Reykjanes - 01.05.1943, Síða 2
2
R E Y K J A N E S
Sjúkrahúsmálið
Rausnarleg gjöf.
sköpuðu. Og þó að þetta megi ef
til vill ekki teljast algikl regla, er
óneitanlega margt sem bendir til,
að hún komi víða heim.
Þá er það orðið talsvert algengt
að lieju’a enskuslettur í daglegu
tali við ýms tækifæri, sérstaklega
af vörum æskunnar. Margir heils-
ast á ensku, kastast á orðum á
íslenzk-enskublendingi og kveðjast
á ensku. Afneitun og misþyrming
málsins er orðið að meira eða
minna leyti daglegt brauð. Enda
þótt slíkt málfar sé ótvíræður ó-
menningarvottur, virðast allmarg-
ir telja sér það til álitsauka. Það
er gamla sagan, sem virðist vera
að endurtaka sig, aðeins í nýrri út-
gáfu.
Um eitt skeið í sögu þjóðarinn-
ar var sú tízka rikjand að tala ann-
að erlent mál í íslenzlcu stað; það
var á tímum hinnar miklu niður-
lægingar, þegar þjóðin var orðin
svo magnþrota, að hún var að þvi
komin að gefast upp og láta bugast
fyrir ofurþunga þess, sem á hana
var lagt.
Hættan, sem nú steðjar að er sú,
að liin uppvaxandi kynslóð okkar
tíma, sem á við alit önnur og miklu
betri kjör að búa, gefist upp af
frjálsum vilja, óþreytt og óbuguð
— bregðist skyldu sinni, dáleidd
af áhrifamagni nýstárleikans.
Ef sú tízka yrði ofan á, að við
færum að telja tungu sambýlis-
manna okkar „fínni“ en móður-
málið, væri hrunsins skammt að
bíða, og þá kynni að fara svo áður
en varir að öðru meira vrði varp-
að útbyrðis — jafnvel því, sem við
teljum nú dýrmætast af öllu.
Ef þjóðin vill vera sjálfri sér
trú og menningararfi sínum, verð-
ur hún að sameinast í baráttunni
geng hverskonar málspillingu, af
hvaða rótum sem hún kann að vera
runnin og hvernig sem hún birt-
ist. I þessari baráttu verður æskan
að vera í fylkingarbrjósti. Hún
verður að skoða það sem dýrinæt
forréttindi að lifa á þeim tíma,
þegar skyldur hennar eru svo ó-
tvíræðar og svo mikið er undir
liðsinni hennar komið. Hún verð-
ur að gera sér ljóst, að málspilling
er hrörnunareinkenni, merki þess,
að siðferðisþróttur, sjálfsvirðing
og manndómur þjóðarinnar er að
Stjrón Rauðakross deildar
Keflavíkur er í þann veginn að
efna til samskota i væntanlega
sjúkrahúsbyggingu i Keflavík, og
hefir í því skyni lagt fram eftirfar-
andi ávarp, sem mun verða sent
um Keflavík.
Ávarp.
Eins og yður er kunnugt, var á
stofnfundi Rauðakrossdeildar
Keflavíkur ákveðið að beita sér
fyrir byggingu sjúkrahúss hér i
Keflavík strax og ástæður leyfðu,
og kosin sérstök nefnd í því skyni.
- Enda þótt málið sé aðeins
skammt á veg komið ennþá, er
styrkur úr rikissjóði tryggður, og
teikning og kostnaðaráætlun á-
samt staðarákvörðun mun verða
gerð i vor.
Það þarf ekki að færa nein sér-
stök rök fyrir brýnni nauðsyn
þessa aðkallandi máls, jafn aug-
Ijós og þau hljóta að vera hverjum
manni, en þess má þó geta, að
engir hljóta að finna jafn tilfinn-
anlega til vöntunar á sjúkrahúsi
og sjómenn og útgerðarmenn, sem
hundruðum saman stunda áhættu-
sama vinnu og verða oft að liggja
veikir, við mjög ófullnægjandi að-
búnað.
Það er ekki lengur vansalaust,
að jafn stórt framfarapláss og
lamast. Móðurmálið er hinn dýri
arfur, hin mikla röksemd fyrir lil-
veru okkar sem sjálfstæðrar þjóð-
ar. Það má aldrei gleymast. Hins
er og hollt að minnast, að uppi
hafa verið meiri og voldugri ríki
en við, þar sem menning stóð með
miklum blóma ,unz þau gerðust
sjálfum sér sundurþykk og hjuggu
i blindni á tengslin við arf fortíð-
arinnar. Þessi ríki eru nú ekki
lengur til nema sem viðfangsefni
fræðimanna, sem leggja stund á
að rannsaka líf og sögu þjóðajina,
sem týndust. Sp.
Keflavík er, fylgist ekki með sjálf-
sögðum kröfum tímans í þessu
efni, eins og önnur ldiðstæð kaup-
tún. En til þess að hrinda þessu
í framkvæmd, þarf sameiginlegt
átak allra, sem einhvers eru meg-
andi, og eru það því tilmæli vor
lil yðar, að þér styðjið þetta nauð-
synjamál með fjárframlagi eftir
efnum \’ða r og ástæðum.
Það skal tekið fram, að til að
standast fyrirsjáanlegan mikinn
stofnkostnað, munu fleiri fjáröfl-
unarleiðir verða farnar, en til þess
er ætlasl þegar sjúkrahúsið er
komið upp, að viðkomandi hrepps-
félög og sýslan annist rekstur
þess.
Yirðingarfyllst
Stjórn
Rauðakrossdeildar Keflavíkur
og sjúkrahússnefnd.
Þann 1. maí barst formanní
Rauðakrossins bréf frá þeim hjón-
unum Bjarnfríði Sigurðardóttur
og Jóhanni Guðnasyni, Vatnsnesi,
ásamt 10 þúsund króna peninga-
ávísun, sem þau gefa til bygging-
ar eins herbergis í væntaiélegu
sjúkrahúsi, til minningar um for-
eldra sína.
Fyrir þessa stórhöfðinglegu
gjöf vottar stjórn Rauðakrossins
og byggingarnefnd þessum heið-
urshjónum silt innilegasta þakk-
læti. — Með þessu hafa þau ekki
aðeins sýnt óvenjulega rausn,
hedlur líka með þvi að verða fyrst
til, gefið fagurt fordæmi lil eftir-
breytni, þótt í smærri stíl verði.
F. h. Rauðakrossdeildar
Keflavíkur.
Karl G. Magnússon.
Vel að orði komizt.
„Orðrómur á sveimi er aldrei
í vandræðum með lendingarstað.“
„Hún var í baðfötum, sem pöss-
uðu henni eins og sólbruni.“