Reykjanes - 01.05.1966, Page 10
10
REYKJANES
Maí 1966
Keflavik
byggist
ört
Nýju húsin rísa af grunni.
Þeir sem líta í kringum sig í
Keflavík komast ekki hjá því
að sjá hve bærinn stækkar
ört, það sem áður var langt
fyrir utan bæinn er nú komið
inní byggðina. Þessi f jölgun í
bænum byggist öðru fremur
á því hversu vel hefur verið
stjórnað á undanförnum ár-
um.
Frá því árið 1963 til ársins
í ár hafa verið byggð í Kefla-
vík 170 íbúðarhús með 230
íbúðum og auk þess 50 hús-
næði til annarar þjónustu,
svo sem verzlunar, iðnaðar og
annarar starfsemi.
Þessi öri vöxtur bæjarins er
fyrst og fremst því að þakka
hversu vel hefur verið að
málum staðið af bæjaryfir-
völdunum, sem á öllu þessu
tímabili hafa verið undir um-
sjá og forystu Sjálfstæðis-
flokksins.
Það er ekkert kosninga-
grobb að Keflavík byggist ört
■— heldur staðreynd sem öll-
um er Ijós. Byggingar og bú-
seta fólks í Keflavík byggist
á því að hér er gott að vera
— atvinna næg og þjónusta
bæjarfélagsins með bezta
móti. Fúslega skal viður-
kennt að margur maður, sem
er að reyna að reisa sér íbúð-
arhús, er um leið að binda sér
þunga bagga, en þeir baggar
eru þó léttari í Keflavik en
víðast hvar annarsstaðar.
Lóðaúthlutun er ávallt
nokkurt bitbein og telja
margir að þar hafi mismunað
verið milli manna, en svo er
ekki. Keflavík er landlítil og
því oft erfitt um vik, jafn-
framt því sem stefnt hefur
verið að því að úthluta ekki
lóðum, nema sem byggingar-
l'.æfar eru, vegna langninga
skolps og vatns ásamt öðru
sem fylgja ber nýrri bygging-
arlóð.
Að loknum þessum kosn-
ingum, þegar Sjálfstæðis-
fiokkurinn hefur fengið meiri
\öld, verður ennþá betur að
málum staðið.
IfHaug
Sé litið yfir sögu Keflavíkur,
ber hún vitni ört vaxandi sam
félagi svo til frá upphafi bæj-
arins sem sjálfstæðrar þjóð-
félagsstofnunar.
Slíkur vöxtur þarfnast f jár-
magns í miklum mæli, svo og
alls konar þjónustu, enda
byrjar hér fljótt verzlun og
ýmis konar atvinnurekstur —
auk útgerðarinnar, sem að
sjálfsögðu — fyrst alls gerði
kleifa myndun þéttbýlis hér.
Af þessu leiddi að nokkrir
bæjarbúar ásamt íbúum frá
næstu sveitarfélögum mynd-
uðu samtök um stofnun
Sparisjóðsins í Keflavík. Síð-
an þetta varð hefur bænum
enn örar vaxið fiskur um
hrygg, og varð fljótt ljóst að
sú stofnun var enn nauðsyn-
legri en nokkurn grunaði í
byrjun.
Þegar atvinnufyrirtækjum
fjölgar enn meir, jafnhliða
hinum vaxandi íbúafjölda og
þjónustuþörf bæjarbúa, vakn-
ar sú spurning hvort ekki séu
orðin það mikil umsvif í bæn-
um og nágrenni hans, að
rekstur bankaútibús sé orðin
nauðsyn. Langan tíma tók að
fá svar við þessu, en það kom
að iokum og hér eru nú starf-
and þrjú bankaútibú, ásamt
sparisjóðnum og afgreiðsiu
Landsbanka Islands, en það
eru útibú LJtvegsbanka Is-
lands, Verzlunarbanka Is-
lands hf. og Samvinnubanka
Islands hf.
Síðan þau tóku til starfa er
það orðið lýðum Ijós stað-
réynd, að hér fara þjóðþrifa-
fyrirtæki, sem þegar hafa
stórbætt aðstöðu til atvinnu-
reksturs í bænum. Má það
enda ljóst vera, þar sem hér
er nú rekin myndarleg útgerð
og mikil, ásamt verzlun, iðn-
aðarframleiðslu og viðgerða-
þjónustu.
I Keflavík eru nú yfir fimm
þúsund íbúar, og myndarlegt
þorp á allar hliðar, og allir
þessir staðir í örum vexti, og
því mikil aukning á þjónustu-
þörf íbúanna.
Öllum þeim er við banka-
útibúin hafa skipt er það auð-
sætt, hver akkur byggðar-
laginu hefur þar hlotnast,
enda hafa viðskipti þeirra
aukist jafnt og þétt frá byrj-
un.
Mikilvægasta atriðið í þessu
sambandi er þó, að með til-
komu útibúanna hafa stjórn-
endur bankanna komist í nán-
ari snertingu en áður, við þau
umsvif er hér fara fram, en af
því leiðir aftur enn skynsam-
legri lánveitingar, og meiri
iánveitingar, og því meiri
möguleikar á örari uppbygg-
ingu bæjarins okkar — með
meiri og betri atvinnurekstri
og þjónustukerfi en áður hef-
ur þekkst hér.
Þegar þú lesandi minn hef-
ur nú séð í ljós dregnar þær
staðreyndir, er ég hef talið
hér að ofan hlýtur þú að kom
ast að sömu niðurstöðu og ég,
og einfaldlega dregur þær
saman og til er orðin NÝ
LlFTAUG fyrir Keflvíkinga.
Árni R. Árnason