Vesturbæjarblaðið - nóv. 2023, Blaðsíða 12

Vesturbæjarblaðið - nóv. 2023, Blaðsíða 12
12 Vesturbæjarblaðið NÓVEMBER 2023 Menning, samskipti og miðlun í Landakotsskóla Menning, samskipti og miðlun var heiti þemadaga í Landa­ kotsskóla í liðnum mánuði. Áhersla var lögð á að kanna og læra um samskipti og tengsl í samfélaginu nær og fjær í staðbundnu og hnattrænu samhengi. Landakotsskóli hefur þá sérstöðu að reka alþjóðlega deild samhliða íslenskri deild. Skólasamfélagið er því fjölþjóðlegt og því gefst tækifæri til að dýpka skilning á fjölbreytileika. Landakotsskóli stendur fyrir að efla skilning nemenda á margbreytileika og unnið að því að styrkja nemendur í að þeir verði næmari fyrir menningarlegri fjölbreytni og þvermenningarlegum samskiptum. Þemadagar eru mikilvægir í skólastarfi en þá er hægt að glíma við viðfangsefni á óhefðbundnari hátt, með samþættingu námsgreina í gegnum beina reynslu nemenda og samstarf þvert á bekkjarheildir. Allir árgangar taka þátt og vinna að vel skilgreindum þemum sem kennarar íslensku og alþjóðadeildar hafa unnið að í sameiningu. Á þemadögum unnu nemendur að því að finna fjölbreyttar leiðir til að afla upplýsinga og reynslu, vinna úr þeim á skapandi hátt og skapa ný tengsl. Auk þess að kanna tengsl þvert á menningarheima kanna nemendur leiðir til að miðla upplifun sinni á þemadögunum. Þemadagar gefa nemendum einnig tækifæri til að kynnast og vinna með jafnöldrum og nemendum þvert á deildir skólans. Ágúst Borgþór Sverrisson gefur út nýja spennusögu Ágúst Borgþór Sverriss on blaða maður og rithöfundur hefur sent fá sér nýja bók sem heitir, Vektu ekki barnið. Um er að ræða spennusögu í styttri kantinum. Í sögunni hverfur ung kona á vornóttu og áður en yfir lýkur veit lesandinn hvað varð um konuna, en sumar persónurnar þurfa að burðast með erfið leyndar mál alla ævina. Ágúst Borgþór segir að ekki megi segja meira frá söguþræði í sögu af þessu tagi en hann hafi gaman af byggingu sögunnar, hvernig skipt er ört á milli sjónarhorna þegar líður á söguna og það rennur smám saman upp fyrir lesandanum hvað hefur átt sér stað. Ágúst Borgþór segir söguna veita innsýn í samfélagið og tíðarandann árið 1969 en samfé- lagið hafi gjörbreyst frá þessum tíma. „Um leið er ég líka að horfa á þennan tíma í gegnum gleraugu nútímans, seg ja má t.d. að höfundur skoði kynferðisbrot, sem töluvert koma fyrir sögu í bókinni, með metoo-gleraugum samtímans. Samtími hvers tíma er auðvitað nútími fyrir þá sem hann lifa og það er ljóst að á þessum tíma hafði íslenskt samfélag upplifað gjör- breytingar á lífsháttum. Það var reyndar kreppa um þetta leyti en Ísland hafði upplifað gífurlegar framfarir áratugina á undan.“ Ágúst Borgþór bendir á að á þessum tíma og næstu áratugi á eftir hafi ungir Íslendingar kvartað undan því að samfélagið væri einhæft og tilveran tilbreytingar- laus. „Sumum fannst að allt væri bannað og skemmtanalífið var talið vera mjög einsleitt. Slíkar raddir heyrast ekki í dag. En margir lifðu í þeirri rútínu að vinna mikið alla vikuna og detta svo í það um helgar, helst á sterku áfengi en bjórinn var bannaður.“ Ágúst Borgþór er á mörkum þess að vera Vesturbæingur og Seltirningur. Kveðst alltaf hafa verið tengdur Vesturbænum en ætti einnig tengsl við Nesið þaðan sem hugmyndir hans eru að einhverju leyti runnar upp. En hvort lítur hann á sig sem blaðamann eða rithöfund. „Skáldskapur var í sannleika stærri hluti af lífi mínu fyrir allnokkrum árum en hann er í dag. Ég vann um árabil á auglýsingastofu og síðan á þýðingastofu. Á þeim tíma frá aldamótum og fram til 2015 skrifaði ég miklu meiri skáldskap en ég geri núna. Blaðamennska er einfaldlega gífurlega krefjandi starf sem getur gleypt alla tilveru manns. Ég er samt að byrja að rata til baka inn í skáldskapinn og mér tókst að sjóða þessa sögu saman upp úr efni sem hafði safnast upp, í tveggja mánaða fríi sem ég tók í fyrra. Síðan eru eru ekki nema sex ár þar til ég fer á eftirlaun. Þá get ég farið að finna farveg í skáldskap fyrir öll þau áhrif og lífsreynslu sem ég hef orðið fyrir í þessu annasama starfi, blaðamennsku á DV. Ágúst Borgþór Sverrisson og bækur eru ekki langt undan. Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa hafnað ósk um að breyta Fram sóknarhúsinu við Hverfis­ götu í gististað. Óskað var eftir þ essari breytingu á vegum Skúla garðs hf. dótturfélags Framsóknarflokksins. Í umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkur kemur fram að í gildi sé aðalskipulag Reykjavíkur 2040, samþykkt í borgarstjórn 19. október 2021 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 18. janúar 2022. Samkvæmt aðalskipulaginu er lóðin og byggingin á Hverfisgötu 33 á miðborgarsvæði, blandaðri miðborgar byggð og íbúðabyggð. Á því svæði er lögð áhersla á að vernda og styrkja íbúðabyggð og hverfisanda en um leið að efla verslunar-, atvinnu- og þjónustu- starfsemi sem fel lur vel að íbúðabyggðinni. Einnig kemur fram í umsögninni að í gildi sé deiliskipu- lag fyrir Skúlagötusvæðið frá 13. maí 1986 með síðari breytingum. Samkvæmt aðalskipulagi Reykja- víkur 2040 er óheimilt að breyta núverandi húsnæði, skrifstofu- húsnæði, íbúðum og verslunarhús- næði, í gististarfsemi. Húseignin Hverfisgata 33 var auglýst til sölu á liðnu hausti. Framsóknarhúsið við Hverfisgötu. Ekkert gistiheimili í Framsóknarhúsinu ALPACAULL FYRIR VETURINN KLAPPARSTÍG 29 Landakotsskóli við Túngötu.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.