Læknaneminn - 23.04.1940, Blaðsíða 9

Læknaneminn - 23.04.1940, Blaðsíða 9
INNGANGUR í vetur var hafinn undirbúningur að ljósprentun „Læknanemans”, þótt hugmynd um slíkt eigi sér nokkru lengri sögu. Flestir eldri árgangar blaðsins eru löngu þrotnir og fá eintök til af hinum, en margir hafa sýnt áhuga á að eignast blaðið í heild. Að lok- inni nánari athugun á væntanlegum kostnaði og sölumöguleikum ákvað ritnefnd að láta ljósprenta fyrstu 18 árganga blaðsins. Með hliðsjón af kostn- aði verður að játa, að hér er alldjarflega teflt, en þó ekki, ef allir eða flestir læknanemar kaupa strax ritið auk þeirra lækna, sem þegar hafa heitið stuðningi sínum. Eins og sjá má, var sú leið valin að sleppa auglýs- ingum eftir megni, þar eð kostnaðarverð hefði annars hækkað verulega. Vegna tæknilegra örðug- leika hagaði þó sums staðar þannig til, að um tvennt var að velja: að hafa auða blaðsíðu eða auglýsingu. Fannst ritnefnd síðari kosturinn betri, en reyndi að haga svo til, að sama auglýsingin kæmi ekki of oft fyrir. Vafalaust má deila um, hvernig til hefur tek- izt, en við vonum, að menn taki viljann fyrir verkið og megi hafa nokkra ánægju og gagn af þessari út- gáfu. Ritnefnd „Læknanemans” i967-’68.

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.