Reykjanes - 01.07.1943, Side 4
4
R E Y K J A N E S
Sundmót fyrir Reykjanesbúa
í Sundlauginni í Keflavík.
Þann 22. ágúst n.k. fer frani, að
tilhlutan Ungmennafélags Kefla-
víkur, sundmót í sundlaug félags-
ins í Keflavík. Keppt verður í 50
m., 100 m., 200 m. og 500 m. sundi
frjáls aðferð. Ennfremur í stakka-
sundi og boðsundi. í 200 m. bringu-
sundi verður keppt um Thors-
bikarinn. Einnig verður keppt um
stakkasundsbikarinn og boðsunds-
skjöldinn.
Heimilt er hverjum þeim sem
á Reykjanesskaganum býr að taka
þátt í móti þessu, sem bæði er
Það stafar af skorti manna á virð-
ingu fyrir eigna og umráðarétti
nábúans yfir eignum sinum. Það
stafar af slcorti íslendingsins á þvi,
að virða nokkrar reglur, heldur
ana beint af augum eftir eigin geð-
þótla. Það stafar af skorti á um-
gengnismenningu yfirleitt, þrátt
fyrir allt gortið og gasprið um að
við stöndum öðrum þjóðum jafn-
fætis, eða jafnvel framar, i þvi
sem öðru.
En úr því að ég á annað borð
fór að minnast á þessi mál, þá er
rétt að víkja að umgengnismenn-
ingu islenzku bifreiðarstjóranna,
])vi það er öllum vitánlegt að hún
er mjög misjöfn. Það er ekki ó-
sjaldan að þeir aki liér um göturn-
ar með algerlega óleyfilegum
iiraða og ausi ryld og óþverra yf-
ir vegfarendur, án þess að láta sér
til liugar koma að hægja ferðina.
Þessir menn mættu gjarnan læra
dálítið af bifreiðarstjórum setu-
liðsins, sem yfirleitt eru miklu
kurteisari í akstri og fylgja betur
settum reglum um hraða, livort
heldur er innan bæjar eða úti á
þjóðvegunum.
G. G.
fyrir unglinga (stúlkur og drengi)
og fullorðna (konur og karla).
Þetta er frysta sundmót sem
boðað er til og allir Reykjanesbú-
ar hafa aðgang að, ættu sem flest-
ir, bæði einstaldingar og félög að
hagnýta sér það.
Nánar verður mótið auglýst
síðar.
Happdrætti
Rauðakrossdeildarinnar.
Nýlega var hafin sala happ-
drættismiða til ágóða fyrir sjúkra-
skýlissjóð Keflavíkur. Vinningur-
urinn er ný Dodge-bifreið af vönd-
uðustu gerð. Dregið verður þann
30. júlí. Söfnun Rauðakrossdeild-
arinnar nýtur almennra vinsælda
og liafa sjóðnum þegar borizt
rausnarlegar gjafir. Frá Vatnsnes-
hjónunum kr. 10.000.00, frá Kveld-
úlfi h.f. kr. 10.000.00 og Skúla
Hallssyni og Ásdísi Ágústsdóttur
kr. 3.000.00 til minningar um
dóttur þeirra.
Hjónaefni.
Nýlega liafa opinberað trúlofun
sína ungfrú Elín Qlafsdóttir, ís-
hússtíg' 5 og Marteinn Árnason
verrzlunarmaður, Hafnargötu 9,
Keflavik.
Nýtt hraðfrysíihús
tekur til starfa.
Föstudaginn 25. júní s. 1. tók
til starfa nýtt hraðfrysthús í
Keflavík. Frystihús þetta er eign
Hlutafélagsins Hraðfrystihús
Keflavíkur, en félag þetta eiga
nokkurir útgerðarmenn á staðn-
um. Forstjóri hússins er Stein-
grímur Árnason fyrverandi síldar-
kaupmaður.
Ilúsið er 840 ferm. að stærð,
byggt úr steini og er allt hið vand-
aðasta.
Frystiafköst eru nú 10 tonn af
flökum á sólarhring, en mögu-
leikar eru til að auka afköstin um
helming. Vinnusalur er 10x30
metrar, en geymsluklefar fyrir
450 til 500 tonn.
Qskar Halldórsson
varð fimmtugur 17. júní s. 1.
Hann er Suðurnesjamönnum að
góðu kunnur. Um nokkur ár bjó
Qskar í Keflavík. Á þeim árum
byggði hann hafskipabryggju
Keflavikur, sem er eina hafskipa-
hryggjan á Suðurnesjum. Á Qskar
fyllstu þakkir Suðurnesjamanna
skilið fyrir að hrinda því verki í
framkvæmd. Rlaðið árnar Qskari
alls hins bezta á þessm timamót-
um.
Skátadeild kvenna stofnuð.
Nýlega hefir verið stofnað kven-
skátafélag hér í Keflavik. Starfar
það sem deild úr skátafélaginu
„I4eiðabúar“. 26 stúlkur skipa
deildina og mun Helga Kristins-
dóttir verzlunarmær vera foringi
þeirra. Gunnar Þ. Þorsteinsson
deildarforingi mun sjá um allan
undirbúning undir nýliðapróf.
Ný saumastofa hefur
starfsemi sína.
Nýlega tók til starfa saumastofa
hér í Keflavík og hefir verzlun
verið opnuð í sambandi við hana.
Fyrirtækið er eign hlutafélags sem
nefnist Saumastofa Keflavíkur
h.f. Forstjóri fyrirtækisins er
Björn Pétursson í Keflavilc, en
Oddný Sigtryggsdóttir annast
stjórn saumastofunnar.
Síldveiðar við Norðurland.
Síldveiðibátar frá Keflavík,,
Garði og Sandgerði, sem herpi-
nótaveiðar stunda, eru nú allir
farnir norður. Frá Keflavik fóru
þessir bátar: Keflvíkingur, Björn
II, Guðný og Ingólfur.
Frá Garði og Sandgerði: Njiáll,
Arthur, Árni Árnason, Trausti og
Guðmundur Þórðarson.
Sala happdrættismiða
fyrir sjúkrahússjóðinn stendur
nú sem hæst. S. I. sunnudag fóru
nokkurir sjálfboðaliðar i söluferð
til R.vikur og seldu fyrir ca. 8.000
kr. Sérstakan dugnað í þeirri ferð
sýndi frú Þórunn Ólafsdóttir.
Framhald af greininni „í vík-
ing“, sem birt var upphaf af í síð-
asta blaði, verður að bíða næsta
blaðs.