Sindur - 01.12.1941, Side 5

Sindur - 01.12.1941, Side 5
Iðnaðarmenn Iðnaðar- eru menn arfþegar drottni frá, er hann skóp allt í senn upphæðir, lönd og sjá. Gaf þeim og gefur enn göfgandi framtaksþrá. Þeir hita við hjartans yl hugmynda deiglurnar. lagfæra og laða til lífvana myndirnar, unz verða á öllu skil orðin sem glöggust þar. Eínið fá hrjúft í hönd handleika litla tíð, dauða þess bresta bönd, birtast þar myndir lýð. Skapast við haga hönd hreinustu dvergasmíð. Sindri ykkur sjálfum frá sannleikur, trú og dyggð, af sérhverri sindr'i brá sviklaus við starfið tryggð. Sindra ykkar orðstír á út yfir heimsins byggð. G. S. Helgi Hóseasson: Ekki að ýfa! Til þess að ýfa’ ekki annarra lund, því oft er svo skammt milli kota, mállausan smala og hljóðlausan hund, helzt ættu hændur að nota. G Þegar menn geta ekki lengur þolað, að hundur nágrannans gelti, þarf ekki að spyrja að því, hvað verða mundi, ef ná- granninn sjálfur gæfi hljóð frá sér. Það er eftirtektarvert, að óánægju vek- ur stundum, ef einhver segir afdráttar- laust, það sem hann á við, jafnvel þó ekki sé hægt að mótmæla því með rökum. Hvers vegna er því ekki tekið fegins hendi, að bent sé á veilu manns, manna eða þjóðfélags? Slíkt getur þó haft gott í för með sér. En að láta veiluna liggja í láginni og sýkja út frá sér, gerir ein- göngu bölvun. Þótt aðkallandi þörf sé á gagnrýni, finnst manntegund, sem hefir hvöt hjá sér til mótmæla. Jafnvel þó afsönnun verði ekki við komið, lætur hún ekki staðar numið, heldur þveitir upp mold- viðri aukaatrða og þvættings. Þó slíkir undanhaldsmenn berji skítugu skottinu framan í fólk, hlustar það oft og tíðum samt á þá og — trúir. Það vilja- og kæringarleysi er skilgetið afkvæmi villingadýrkunar, sem víst má telja almenna. Hún lýsir sér greinilega í tvennu, sem sé í árangri eiturlyfjaunn- enda gegn skilningi á skaðsemi eiturlyfja, og því innræti, að setja vitskerta menn skör hærra en heilvita. Það þarf ekki að leggja hlustirnar við til að heyra viðkvæðin, þegar fullur mað- ur er með barsmíð og gauragangi að spilla skemmtun: „Ó, ekki að andæfa honum, því að hann er kenndur“. „Það SJNDUR 5

x

Sindur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sindur
https://timarit.is/publication/1883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.