Reykjanes - 01.07.1943, Page 6

Reykjanes - 01.07.1943, Page 6
6 R E Y K J A N E S æskilegan hátt, og tjáði mér, að öll útflutningsleyfi væru nú feng- in, önnur en sainþykki hermála- ráðuneytisins. Þótti ég nú mega treysta því að óskir manna i þessu máli mundu bráðlega rætast. Því miður hefir reyndin orðið önnur. Skömmu eftir að sendi- herrann var kominn til Washing- ton eftir dvöl sína á íslandi, barst mér svohlj. skeyti frá honum: „Því miður hafa möguleikarnir til útvegunar rafveituefnis stór- lega breyzt til hins lakara upp á síðkastið, þar sem allt, sem ekki er þegar hálfldárað mun verða bannað til innanlands notkunar og útflutnings. Þannig eru jafn- vel Ljósafoss, Laxá og Skeiðfoss í hættu, en ég hýst við ákveðnu svari núna i vikunni. Ég álít vonlaust um lausn ó öllum öðrum beiðnum, nema ef til vill á árinu 1944. Held samt áfram tilraun- um“. Næstu skilaboðin, sem hárust í málinu voru í símskeyti sendi- herrans dags. 11. febrúar síðast- liðinn, svohljóðandi: „Stríðsframleiðsluráðið liefir neitað leiðslum til Eyrarbakka, Reykjaness, Húsavíkur þar sem það geti aðeins samþykkt þær við- bætur við aflstöðvar, sem nauð- synlegar séu vegna liernaðaráætl- ana. Ráðið mundi ef til vill taka málið til nánari athugunar, ef við gætum fært frekari sannanir fyrir nauðsyn þessara leiðslna, sem að þeirra áliti kæmu aðeins að gagni fiski- og landbúnaðarplásum — stop. Með tilvísun til fyrra sím- skeytis símið hvað ríkisstjórnin hefir i liyggju. Tel vonlitið um lausn.“ Eg skal í þessu sambandi skýra frá því, að um það bil að eg i júli- mánuði síðastliðnum fól sendi- herranum að kaupa efni í Revkja- nesveituna, átti eg viðtal við her- stjórn Bandaríkjanna hér á landi og fór fram á, að þeir tækju þátt í kostnaði við rafveituna, þar eð eg taldi, að liún yrði þeim til hags- bóta. Þessari ósk minni var þó synjað, með þeim rökum, að her- liðið þyrfti ekki á henni að halda á þessu stigi málsins. Fór eg þá fram á, að herstjórnin sendi með- mæli til stríðsframleiðsluráðsins varðandi útflutningsleyfið á efn- inu. En einnig þessari málaleitan var synjað með sömu rökum. Gerðist nú ekkert i málinu á mínum vegum fvrr en fyrir rúm- um mánuði, að eg átti þátt í ráða- gerðum hreppsn. Keílavíkur um kaup á mótor, sem Jakob Gísla- son, forstöðumaður Rafmagns- eftirlitsins, taldi sig geta útvegað frá Bandarikjunum og liirði eg ekki að rekja það frekar. Skömmu siðar óskaði hreppsnefndin að nýj u að eiga tal við mig um málið. Þar sem eg' þá var rúmliggjandi, mætti Bjarni Benediktsson, borg- arstjóri, fyrir mína hönd og flutti málið á þeim fundi í samráði við mig. Voru þar einnig mættir for- menn annara stjórnmálaflokka. Varð það að samkomulagi, að hreppsnefndin skyldi fara á fund ríkisstjórnarinnar og tjá henni, að henni hefði nú borizt þau skilaboð frá Jakohi Gíslasyni, að hann teldi líklegt, ef fljótlega yrði við hrugð- ið, mætti auðnast að semja um kaup á efni í langlínu til Kefla- víkur. Slcyldi nú hreppsnefndin skora fastlega á ríkisstjórnina áð taka