Reykjanes - 01.05.1966, Side 4
4
REYKJANES
Maí 1966
Vaxandi menning í
vaxandi bæ
Sesselja Magnúsdóttir:
Enn á ný stöndum við frammi
fyrir skyldu okkar, sem þegn-
ar í lýðfrjálsu landi, en það er
ao ganga að kjörborðinu og
þakka eða hafna því, sem gert
hefur verið á síðastliðnum 4
árum, það hefur þótt góður
siður — meðal fólks að nema
staðar á áföngum, litast um
, horfa yfir farinn veg, læra af
reynslu síðasta áfanga og efla
kjark og dug til þess næsta
með því að nema af atburð-
um liðinnar ferðar.
Þau mál, sem ég hefi haft
einna mest afskipti af eru þau
sem falla myndu undir mann-
úðar- og menningarmál, og
vildi ég hér á eftir gera þeim
nokkur skil. Það er þá fyrst
til að taka æskulýðsmálin, —
sem ofarlega hafa verið á
baugi, enda mun að hlúa að
ungviðinu síðar skapa vöxt-
inn, til hagsældar fyrir byggð-
ar lag og land vort. Á vegum
Sjálfstæðisflokksins var í síð-
asta kjörtímabili lokið við að
fullbúa æskulýðsheimili að
Austurgötu 13, það er glæsi-
legt og gott hús og vel búið til
þeirrar starfsemi, sem þar fer
fram.
Eftirfarandi starfsemi hef-
ur verið þar undanfarið: Tón-
listarskólinn er staðsettur á
neðstu hæð hússins, og hefur
starfsemi skólans aldrei verið
meiri en nú, þar sem nemend-
ur hafa verið á 3 hundrað.
Má segja að starfsemi skól-
ans sé gildur þáttur í æsku-
lýðsmálum, þar sem veruleg-
ur hluti nemenda er æskufólk.
Formaður skólans frá upphaf i
hefur verið frú Vigdís Jak-
obsdóttir, og jafnframt hefur
hún verið í vetur skólastjóri í
fjarveru Ragnars Rjörnsson-
ar.
Þar hefur og Karlakórinn
samastað fyrir æfingar, einn-
ig báðar bindindisstúkurnar
fyrir sína starfsemi. En æsku-
lýðsstarfsemin sjálf hefur að
mestu leyiti farið fram á efri
hæð hússins, — og hefur sú
starfsemi farið ár vaxandi og
aldrei verið meiri en nú, þar
sem nú voru þátttakendur á
3. hundrað. Ber að þakka því
ágæt fólki sem starfað hefur
að þessum málum. Af reynslu
undangenginna ára er óhætt
að segja að starfsemin sjálf
hafi sannað nauðsyn sína og
því fé, sem til þessa hefur ver-
ið varið ekki á glæ kastað.
Eins og raun ber vitni um, er
húsnæði æskulýðsheimilisins
þegar svo full setið að þörf
mun verða á næstunni á að
stækka húsnæðið — enda eru
góð skilyrði til þess, þar sem
lendrými er nóg umhverfis
húsið.
Annað er það mál, sem ég
vildi minna nokkuð á og er nú
komið á rekspöl. Það er dag-
heimili barna í Keflavík, en
forsaga þessa máls er sú, að á
árinu 1965 skrifaði Kvenfélag
Keflavíkur bæjarstjórninni og
fór þess á leit að bæjarfélagið
byggði dagheimili á lóð Kven-
félagsins við Tjarnagötu, sem
það bauð undir starfsemina.
Jafnframt lofaði Kvenfélagið
framlagi að upphæð 150 þús.
kr. til byggingarinnar. Bæjar-
stjórnin brást vel við þessari
málaleitan og var verkið boð-
ið út og tók Guðm. Skúlason
að sér framkvæmdir sem voru
miðaðar við að skila húsinu
fokheldu fyrir kr. 460 þús. en
áætlað er að húsið muni end-
anlega kosta fullbúið kr. 1.5
milljónir. Standa vonir til að
verkinu muni verða lokið í
haust.
Verður þetta til mikils hag-
ræðis fyrir húsmæður hér í
bæ — en þó einkanlega fyrir
þær konur, sem vinna utan
heimilis, þar sem gert er ráð
fyrir að heimilið verði starf-
rækt allt árið. Núverandi dag-
heimili, sem rekið hefur ver-
ið af kvenfélagskonum með
styrk frá bænum hefur áður
starfað til miðs desember, en
fyrirhugað er, þegar hið nýja
heimil verður fullbúið, verði í
Tjarnarlundi starfræktur leik
skóli, sem áður hefur verið til
húsa í barnaskólanum.
