Sumardagurinn fyrsti - 01.06.1978, Page 4
" í framhaldi af samþykkt borgarstjórnar frá lþ. júlí 1976 um breytt
fyrirkomulag stjórnunar dagvistarstofnana í eigu Reykjavíkurborgar
gera. undirritaðir, borgarstjórinn í Reykjavík f.h. Reykjavíkurborgar
og stjórn Barnavinafólagsins Sumargjafar f.h. félagsins með ser svofellt
samkomulag:
1. gr.
Reykjavíkurborg tekur við rekstri dagvistarstofnana í eigu Reykjavíkur-
borgar af Barnavinafólaginu Sumargjöf frá og með 1. janúar 1973 og falla
þá úr gildi allir samningar milli Reykjavíkurborgar og Barnavinafelagsins
Sumargjafar um rekstur Sumargjafar á dagvistarstofnunum í eigu Reykja-
víkurborgar.
2. gr.
Reykjavíkurborg yfirtekur alla fjárhagsskuldbindingar Barnavinafelagsins
Sumargjafar varðandi rekstur þeirra dagvistarstofnana, sem Barnavina-
fólagið Sumargjöf hefur rekið, en munu nú færast yfir til Reykjavíkur-
borgar. Nær það jafnt til stofnana í eigu Reykjavíkurborgar sem til
annarra stofnana.
þ. gr.
Reykjavíkurborg yfirtekur skuldbindingar Barnavinafelagsins Sumargjafar
varðandi starfsfólk í samræmi við kjarasamninga við viðkomandi stettar-
felög, lög og reglugerðir.
4. gr.
Samkomulag er um skiptingu eigna, sem her greinir:
a) Barnavinafelagið Sumargjöf á Grænuborg, Steinahlíð og Hagaborg.
Búnaður, tæki og leikföng fylgja viðkomandi stofnunum.
b) Reykjavíkurborg á aðrar dagvistarstofnanir, sem Sumargjöf rekur,
nema Valhöll og Efrihlíð, sem eru reknar fyrir Fólagsstofnun stúd-
enta. Innbú og tæki og leikföng fylgja viðkomandi stofnunum.
c) Bókfærðar eignir framkvæmdasjóðs Barnavinafelagsins Sumargjafar eru
í eigu Sumargjafar.
d) Búnaður og tæki á skrifstofu, leikfangalager og aðrir lausafjármunir
skiptast samkvæmt hjálagðri skrá.
5. gr.
Barnavinafólagið Sumargjöf leigir Reykjavíkurborg skrifstofuhúsnæði að
Fornhaga 8 til þl. desember 1979* skv. serstökum samningi þar um.
6. gr.
Barnavinafólagið Sumargjöf leigir Reykjavíkurborg dagvistarstofnanirnar
Grænuborg, Steinahlíð og Hagaborg skv. serstökum samningi þar um.
7. gr.
Rísi mál út af samningi þessum, má reka það fyrir bæjarþingi Reykja-
víkur án undangenginnar sáttatilraunar fyrir sáttamönnum.
8. gr.
Samningur þessi er gerður í tveim samhljóða eintökum og heldur hvor
aðili sínu.
F.h. Barnavinafelagsins Sumargjafar. "
Bragi Kristjánsson.
F.h. Reykjavíkurborgar.
Birgir ísl. Gunnarsson.
4