málið upp að nýju og festa tafarlaust kaup á efni. Jafnframt var hreppsnefndinni heimilað, af viðstöddum sjórnmálamönnum, að tilkynna ríkisstjórninni, að þeir mundu heita sér fvrir því, að þingið léði málinu fylgi, þegar í stað, er það kæmi saman. Fór nú hreppsnefndin á fund ríkisstjórn- arinnar, sem mun hafa heitið að síma sendiheranum um málið. Sjálfur leyfði eg mér svo að síma sendiherranum þann 10. júní síð- astliðinn, svohljóðandi: „Með tilvisun til slceytis Jakobs Gíslasonar til Rafmagnseftirlits- ins, varðandi Ianglínuna til Kefla- víkur, gerið svo vel að síma yðar álit um horfurnar. Mér er tilkynnt, að ríkisstjórnin hafi lofað að síma yður um málið — stop. Persónu- lega væri eg' mjög þakklátur, ef þér vilduð gera svo vel og greiða fyrir málinu á alla lund — stop. Er vongóður um stuðning allra stjórnmálaflokka er kemur til kasta Alþingis.h Þessu skeyti svaraði sendiherr- ann fáum dögum síðar, svohljóð- andi: „Hefi fengið skeyti frá stjórn- inni varðandi Keflavíkurlínuna, en þar sem Reykjaneslínunni var neitað, þegar ríkisstjórn yðar lagði jafn mikla áherzlu á liana og raun bar vitni um hefi eg litlar vonir. Samt sem áður er eg að vinna að málinu.í1 Það síðasla, sem gertzt hefir í málinu á mínum vegum eru sam- töl, er eg átti við hr. lögreglustjór- ann í Keflavík og hr. rafmagns- stjórann þar á staðnum. Varð það að ráði okkar á milli, að hrepps- nefndin eða lögreglustjórinn mundu þá þegar skrifa ríkisstjórn- inni, og vekja athygli hennar á því, að Jakob Gíslason teldi líkur fyrir, að hægt yrði að festa kaup á og fá útflutningsleyfi á efni í langlínuna til Keflavíkur, ef snöggt yrði við brugðið. Af þessu mætti hinsvegar draga þá ályktun, að ef ekki yrði snögglega viðbrugðið, myndi vonlaust um framgang málsins. Skoraði síðan hrepps- nefndin á ríkisstjórnina, að halda fast við gerðir ríkisstjórnar minn- ar í málinu og kaupa tafarlaust umrætt efni. Eg liefi þá rakið í höfuðdráttum afskipti mín af þessu mikla vel- ferðarmáli Suðurnesjabúa. Eg þarf ekki að geta þess, að eg hefi margoft, bæði bréflega og munn- lega, tjáð sendiherranum, hversu mikla áherzlu eg legg á þetta mál. Veit eg að sönnu, að þess er engin þörf, en hefi þó eðli málsins sam- kvæmt, vikið að því síðast nú al- veg nýverið i bréfi, sem eg skrif- aði honurn nýlega, en þar komst eg meðal annars þannig' að orði: „Eg endurtek, það sem eg svo oft áður liefi sagt þér, hversu mjög það mundi gleðja mig, ef raf- magnið gæti orðið flutl inn á livert heimili, bæði á Suðurnesjum og í Kjósarsýslu. Þetta er allra mesta áhuga- og nytjamál fólksins, jafnt karla sem kvenna, jafnt inni á heimilunum sem i atvinnurekstr- inum.“ Eg lýk þessari stuttu skýrslu með því að segja héraðsbúum það, sem eg vona að þeir einnig viti sjálfir, að eg mun ekkert láta undir höfuð leggjast, sem í mínu valdi stendur, til að greiða götu þessa máls og aldrei una hlutskipt- inu, fyrr en það er komið i fram- kvæmd. Ólafur Thors.

x

Reykjanes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.