Reykjanes - 01.05.1966, Síða 3

Reykjanes - 01.05.1966, Síða 3
Maí 1966 REYKJANES 3 Vatnsveitan Áður fyrr lá vatnsveitan að- eins niður Tjarnargötu og varð að veita öllum bænum frá þeirri einu æð, en nú hef- ur verið skipt inn á 3 æðar, sem liggja til suðurs og norð- urs og eiga í framtíðinni að þjóna þessum nýju lögnum, þar sem vatnsskortur hefur verið öðru hverju, en úr hefur nú verið bætt með því að leggja nýja leiðslu niður Faxabraut og um Máfabraut og Njarðargötu niður Vatns- nes og einnig hefur norður- hverfi bæjarins fengið nýja vatnsleiðslu, sem tekur yfir norðurbæinn og gamla bæinn. Þrýstikerfi hefur verið komið fyrir á þessar leiðslur, svo nú má vænta meira vatns á þess- ar leiðslur í framtíðinni. Gerðar hafa verið 2 nýjar borholur og settar í þær djúp- vatnsdælur og yfirborðsdæl- ur, auk hins nýja þrýstikerfis, svo nú standa vonir til að allur bærinn hafi nægilegt vatn, sem oft hefur hingað til viljað skorta nokkuð á. Það er eins og oft áður að þessar kostnaðarsömu fram- kvæmdir veit almenningur lítið um, en að þeim, fremur um allan bœinn öðrum, hafa fulltrúar Sjálf- stæðisfiokksins staðið að, og munu svo gera í framtíðinni, þegar þeim hefur verið veitt aðstaða til að fara með bæj- armálin eftir kosningar. Vatnsveita Keflavíkur er að mörgu öðru leiti athyglis- verð. Á 30 metra dýpi náum við hinu ágætasta vatni og höfum 700 tonna vatnsgeymi, sem er að vísu ekki nema dags forði, ef rafmagn bilar, en þá er svo vel fyrir séð að Dísil- rafstöð tekur við og tryggir rafstraum á allar dælur. Þessi stöð var að vísu keypt og sett upp á fyrra kjörtímabili, en þrátt fyrir það í sínu fulla gildi. Sjóveitan hefur verið end- urbætt mjög mikið, settar þar nýjar dælur og svo gengið frá að sjóveitan þjónar nú vel sínu hlutverki. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa staðið vel að þessum verkum í bæj- arstjórn og munu svo gera í framtíðinni — eftir að hafa fengið umboð kjósenda til þess, sem vafalaust verður að loknum kosningum. Vélabúnaður bæjarins Vélakostur bæjarins hefur að undanförnu farið heldur minnkandi, því seld hafa ver- ið gömul tæki, sem voru orð- in mjög viðhaldsrík og svör- uðu ekki þeim kröfum sem til þeirra þurfti að gera, og má telja, að þar hafi skynsam- lega verið að farið. öll þau tæki sem nú eru til í þjónustu bæjarins eru ný og vel úr garði ger. Einum af gömlu bílunum var breytt í sorp- hreinsunarbíl, sem síst var vanþörf á og er nú sorphreins- un komin í sæmilegt horf, þó kvartað sé öðru hvoru eins og alltaf getur hent. 2 flutn- ingabílar, kranabíll og verk- stjórabíll eru nú í notkun, auk þess loftþjappa og veghefill, fyrir utan önnur smærri tæki til daglegra nota. Gömlu vél- arnar úr Pípugerðinni hafa verið seldar og aðrar nýjar fengar í staðinn, sem vinna hraðar og betur en áður var. Pípugerðin hefur fullnægt skolpleiðsluþörf Keflavíkur og nágrennis og heldur því á- fram í vaxandi mæli, einnig eru þar framleiddar allar þær gangstéttarhellur sem bærinn þarf að nota og einnig selt út úr bænum til þeirra sem þessa framleiðslu vantar. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur stutt að þessum málum öllum og ver- ið sammála endurnýjun og endurbyggingu á vinnutækj- um bæjarins. — 1 ráði er nú einnig að kaupa nýjan götu- sópara, sem vinnur margra manna verk, og full nauðsyn er að fá eftir því sem gang- stéttar og malbikaðar götur lengjast. Vélaverkstæði bæjarins var á sínum tíma flutt úr Pípu- gerðinni og keyptar fyrir það tvær stórar skemmur upp við flugvallarveg, — er þar bæði rýmra og betra pláss en áður var og eru þar ailar viðgerð- ir og viðhald bæjartækja með afbrigðum vel af hendi leyst. Ýmsar nýbyggingar eru þar einnig af hendi leystar og hafa þær verið til sóma í hví- vetna. íþróttamálin Á undanförnum árum hefur verið vel unnið að bættri að- stöðu íþróttamann í Keflavík. Nú er í uppbyggingu eitt hið glæsilegasta íþróttamannvirki á landinu, þó að vísu eigi það ennþá langt í land. íþrótta- svæðið sjáift er nú orðið inní miðjum bæ, þó það hafi á sínum tíma verið staðsett fyr- ir utan bæinn, eins og þá var sagt. Malarvöllurinn var á fyrra ári allur rifinn upp og lögð í hann frárennsli og nið- urföll fyrir yfirborðsvatn, einnig voru lögð á völlinn sjálfan mörg lög af sérstöku efni, eftir fyrirsögn sérfróðra manna á því sviði. Nú má telja að malarvöllurinn sem slíkur sé mjög vel við unandi og ekki verri en það sem bezt gerist annarsstaðar á landinu. Grasvöllurinn var lagður í fyrra sumar, en það tekur sinn tíma að ná þar haldgóð- um gróðri. Lítilsháttar er haf- in bygging í kringum völlinn og byrjað að forma hlaupa- brautirnar, en mikið verk er þar eftir ennþá. Bærinn hefur til þessa tima varið 4,8 millj- ónum til þessara mála, en þar er ekki meðtalið búningshús- ið, sem byggt var fyrir íþrótta rnennina. Framlög bæjarfélagsins til íþróttamálanna, bæði á þessu sviði og öðrum, hafa borið góðan árangur og orðið Kefla- vík til sóma. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð staðið vel að íþrótta- málunum og komið mörgu góðu þar til leiðar — svo mun einnig verða gert í framtíð- inni, því að æskulýðurinn og unga fólkið er undirstaða Sjálfstæðisflokksins og fram- tíð okkar unga bæjar. Sjálfstæðisflokkurinn einn hefur ungu liði skipað á sinn lista, svo eftir komandi kosn- ingar verður ekki dregið úr störfum fyrir íþróttirnar eða annað sem yngri kynslóðinni til heilla horfir. Nýju vatnsleiSslurnar teygja sig VararafstöSin fyrir vatnsveituna

x

Reykjanes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.