Reykjanes - 01.05.1966, Side 2

Reykjanes - 01.05.1966, Side 2
2 REYKJANES Maí 1966 Verklegar Iramkvæmdir Keflavíkurbæjar aldrei meiri en á sfðasta tímabili Gatnagerð Gatnagerðin hefur verið eitt mesta átak verklegra fram- kvæmda á síðasta kjörtíma- bili og hefur nú unnist það vel á að fullbúnar götur fylgja eftir hinum öru byggingum í bænum. Áður fyrr kom það oft fyrir að húsin voru byggð við ófullgerðar götur, — sem hvorki vatns- eða skolplagnir voru komnar í og oft borið malarlag yfir mold og mjúk- an jarðveg, til að gera götur aksturshæfar. Á undanförnum árum hef- ur verið horfið frá þeim vinnubrögðum og götur nú fullunnar og undirbyggðar fyrir malbik eða annað var- anlegt slitlag og hæfilega sver vatns- og skolpleiðslur lagðar í, svo nú er hægt að ganga beint til verks með lagningu slitlags án þess að skipta um jarðveg og grjót- fylla göturnar. Þessi vinnuað- ferð við gatnagerðin er til mikilla bóta og mjög skyn- samlega gert enda þótt kostn- aður sé í fyrstu talsvert mik- ið meiri, sem eðlilegt er. Með þessu móti sparast samt mik- ið í framtíðinni, því að allur tvíverknaður er dýr og götur, sem liggja á moldar undirlagi eru oftast ófærar til umferðar og viðhaldskostnaður mikill. Búið er nú að undirbyggja á þennan hátt 3000 metra af götum, og eru það þessar göt- ur: Langholt, Háaleiti, Víkur- braut, Hringbraut til beggja enda, Bryggjuvegur, Faxa- braut efri hluti 780 metrar, Krossholt, Þverholt, Baug- holt, Blikabraut, Sunnubraut, Njarðargata og Hrauntún. — Nú eru þessar götur tilbúnar undir malbik og eins ef olíu- mölin reynist vel, þá gæti það verið heppilegt slitlag á þær götur, sem ekki bera mikla þungaumferð. Olíumölin mun aðeins vera % verðs, miðað við malbik. Lagning margra þessara gatna hefur orðið æði kostnaðarsöm, því víða hefur þurft að sprengja gegn- um kletta fyrir ræsunum og fjarlægja þúsundir bílhlassa af mold og lausagrjóti — en þegar búið er að moka yfir og slétta götuna, þá vill það henda, að bæjarbúar gleymi öllum þeim milljónum, sem í þessi miklu verk hafa farið, og spyrja meðal annars hvað verði um útsvörin. Eins og öllum er kunnugt þá eru ekki innheimt gatnagerðargjöld í Keflavík, sem nema í öðrum bæjum tugum þúsunda á farið mjög batnandi undan- hvert hús, — og hefur þar farið, nú er í ráði að kaupa reynst mörgum erfiður baggi sérstaka kantsteina steypu- í upphafi byggingar. vél, sem getur lagt kantana á Margir kíiómetrar hafa verið lagðir af gangstéttum Gangstéttir Fyrir síðasta kjörtímabil, er Sjálfstæðisflokkurinn hafði hreinan meirihluta var búið að leggja allmikið af gang- stéttum, t. d. við Hafnargötu beggja megin og talsvert við Hringbraut. Lagningu gang- stétta hefur á liðnu kjörtíma- bili verið haldið áfram og vel unnist á, því lagðir hafa ver- ið meira en 3000 metrar af nýjum gangstéttum og er það verk nú aftur hafið að nýju eftir vetrarhlé og með áfram- haldandi forystu Sjálfstæðis- manna verður lagningu gang- stétta haldið áfram í auknum mæli. Áformað er að leggja gangstéttir við undirbúnar götur, þó að varanlegt slitlag sé ekki komið á göturnar. Vinnubrögð við lagningu gangstétta, sem og annarra verklegar framkvæmdir hafa öruggari og betri hátt en unnt hefur verið áður. Ellert Ei- ríksson, aðalverkstjóri bæjar- ins fór í náms- og kynnisferð ti! Bandaríkjanna, viðvíkjandi gatnagerð og lærði þar margt sem okkur getur — og er að koma til nota. Þar eru háþróuðustu vinnu- brögð á þessu sviði og er því gott fyrir okkur að flytja eitt- hvað af þeirri þekkingu hing- að heim. FYRIR YAXANDI FRAMFARIR í KEFLAYÍKURBÆ '=^£3S Skipt um jarðveg í Þverholti

x

Reykjanes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.