Sindur - 01.12.1941, Side 3

Sindur - 01.12.1941, Side 3
JÓN BJÖRNSSON: ÁVA R P Ef til vill ríkir sú skoðun manna á meðal, að það sé nú að bera í bakkafullan lækinn að fara að gefa út nýtt blað. Þetta er að mörgu leyti rétt. Mörg blöð og tímarit hafa hvorki fróðleik né málsnilld til brunns að bera. Þetta litla blað, sem nú hefur göngu sína, á ekki að verða málgagn neinnar pólitískrar stéttar eða vettvangur mann- skemmandi sleggjudóma og rifrildis. Það á að flytja þankabrot uppvaxandi iðnað- armanna um ýmislegt, til gagns fyrir þá sjálfa, og sem kynni að geta orðið til skemmtunar fyrir lesendur. Aðaltilgang- ur blaðsins er sá, að ungir menn, sem koma til með að eiga hlutdeild í og bera ábyrgð á komandi tímum, æfi sig í að birta hugleiðingar sínar um hin ýmsu eini, og á þann hátt fái leikni í meðferð móðurmálsins og þar af leiðandi verði hæfari til að taka við þeim hlutverkumi er þeim síðar verða fengin. Það er von mín, að Iðnskólanemendur verði áhugasamir við útgáfuna, leggi höf- uð sitt í bleyti og semji sem allra beztar og vandaðastar ritgerðir að efni og frá-t: gangi. Það er fyrst og fremst skilyrði til þess, að tilgangurinn náist. Það er einnig von mín, að væntanlegir lesendur verði ekki of kröfuharðir, taki það með í reikm inginn, að unglingar, með öllu óvanir rit- störfum, geta ekki náð eins föstum tökum á viðfangsefnunum sem þroskaðir menn. En fyrst er að brjóta ísinn og reyna, síð- an má vænta árangurs. ByggjiMTi samskóla Akureyrar 1942 Einu sinni voru karl og keriing í koti. Þau áttu sér 3 börn, syni eða dætur. Tvö hin elztu voru alin upp við eftirlæti, en hið yngsta var olnbogabarn, vann verstu verkin, gekk í tötrum og svaf í öskustónni. En þegar tímar liðu, óx og dafnaði ung- lingurinn í öskustónni að manndómi og þroska, svo að hann sprengdi af sér fjötr- ána og gekk út í lífið sem fullgildur þjóð- félagsþegn. Þessi alkunna þjóðsaga gæti átt við Iðnskóla Akureyrar. Hann hefur frá upp- hafi verið olnbogabarn þjóðfélagsins og jafnvel bæjarfélagsins. Hann byrjar með örfáa nemendur, er stöðugt á hrakhólum með húsnæði, þar til Iðnaðarmannafélag Akureyrar byggir skólahúsið 1928. Þá fyrst fer skólinn að njóta sín að nokkru. Þá fyrst fær hann tækifæri til að sýna, hvers má vænta af þessari skólastofnun. Upp frá því stækkar skólinn ár frá ári. í vetur telur hann 106 nemendur. Með auk- inni námsskrá og meiri sundurgreiningu kennslunnar er nú svo komið, að skólinn hefur þegar sprengt þann stakk, sem hon- um var skorinn 1928 með byggingu nú- verandi skólahúss. Nú í vetur hefur hann orðið að flytja kennsluna að nokkru leyti í annað húsnæði. í þessu sambandi verður að geta þess* að Iðnskólinn hefur ekki verið einn um húsnæði sitt. Haustið 1930 er Gagnfræða- skóli Akureyrar stofnaður. Hann var þá húsnæðislaus og var það ráð tekið, að hann leigði húsnæði Iðnskólans að degin- um. Hefur svo jafnan verið síðan. En á S I N D U R 3

x

Sindur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sindur
https://timarit.is/publication/1883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.