Reykjanes - 01.05.1966, Qupperneq 6

Reykjanes - 01.05.1966, Qupperneq 6
6 REYKJANES Maí 1966 / Sjálfstœðisflokkurinn í Keflavík leggur hér með fyrir kjósendur í Keflavík málefnayfirlýsingu flokksins varðandi fram- kvœmd hinna ýmsu greina bœjarmála. Stefna Sjálfstœðisf lokksins í bœjarmálum er sú, að tryggja sem bezt hagsmuni og atvinnuöryggi bœjarbúa, að fjármálum bœjarins sé stjórnað af hagsýni svo unnt sé að stilla álögum á bœjarbúa í hóf, því velferð þeirra og sjálfsbjargarviðleitni er sú stoð, sem bœjarfélagið byggist raunverulega á, en jafnframt því verði verklegum framkvœmdum haldið uppi af stórhug og framsýni, svo bœrinn okkar sýni það og sanni, að hér býr þróttmikið og athafnasamt fólk. — Málefna yfirlýsingu þessari er œtlað það hlutverk, að gera grein fyrir nokkr- um þeim atriðum í samþjöppuðu formi, sem Sjálfstœðisflokkurinn í Keflavík telur, að bœjarstjórn beri að vinna að í náinni framtíð. Fyrir framgangi þessara mála og annarra hagsmuna bœjarfélagsins munu Sjálfstœðismenn í Kefla- vík beita sér fyrir undir forystu þeirra bœjarfulltrúa, sem kosnir verða af lista þeirra 22. maí nœstkomandi og í sam- vinnu við þá, sem eiga málefnalega samleið um alhliða uppbyggingu Keflavikurbœjar. Gatnagerð Frá upphafi hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft forystu um gatnagerð úr varanlegu efni í Keflavík. Flokkurinn telur það höfuðnauðsyn fyrir bæjarfélagið, að gert verði enn stórátak í varanlegri gatnagerð. Þær framkvæmdir verði m. a. eitt meginverkefni bæjarins á komandi árum. I sambandi við jjetta stórverkefni bæjarfélagsins vill Sjálfstæðisflokkurinn benda á eftirfarandi, sem hann telur nauðsynlegan undan- fara þess, að gert verði stórátak á varanlegri gatnagerð: 1) Að gerð verði yfirlitsáætlun um alla gerð gatnakerfis- ins jafnóðum og skipulagningu bæjarins miðar áfram. 2) Að gerðar verði nákvæmar tæknilegar og fjárhags- legar áætlanir um áfanga heildarverkefninsins tiltekið ára- bil fram í tímann. 3) Að fjármagn verði tryggt fyrirfram til framkvæmda á hverjum þætti gatnagerðarinnar og verulegs lánsf jár aflað í þessu skyni. 4) Að framkvæmdir verði boðnar út í sem særstum á- föngum eftir því sem tök eru á og jafnan á sem hagstæðust- um árstíma. Holræsagerð og vatnsveita Gerð verði heildaráætlun um holræsakerfi bæjarins og jafn- hliða áætlun um fullnaðargerð gatnakerfisins. Áætlun um dreifikerfi vatnsveitu bæjarins verði endurskoðuð og hún færð til samræmis við gatnagerðaráætlun. Áætlanir þessar nái einnig yfir land það allt, sem nú er fallið undir kaupstað- inn við hin nýlega samþykktu lög um stækkun lögsagnarum- dæmis Keflavíkur. Rafmagnsveita Gerð verði áætlun um endurbætur og aukningu á rafmagns- veitukerfi bæjarins og götulýsingu í samræmi við áætlun um fullnaðargerð gatnakerfisins. Hitaveita Áherzla verði Iögð á, að áfram verði haldið á þeirri braut í hitaveitumálum, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur beytt sér fyrir, og rannsókn á öflun jarðvarma til hitaveitu haldi á- fram með tilraunaborunum. Skipulagsmál Sjálfstæðisflokkurinn telur að semja beri heildarskipulag fyrir umdæmi Keflavíkurkaupstaðar og hraðað verði sem mest skipulagi á landi því, sem féll undir kaupstaðinn við stækkun llögsagnarumdæmisins með lögum frá Alþingi nú í maímánuði. Á grundvelli heildarskipulagsins verði samhliða gerðar á- ætlanir um, hve mikil byggð muni rúmast á bæjarstæðinu og á hve löngum tíma æskilegast sé, að uppbyggingin fari fram. Hafnarmál Sjálfstæðisflokkurinn fagnar hinu mikla átaki, sem ríkis- stjórnin hefur hafið í uppbyggingu Landshafnar Keflavíkur og Njarðvíkur í samræmi við framkvæmdaáætlun sína í hafnarmálum, en telur nauðsynlegt, að bæjarstjórnin vinni að því í samvinnu við landshafnarstjóm, að öraggt smá- bátalægi verði gert sem fyrst. Þá vill Sjálfstæðisflokkurinn leggja áherzlu á, að ýtarleg rannsókn verði látin fram fara á því, hvort Keflavíkin sé hentugt hafnarstæði. Atvinnumál Sjálfstæðisflokkurinn í Keflavík telur, að auka verði veru- Iega atvinnurekstur í bænum, sérstaklega þjónustu- og iðn- rekstur, jafnframt því, að þær atvinnugreinar, sem nú eru undirstaða atvinnulífsins hér í bæ s. s. útgerð og fiskvinnsla verði efldar og auknar með fjölgun og endurnýjun bátaflot- ans, bættri aðstöðu til móttöku og nýtingar sjávaraflans. Telur Sjálfstæðisflokkurinn, að vinna beri á komandi árum að fjölbreyttari iðnaði innan lögsagnarumdæmisins bæði hvað snertir sjávarútveginn og annan iðnrekstur. Sjálfstðæisflokkurinn telur, að bæjarfélagið eigi ekki að annast annan atvinnurekstur en þann, sem telja megi beina þjónustu við bæjarbúa, og þær framkvæmdir bæjarins, sem ekki reynist hagstæðara að bjóða út.

x

Reykjanes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.