Reykjanes - 01.07.1943, Síða 3
REYKJANES
3
hinum norðlægu og strjálbýlu
héruðum Kanada. Árið 1927 Yarð
þó úr hinu fyrirhugaða Atlants-
hafsflugi Byrds og Balchens. Þeir
flugu frá New York, við fjórða
mann, austur yfir Atlantshafið,
en svo slysalega vildi til að þeir
félgaar urðu að nauðlenda á
sjónum, örskammt frá strönd
Frakklands, eftir að hafa flogið
samfellt í 43 ldukkustundir. í tvö
ár, 1928—1930, var Balchen í
Suðuríshafinu með Byrd aðmírál
og mönnum hans. Á þessum ár-
um flaug hann yfir suðurpólinn.
Eftir komuna aftur til Ameríku,
hafði Balchen, meðal annars, það
hættulega starf með höndum að
reyna nýjar flugvélar fyrir Fokk-
er-verksmiðjurnar í Bandaríkjun-
um. Til slikra starfa eru ekki vald-
ir nema liugrökkustu menn og
þarf víst enginn að efast um þann
þátt i fari Bernt Balchen.
Árið 1932 hvarf hann aftur
heim til Noregs. í þetla sinn fór
hann í þeim erindum að festa
kaup á hentugu íshafsfari fyrir
þá Lincoln, Ellsworth og sir
Hubert Wilkens. í Noregi keypti
hann selveiðiskip, Fanefjord að
nafni, sem þeir Wilkins og Ells-
worth sigldu á til Suðurheim-
skautslanda. Balchen slóst með í
förina, sem stóð yfir árin 1933—
1935. Þar með hafði Balchen eytt
fjórum árum æfi sinnar í Suður-
íshafinu.
Fyrir utan ferðir Balcliens í
Norður- og Suðurísliafi liefir
hann ferðast býsna mikið um aðra
hluta heims, og yrði það of langt
mál að telja upp alla þá staði, sem
hann liefir gist, enda er hann
þekktastur fyrir skerf hann, sem
hann hefir lagt til íshafsrann-
sókna.
Balchen er lánsamur maður.
Hann hefir bjargað mannslífum
svo tugum skiptir, enda ávallt
boðinn og búinn að veita aðstoð
sína livenær sem þörf krefur.
Árið 1928 hjargaði hann þýzk-
um flugmönnum, sem orðið höfðu
að nauðlenda á Labrador, eftir að
þeir höfðu flogið yfir Atlantshaf.
Menn þessir voru von Höhnefeld
barón og félagar hans. Sjálfsagt
muna margir hér eftir þessu at-
viki. En giftusamlegast tókst þó
Balchen, er hann 1931 bjargaði
100 manns af 123, sem voru á
skipinu „Viking“ frá St. John á
Nýfundnalandi. Skip þetta fórst i
is, og má með sanni þakka Bal-
chen það einum, að þessi 100
mannslíf urðu ekki sjónum að
bráð. Loks má geta þess, að nú
fyrir skömmu sæmdi Bandaríkja-
stjórn Balchen heiðursmerki, fyrir
að hjarga lífi allmargra ameriskra
liðsforingja í Grænlandi. 1 öll þessi
skipti lag'ði Balchen lif sitt í beina
hættu til þess að forða öðrum frá
dauða.
Hvað snertir hermennsluiferil
Bernt Balchens, þá er hann ekki
iivað sízt blandinn hættum og æf-
intýrum, eins og aðrar athafnir
lians. Sem unglingur barðist hann
með Finnum 1917 -1918 og sem
þaulreyndur flugmaður barðist
hann aftur með Finnum 1939. Nú
berst hann enn — og í þetta sinn
berst hann til þess að frelsa föður-
land sitt og aðrar undirokaðar
þjóðir úr fjötrum kúgunar og nið-
urlægingar.
Bernt Balchen hefir varið mest-
uni hluta æfi sinnar í þágu flug-
tækninnar og skömmu áður en
stríðið skall á í Noregi, fór hann
til Ameríku, á vegum norska
fíugfélagsins, til þess að semja
við ameriska áhrifamenn um
samvinnu hvað snerti flugsam-
göngur milli Norðurlanda og
Ameríku. En eins og gefur að
skilja, liggja allar slíkar ráða-
gerðir niðri meðan stríðið stendur.
„Þegar stríðinu er lokið,“ sagði
Balchen, „verður þessum sam-
göngum komið á og þá verður ís-
land þýðingarmikill þáttur i þessu
væntanlega samgögukerfi.“
Bernt Balchen ofursti, er eins
og hann kom mér fyrir sjónir
og eftir að hafa kynnt mér lífs-
feril hans nánar, sönn ímynd karl-
mennskunnar, og ef Noregur ætti
marga syni sem þennan mæta
mann, get eg vart ímyndað mér,
að dagar ófrelsisins i heimalandi
hans yrði margir framundan.
Einar Ólafsson.
Blaðið vill vekja athygli lesenda
sinna á því, að hjá héraðslæknin-
um i Keflavik er á hverjum mánu-
degi starfandi tannsmiður frá
Reykjavik.
í aprílhlaði „Faxa“ er minnst á
nauðsyn girðinga umhverfis tjarn-
ir Isfélags Keflavíkur h.f. Greinar-
höfundar, sem þykjast vera marg-
ir, komu ekki auga á aðra ástæðu
fyrir þvi, að girðingar þessar voru
ekki í lagi, en skort á sómatilfinn-
ingu þeirra, sem sjá um fram-
kvæmdir fyrir félagið.
Kunnugir menn, sem opin liafa
augun, vita aftur á móti, að tjarn-
ir þessar liafa hvað eftir annað
verið vel og vandlega girtar, en
girðingarnar svo að segja jafn
harðan verið níddar niður og
stólpar brotnir.
Það hefir til skamms tima verið
háttur sumra bifreiðarstj óra, að
koma þangað og þvo vagna sína.
Fjöída margir hafa sótt þangað
vatn til húsbygginga og annarra
þarfa, eftir því sem þeir hafa talið
sér haganlegast. Af þessari notkun
hafa girðingarnar skemmst mest,
mismunandi mikið i hvert sinn,
eftir því hverjir mennirnir hafa
verið.
Flest af þessari notkun hefir átt
sér stað í algerðu heimildarleysi.
Síðan ég varð framkvæmdastjóri
félagsins hefir enginn íslendingur
beðið leyfis til þessara afnota,
heldur gengið þar uin eins og um
hans eigin eign væri að ræða. Aft-
ur á móti töldu setuliðsmennirnir
sjálfsagða kurteisi að biðja leyfis,
þegar þeim fannst sér haganlegt
að fá þaðan vátn, sem kom nokkr-
um sinnum fyrir fyrst eftir að
þeir komu hingað.
Það er ekki ósjaldan að maður
sér fullorðið fólk ráðast hér á
girðingar og vaða yfir lóðir manna
og lendur, og nærri að segja sama
hvort sumar er eða vetur. Það má
því gera ráð fyrir, að þeir hinir
sömu séu ekki umvöndunarsamir
við börn eða unglinga, þó þeir feti
í þeirra fótspor. Túneigendum ber
vel saman um það, að leikur einn
sé að girða fyrir skepnurnar, og
skemmdir á girðingum séu meiri
af mannavöldum en þeirra. Þetta
eru nú i rauninni ekki lofsamleg
ummæli, en það verður að segja
hverja sögu, eins og liún gengur.
Það er þvi siður en svo að girð-
ingaleysið um tjarnir Ísfélagsins
stafi af skorti á sómatilfinningu.