vasapeningum: fargjöld, skólavörur o. fl. Vasapeningarn-
ir aukast eftir því sem barnið eldist, til þess að standa undir auknum
kostnaði og álögum: félagsgjöldum, risnu, fatnaði o. fl.
Við megum reikna með misnotkun á vasapeningum. Sum börn fara
illa að ráði sínu og eyða um efni fram. Bezt er að ræða slík mistök við
barnið á formlegan hátt til þess að komast að lausn, sem báðir aðilar
una við. Sé um endurtekið ráðleysi í fjármálum að ræða, getur reynzt
óhjákvæmilegt að skipta vasapeningunum og afhenda barninu þá tvisv-
ar á viku. Við eigum ekki að nota vasapeninga sem keyri á barnið til
þess að knýja það til dáða eða hlýðni. Við eigum ekki að kippa að okk-
ur hendinni í reiði okkar eða ausa út fé framar venju, þegar vel liggur
á okkur.
Hvað eru hóflegir vasapeningar? Við þessari spurningu er ekkert
allsherjarsvar.
Vasapeningar fara eftir efnum og ástæðum hvers og eins. Hvað sem
Hður efnahag nágrannanna, eigum við ekki að vera örlátari á vasapen-
inga en við höfnm efni á með góðu móti. Ef barn maldar í móinn, tölum
við við það í einlægni og hlýju: „Við vildum fegin vera ríflegri
við þig, en við ráðum ekki við meiri útgjöld að svo stöddu.“ Þetta er
betri aðferð en að reyna að sannfæra barnið um að það þurfi í rauninni
ekki á meira fé að halda.
Peningum er farið líkt og valdi, þeir sem óvanir eru misnota þá oft.
Vasapeningar ættu ekki að vera meiri en geta barnsins til að liagnýta þá.
Það er betra að byrja á smáupphæð, sem hægt er að auka við smám sam-
an, en að leggja í hendur barns meira fé en það hefnr þörf fyrir. Tilval-
ið er að taka upp greiðslu vasapeninga þegar liarnið fer að ganga í skóla
og hefur lært að telja peninga og skipta þeim. Ein sjálfsögð regla fylgir
vasapeningunum: Það sem eftir er, þegar föst útgjöld hafa verið greidd,
lýtur algjörum yfirráðum barnsins; það getur lagt féð til hliðar eða só-
að því eftir eigin geðþótta.
Við skulum vona, að þessi litla gjöf seðlabankans verði foreldrum tii
umhugsunar um meðferð barna á peningum. Otrúlega oft sér maður lítil
börn vera með stórar upphæðir. Að vísu oftast í innkaupaferðum fyrir
heimilið, en mjög algengt er, að þau kaupi sælgæti fyrir hluta upphæð-
arinnar. Eru það trúlega laun þeirra fyrir að fara sendiferðina.
Gætum við ekki orðið sammála um, að vikulegir vasapeningar með
ákveðnum skyldum og engum aukafjárveitingum, gerðu barninu meira
gagn og vekti það til aukins skilnings og ábyrgðar á meðferð fengins
fjár? I. Ú.
HEIMILI OG SKOLI
93