Reykjanes - 01.05.1966, Page 5
Maí 1966
REYKJANES
5
Jón Sœmundsson
Á funcSi
Sjáifstæðisfélaganna
f''Keflavík, flutti
•Jón Sæmundsson
eftirfarandi ávarp
Þar sem ég hef ekki haft bein
afskipti af bæjarmálum mun
ég ekki rekja gang þeirra
mála, enda ekki til þess ætl-
ast, heldur segja hér nokkur
orð, vítt og breitt, eftir því,
sem tími minn leyfir.
Við, sem nú erum ungir
gerum okkur ef til vill ekki
grein fyrir þeirri frelsisbar-
áttu, sem forfeður okkar
háðu á síðustu tugum 19. ald-
ar og allt þar til við fengum
sjálfstæði að fullu og öllu
1944.
Menn þessir hófu harða
baráttu gegn margra alda
niðuriægingu og kúgun er-
lendra þjóða. Oft hefur sjálf-
stæðisbarátta þeirra verið
næsta vonlítil, en trú þeirra á
land og þjóð, ásamt óbilandi
kjarki og manndómi fleytt
þeim yfir hina ótrúlegustu
örðugleika.
Við sem nú lifur erum nú
að njóta þeirra ávaxta, sem
þessir menn gróðursettu. —
Aldrei í sögu íslenzku þjóðar-
innar hefur ríkt önnur eins
velmegun og nú síðustu árin
og kemur margt þar til.
Ekki er ég það gagnorður,
að ég geti í nokkurra mín-
útna ávarpi rakið megin á-
stæður þeirrar velmegunar,
sem við búum við í dag, en
óneitanlega ber þar hæst, þær
tæknilegu breytingar sem átt
hafa sér stað á sviði útflutn-
ingsframleiðslunnar en gjald-
eyrisöflunin er meigin for-
senda allra framfara í þessu
landi.
Hugsandi menn gera sér
það Ijóst að jafn stórstígar
framkvæmdir og átt hafa sér
stað bæði til sjávar og sveita
gætu engan veginn verið
komnar í það horf sem raun
ber vitni, ef stjórnarfarið í
landinu væri samkvæmt kenn
ingum stjórnarandstæðinga.
Þeir sem fást við fjárfrek-
an atvinnurekstur vita hve
lítils þeir eru megnugir ef af-
staða ríkisvaldsins mótast af
skilningsleysi á lífi þeirra og
starfi. Hitt er svo annað mál,
að mörg verkefni bíða úr-
lausnar og mun svo verða á
hverjum tíma, þegar mikil
gróska ríkir í öllu atvinnulífi
landsmanna.
Eins og öllum er kunnugt
eru útsvör aðal tekjuliður
bæjar- og sveitarfélaga. Oft
er deilt hart um það hve rétt-
lát útsvarslagningin er hverju
sinni, en nú síðustu ár hefur
verið unnið markvisst að því
að minnka þær deilur með sí-
auknu skattaeftirliti. Þetta er
mikið hagsmunamál allra
réttsýnna manna, en óneitan-
lega finnst sumum þetta
koma hart niður á sér, en það
eru aðeins þeir menn sem á
undangengnum árum hafa
komist upp með skattsvik, og
er það vel að skattamálin eru
nú tekin mun fastari tökum
en áður þekktist.
Aðal áhugamál hvers bæj-
arfélags er, hve vel sé haldið
á hinum sameiginlega sjóði,
bæjarbúa, og sýnist þar sitt
hverjum.
Þegar við hugleiðum gang
bæjarmála hér í Keflavík yfir
það kjörtímabil, sem nú er að
ljúka, ber öllum sanngjörnum
mönnum saman um að sjald-
an hefur verið meira aðhafst
á sviði verklegra fram-
kvæmda og einmitt nú, sama
er að segja um ýmis önnur
mál, sem farsællega hafa ver-
ið til lykta leidd. Þrátt fyrir
það skulum við ekki vera í
hinum minnsta vafa um, að
Framsóknarmenn munu gera
allt sem í þeirra valdi stendur
til að gera störf Sjálfstæðis-
flokksins sem tortryggilegust
í augu og eyru samborgar-
ans — öðruvísi málflutningur
væri þeim óeðlilegur og væri
villandi að hugsa sér annað
úr þeim herbúðum. Flestir —
sem fylgst hafa með stjórn-
málum undanfarið vita, að
leiðir Framsóknar liggja til
hinna ýmsu átta — nú sem
endranær, og er oft furðulegt
að hlusta á málflutning þess-
ara manna og mætti oft ætla
að þeir ímyndi sér almenning
í landinu fávísan lýð, sem
heillist af innihaldslausu orð-
skvaldri þeirra bæði í ræðu og
riti. Það er að vísu sjálfsagt
og eðlilegt að halda uppi gagn
rýni, sem byggð er á sann-
girni og þekkingu mannsins á
þeim viðfangsefnum, sem
gagnrýnd eru hverju sinni, en
því miður er rangtúlkun mál-
anna öllu algengari, vitanlega
í þeim tilgangi að sverta and-
stæðinginn — og svífast því
þessir þessir menn oft einskis
í málflutningi sínum, málum
sínum til framdráttar, þessar
staðreyndir skulum við íhuga
vel í yfirstandandi kosninga-
baráttu og haga okkur sam-
kvæmt því, þó þannig, að
ekki séu notaðar baráttuað-
ferðir áðurnefndra manna,
því það hlýtur í mörgum til-
fellum að verka neikvætt á
hinn almenna kjósanda, held-
ur hitt að skýra satt og rétt
frá þeim málum, sem til um-
ræðu eru hverju sinni, því eins
og máltækið segir, er sann-
leikurinn sagna beztur.
Aðeins fáir dagar eru nú
þar til bæjarstjórnarkosning-
ar fara fram um land allt.
Framboðslistar hafa verið
lagðir fram og kosningabar-
áttan er í fullum gangi. Ef
við lítum með raunsæi á gang
stjórnmálanna síðustu árin,
getum við Sjálfstæðismenn
lagt út í kosningabaráttu með
góðri samvizku. Það þýðir
ekki að við séum í öllum at-
riðum sammála, enda er tján-
ingarfrelsið aðalsmerki Sjálf-
stæðisflokksins, en ef við lít-
um á heildarmyndina þá er
hún okkur hvatning í þeim
stjórnmálaátökum, sem nú
standa yfir.
Það er hlutverk okkar sem
valist höfum til forystu í röð-
um ungra Sjálfstæðismanna
hér í Keflavík að vinna að því
og tryggja það, að Sjálfstæð-
isflokkurinn njóti áfram og í
enn ríkari mæli stuðnings
unga fólksins í bænum. Það
gerum við bezt með því að
vinna dyggilega að þeim mál-
um sem varða bæjarfélag
okkar. Við keppum að vel-
megun og góðri afkomu allra
Keflvikinga hvar í stétt eða
stöðu sem þeir standa. Við
stefnum að því að unga fólk-
ið geti eignast sínar eigin í-
búðir, notið sem beztrar
menntunar og yfirleitt notið
sín sem frjáls maður. Ungir
Sjálfstæðismenn um land allt
Sjálfstæðismenn um land allt
standa í fararbroddi í sókn-
inni fram til betra lífs í frjálsu
og fullvalda ríki.