Vil ég þá næst minnast lít-
ilsháttar á barnaleikvelli.
Á undanförnu kjörtímabili
hafa verið tveir gæzluvellir,
en nú hefur sú viðbót verið á-
formuð, sem reyndar var vís-
ir lagður að síðast liðið haust
við Nónvörðu, — en þar var
komið fyrir rólum til þess að
reyna hvort opnir vellir ættu
ekki rétt á sér, eins og víða
annars staðar. Hefur það gef-
izt vel og verður því bætt við
þar ýmsum leiktækjum. En á-
kveðið að að setja leiktæki á
eftirfarandi velli: Við Máva-
braut, og leikvöll milli Lyng-
holts og Háholts og einnig að
koma fyrir leiktækjum á opn-
um svæðum víðs vegar um
að þetta mælist vel fyrir og
beini börnunum frá götunni
og hættum hennar, ef vel
tekst til með framkvæmdir
þessara mála.
Má bæta því við að nú þeg-
ar hafa verið pöntuð leik-
tæki á fyrrnefnda velli.
Á sínum tíma var rætt um
að koma upp sumardvalar-
heimili fyrir börn í sveit, —
breyting hefur nú orðið á
þessum áætlunum vegna þess
að um svipað leyti flutti séra
Bragi Friðriksson erindi hér í
Keflavík á vegum þjóðkirkj-
unnar og skýrði frá að komið
hefði fram tillaga um að Kjal-
arnesprófastsdæmi sameinað-
ist um byggingu myndarlegr-
ar starfsemi fyrir börn í
Krísuvík. Hefur bæjarstjórn
samþykkt þessa ráðstöfun og
lagt nú þegar fram töluvert
fé til hennar. Hugmyndin er
að hver bær hafi sér skála
fyrir sig, en starfrækt verði
sameiginlegt mötuneyti. Á-
ætlað var að hver skáli mundi
kosta fokheldur kr. 270 þús.
kr. og er nú á fjárhagsáætlun
bæjarins varið fé til þess, um
150 þús. kr. Rætt hefur verið
um þann möguleika að þar
mætti starfrækja heimavist-
arskóla að vetrinum.
Rætt hefur verið um og
samþykkt nauðsyn þess að
komið væri hér á fót heilsu-
verndarstöð. Var fyrst athug-
aður möguleiki á að starf-
rækja hana í sjúkrahúsinu, en
þar var húsrými ekki fyrir
hendi. En aftur á móti á bær-
inn hús að Túngötu 11, sem
er fyrirhugað til starfseminn-
ar, verður húsið lagfært nú í
sumar, en mun geta tekið til
starfa í haust. Verður þetta
til mikils hagræðis fyrir fólk
hér i bæ, því þarna mun verða
sérmenntaður barnalæknir,
hjúkrunarkona og bæjarljós-
móðir, svo og almenn lækn-
ingaþjónusta.
Kosin hefur verið fram-
kvæmdanefnd til að hrinda
þessu máli í framkvæmda. 1
nefndinni eiga sæti Helgi S.
Jónsson. Kjartan Ólafsson,
héraðslæknir og Arnbjörn Ól-
afsson, læknir.
Ráðgerðar hafa verið mikl-
ar framkvæmdir í skólamál-
um og er á fjárhagsáætlun
bæjarins ætlaðar ríflegar upp-
hæðir til barnaskóla og gagn-
fræðaskóla og íþróttahúss.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
lagt sérstaka áherzlu á að upp
bæinn. Eru vonir bundnar við
komi stórt og vandað íþrótta-
hús, enda hefur verið stefnt
að því að gera sem mest og
bezt fyrir íþróttastarfsemina,
enda hefur íþróttafólk okkar
getið sér góðan orðstír. Góðir
samborgarar, við búum á ört
vaxandi bæ og verkefnin eru
mörg og margvísleg. Með á-
framhaldandi forystu Sjálf-
stæðisflokksins í stjórn bæjar-
ins verður þeim framfaramál-
um, sem hér hefur verið á
drepið fylgt eftir og þau efld.
Við verðum að beita kröftum
vorum sameiginlega í eina átt
ef ekki svo — hljóta kraftar
okkar til framafar að tvístr-
ast. Gott sjálfstæðisfólk----
fram til sigurs undir einum
vilja og einu merki. —
Undir merki Sjálfstæðis-
flokksins.