Heimili og skóli - 01.08.1971, Qupperneq 27

Heimili og skóli - 01.08.1971, Qupperneq 27
ir 'halda fram. En hömlulausar barneignir í yfir- fullum heimi nútímans mun örugglega leiða til morða.“ Ein uppástungan um takmörkun barneigna er fólgin í „tveggja 'barna áætluninni“. „Jafnvel þótt konan mín og ég vildum gjarnan eignast mörg börn,“ sagði háskólastúdent einn við mig, „þá höllumst við að þeirri almennu skoðun nútímans, að hinn lagalegi og siðferöilegi réttur okkar nái ekki lengra en það, að við skiljum eftir okkur tvö börn, sem komi í okkar stað.“ Er faægt að gera stefnu þessa vinsæla? Mann- fjölgunarfræðingar eru mjög hlynntir henni. Dr. H. Curtis Wood, jr„ læknisfræðilegur ráðgjafi fyrir „Félag til eflingar sjálfviljuglegra ófrjó- semisaðgeröa“, hefur borið fram þessar tillögur: „Veita skal ihinn venjulega persónufrádrátt frá útsvars- og tekjuskattsálögum fyrir fyrstu tvö börnin, en síðan skal leggja á skatt fyrir hvert það barn, sem þar er fram yfir, og fari hann sí- hækkandi með hverju barni. Veita skal 'hverjum þeim manni eða hverri þeirri konu, sm lætur sjálfviljug framkvæma á sér ófrjósemisaðgerð, 1000 dollara frádrátt á skattskýrslu. Hvað þá snertir, sem borga ekki útsvör eða tekjuskatt, skal veita konum frá 14—45 ára, sem eiga þegar tvö börn, peningauppbót fyrir hvert ár, sem þær eru óþungaöar. Einnig skal veita þeim körlum og konum 1000 dollara peninga- uppbót, sem láta sj álfvilj uglega framkvæma á sér ófrj ósemisaðgerð.“ Kingslep Davis prófessor, forstöðumaður Al- þjóðlegra mannfjölda- og borgarrannsókna við Kaliforníufylkisháskólann í Berkeley, stingur upp á því, að svo framarlega sem þjóðin vilji, að íbúatala landsins standi í stað, ætti ríkisstjórnin að hætta að leggja hærri skatta á einhleypt fólk en gift, einnig ætti hún að greiða kostnað við fóstureyðingar og leita að ráðum til þess að veita konum algerlega jöfn tækifæri á við karla, hvað menntun og atvinnumöguleika snertir, svo að þær geti þroskað með sér ýmis áhugamál, sem keppt geti við áhuga þeirra á hjónabandi og barn- eignum. Auk þess að hugsa um gæði lífsins, hvað þjóð- ina snertir í heild, verðum við líka að bugsa um, hvers konar lífi við viljum lifa innan veggja heimilis okkar. „Ég kom frá dásamlegu heimili, þar sem ríkti falýja og velvild og gestir voru raun- verulega velkomnir. Oll fjölskyldan fór í sumar- leyfisferðir saman. Og það var alltaf til svolítill varasjóður í kökudós uppi í skáp, sem hægt var að eyða í ýmislegt skemmtilegt, svo sem tóm- stundastörf og ýmislegt, sem verða mátti til bæði gagns og ánægju,“ segir ung eiginkona. „Við hjónin viljum bæði, að okkar fjölskylda lifi sams konar lífi. Og þess vegna ætlum við að nota þá fjármuni sem við höfum til ráðstöfunar, handa þeim tveim börnum, sem við eigum nú þegar, heldur en að reyna að láta þá duga handa mörg- um börnum.“ Onnur kona ihefur þetta að segja: „Þegar ég var barn, þá 'hljóp ég eitthvað burt, þegar mér fannst mamma vera svo önnum kafin við yngri börnin, að hún hefði engan tíma né ást aflögu handa mér. Nú á ég tvær telpur, og ég er ekki viss um, að barn í viðbót mundi veita mér nægilegan tíma til þess að veita telpunum mínum tveim það tilfinningalega öryggi og hvetjandi og vekjandi umhverfi, sem ég vil, að þær njóti.“ Of mörg börn geta líka lagt þunga byrði á herðar eiginmannsins. „Því miður uppgötvaði ég þetta ekki fyrr en um seinan,“ segir ein ung móðir. „Þó að ég elski yngsta barnið eins mikið og hin, þá kvelst ég við að sjá, hvað eiginmaöur- inn minn verður að leggja á sig. Hann vinnur að deginum og svo hefur hann annað starf á kvöld- in og vinnur svo eftirvinnu á laugardögum til þess að geta séð fyrir okkur öllum. Hann sefur hvenær sem hann er heima. Og það var einmitt í ár, sem hann hafði vonazt til að geta farið á námskeið í kvöldskóla og lært þar greinar, sem gætu gert honum mögulegt að fá hetra starf. Það er gagnlaust að tala um gæði fjölskyldulífs okk- ar. Við 'höfum jafnvel ekki neitt fjölskyldulíf.“ Að lokum skyldum við íhuga eitt atriði, sem hefur nú stöðugt vaxandi þýðingu: Eftir því sem dregur nær lokum þessa áratugs, nálgast konur HEIMILI OG SKOLI 95

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.