Reykjanes - 01.05.1943, Side 1
Hernámið
Þeir, seni væntu þess á morgni
hernámsins, að Fjallkonan myndi
vakna af þúsund ára einangrunar-
svefni sínum með nokkrum tígu-
leik og mæta hinum óvæntu ör-
lögum með rólegri festu sjálfs-
virðingar og sjálfstrausts, hafa víst
flestir orðið fyrir vonbrigðum. Það
kom fljótt i ljós, að nokkurn liluta
þjóðarinnar, einkum æskuna,
skorti skilning á sögulegri og
menningarlegri arfleifð sinni, og
þeim skyldum, sem hvíldu á herð-
um hennar sem frjálsbornum arf-
taka. Jafnframt ])vi, sem fram-
koman i garð hinna útlendu gesta,
sem heimsviðburðirnir gerðu að
sambýlismönnum okkar, átti að
mótast af vinsemd og virðuleik,
bar okkur að vernda þjóðleg verð-
mæti okkar og tungu af fremsta
megni fyrir hinu óhjákvæmilega
flóði erlendra álirifa. Minnugir
þess, að þjóðin hafði skilað þjóð-
erninu og tunguni i liendur okkar,
þrátt fyrir þær ægilegu raunir
kúgunar, hungurs og náttúruógna,
sem hún varð að þola á vegferð
sinni um aldirnar, áttum við að
telja það helgustu skyldu okkar
að hregðast ekki, en standa vörð-
inn allir sem einn með óbifandi
festu. Við verðum að játa, að við
höfum ekki horið gæfu lil að
rækja þetta lilutverk sem okkur
bar. Sundrung og flokkadrættir
hafa einkennt allt opinbert líf um
langt skeið, allt of mikill hluti
æskunnar berst eins og rekald
með straumi erlendra áhrifa og
hollustunni við tunguna hefir
hrakað að mun.
Við erfðum móðurmálið án
fórna. Það var hamingja okkar að
hljóta slíka vöggugjöf, leysta úr
ánauðarfjötrum liðinna thna. Rftir
margi'a alda niðurlægingu var
ogtungan.
tuugan á ný húin að öðlazt töfra
sína og auðgi. Líf þjóðarinnar og
tungunnar liafði löngum verið
svo nátengt, að liöggin, sem riðu
yfir fólkið, skidlu eftir ör á mál-
inu. Dvínandi sjálfsvirðing og
metnaður á tímum kúgunar og
ógna, speglaðist í útlenzkuskotnu
og spiltlu málfari.
Ollum u nnendum tungunnar
var það kappsmál, að afmá örin,
sem enn voru sjáanleg og útrýma
verksúmmerkjunum eftir kúgun
og harðrétti liinna myrku alda.
Dönskuslettur voru gerðar útlæg-
ar. Það þótti ekki lengur „fínt“
að nota dönsku sem krydd i is-
lenzkar setningar og sletta henni
í tíma og ótíma.
Að visu gætti ávalli undantekn-
inga. í augum sumra liefir móður-
málið alltaf verið einskonar ættar-
gripur, sein raunar þótti skvlt að
umgangast með nokkurri virð-
ingu, til þess að brjóta ekki i bág
við almenningsálit, en um önnur
eða sterkari tengsl liefir ekki verið
að ræða. Aðrir hafa, sökum harna-
legs ósjálfstæðis eða hégóma-
girndar, ávaílt reynt að stæla
háttu útlendinga og þar á meðal
apa mál þeirra, þótt einatt væri
af veikum mætti gert. Það var
alltaf vitað, hvernig þetla fólk
myndi bregðast við vandamálum
hins nýja viðliorfs, en ]iað vai' ætíð
svo lítið brot þjóðarheildarinnar,
að afstaða þess skipti ekki miklu
máli.
Það, sem raunverulega skipti
máli var afstaða almennings, og
þá sérstaklega æskunnar. Aðal-
atriðið var það, hvort tryggðin við
þjóðernið og tunguna yrði sá
hrimbrjótur, sem liolskeflur hinna
erlendu áhrifa myndu brotna á,
eða hvort straumþunginn revndist
sá ofjarl, sein við fengjum ekki
rönd við reist.
—o—
Og hvert er þá gengi tungunnar
og hvað líður varðveizlu hennar,
eftir tæpra þriggja ára samhúð
við fjölmennt erlent setulið? Er
virðing okkar fyrir móðurmálinu
jafn einlæg og ræktarsemin gagn-
vart því eins mikil og fyrr? Eða
er kannske hinn gamli draugur
málspillingarinnar, sletturnar og
hin hégómlega eftiröpun, farin að
láta á sér bæra?
Áður en tilraun er gerð til þess
að svara þessum spurningum, er
rétt að taka fram til þess að fyrir-
byggja misskilning, að auðvitað
er æskilegt að sem flestir fái tæki-
færi til þes sað kynna sér útlend
tungumál og nema þau. Og það er
bein Iínis nauðsynlegt að þeir, sem
þurfa að hafa viðskipti við sam-
hýlismenn okkar, skilji mál þeirra
pg geti talað það. Hitt er annað,
að þetta málanám má ekki gerast
á kostnað íslenzkunnar þannig, að
hún sé afrækt eða henni spillt. Að
þessu eru þegar orðin nokkur
brögð. Enskukunnátta margrar
ungu stúlkunnar er blátt áfram
furðuleg, framburðurinn svo
örðulaus, að maður skyldi Iialda
að hún liefði dvalið langdvölum
erlendis. Auk góðra hæfileika,
lilýtur ]tað að kosta geysimikla
elju og ástundunarsemi að ná
slíkri leikni i útlendu máli, eink-
um þegar þess er gætt, að nám-
skeiðið mikla liefir ekki staðið
yfir nema tæp þrjú ár. Að hinu
leytinu virðist áhuginn fyrir móð-
urmálinu ekki vera neitt sérstak-
lega mikill, löngunin til þess að
læra meðferð þess og sigra hljóð-
villur og beygingaskekkjur engu
meiri en fyrr. í þessu tilfelli, eins
og reyndar fjölmörgum öðrum,
er sýnilegt, að meginræktin er
lögð við hina erlendu tungu, en
um móðurmálið er látið skeika að