Vesturbæjarblaðið - nóv. 2023, Blaðsíða 4

Vesturbæjarblaðið - nóv. 2023, Blaðsíða 4
Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi hefur reifað nýju máli á vettvangi borgarstjórnar. Málið snýst um könnun á stuðningi við uppbyggingu sólarsella á reyk vískum heimilum. Ragnhildur Alda lagði fram tillögu þess efnis að borgarstjórn beini því til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að skoða fýsileika þess að styðja við uppsetningu sólarsella á heimilum og var tillagan samþykkt. Ragnhildur segir að nú sé rétti tíminn fyrir þetta mál. Búið sé að innleiða snjallmæla á öll heimili og ekkert því til fyrirstöðu að hvert heimili gerist sín eigin orkuveita. Hún segir kveikjuna að hugmyndinni þá að þessi tegund orkuöflunar sé mikið að færast í aukana. Norðmenn séu farnir að vinna að þessu. Þeir hafi áttað sig á því að eftirspurnin eftir orku vaxi á stigveldishraða. Til þess að anna þeirri þörf og ná orku skiptunum þurfi allar hendur á plóg. Sá sé kjarninn í tillögunni. Hún tók sæti í borgarstjórn að loknum síðustu sveitarstjórnar kosningum en hafði áður starfað sem varaborgarfulltrúi. Ragnhildur Alda spjallar við Vesturbæjarblaðið að þessu sinni. Eftir bolla af americano á kaffi húsinu Hygge í vesturenda Hé ð i n s hú s s i n s v i ð S e l jav e g barst talið að borgarmálum sem Ragn hildur Alda hefur helgað líf sitt og starf að undanförnu. Hún segir málefni borgarinnar alls staðar. Borgir taki við fólki þegar dyrum heimilisins sleppi. Þá blasi afrakstur borgarmálanna við. „Hvort sem við horfum á götur eða á gangstéttir, gatna mót eða umferðarljós blasir borgin við. Á sama hátt er borgin sýnileg í skólastarfinu. Í leik skólunum og grunnskólunum. Borgarpólitíkinn snertir alla litlu og stóru hlutina í lífi okkar. Þess vegna skiptir máli hvernig stefna borgarinnar er.“ Stjórnmálamaðurinn er alltaf að „Þetta er góð spurning,“ segir Ragnhildur Alda þegar hún er innt eftir hvernig henni hafi hugkvæmst að gefa kost á sér í borgarmálin. „Ég ætlaði mér aldrei að fara út í pólitík. Ég held að þeir sem alast upp með stjórnmálamönnum reyni eftir fremsta megni að fara aðrar leiðir. Faðir minn Vilhjálmur Egilsson sat á þingi um árabil og ég var fljót að átta mig á að stjórnmálin eru lífsstíll eða jafnvel árátta en ekki hefðbundin vinna frá klukkan níu til fimm. Stjórnmálamaðurinn stjórnast ekki af klukku. Hann er alltaf að. Ég verð að segja að eitt leiddi af öðru til að ég fór inn á þessa braut og að lokum fannst mér ég ekki eiga neina undankomuleið. Ég álpaðist inn í stúdentapólitíkina. Var einnig í Heimdalli þar sem ég ætlaði að láta staðar numið. En svo tók ég sæti á framboðslista og varð varaborgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Fyrst í stað var ég aðeins kölluð af og til vegna vinnu í borgarmálunum. Ég var í námi á sama tíma. Var að ljúka sálfræðinámi og bætti síðan þjónustustjórnun við. Þegar ég var að stúdera hana sá ég með nýjum hætti hvað betur mætti fara borginni. Þá fór ég að íhuga st jórnmálaþátttöku af meir i alvöru. Um svipað leyti varð ég að taka við fleiri verkefnum og skyldum sem varaborgarfulltrúi. Egill Þór Jónsson borgarfulltrúi veiktist og þurfti að leita sér lækninga erlendis og Jórunn Pála Jónasdóttir sem var næst honum í röðinni fór í barneignarleyfi. Þar með var ég kölluð upp og varð að sökkva mér ofan í málin sem fyrsti varaborgarfulltrúi.“ Að láta gott af sér leiða Ragnhildur Alda segir að þetta hafi stangast á við fyrirætlanir um að fara erlendis til framhaldsnáms. „Einar maðurinn minn var að ljúka við læknisfræðina. Hann var farinn að þreifa fyrir sér um sérnám sem þá þurfti að sækja út fyrir landsteinana. Þrátt fyrir að ég væri komin á kaf í borgarmálin vorum við enn að íhuga að fara erlendis. En úr því rættist því að mikill hluti af sérnámi í læknisfræði var tekin til kennslu hér. Ástæða þess var sú að margir læknar sem fóru utan til sérnáms komu ekki aftur en tóku til starfa erlendis jafnvel við sjúkrahús eða stofnanir þar sem þeir höfðu stafað á námstíma sínum. Þótt ég væri með þennan glugga opinn að fara erlendis þá ákvað ég að stökkva á borgarmálin. Mér fannst að ég gæti gert margt sem komið gæti að gagni. Minn tími væri komin og svo yrði ég bara að sjá til með hversu lengi ég myndi endast. En ég legg áherslu á mína sýn í borgarmálunum. Að láta gott af mér leiða. Annað kemur á eftir.“ Áhersla á meiri breidd Hvernig lagðist kosningabaráttan í Ragnhildi Öldu. „Hún lagðist vel í mig. Ég lagði seint af stað í prófkjör og hafði um einn mánuð til stefnu. Þetta var sprettur þar sem ég varð að hlaupa rosaleg hratt þennan stutta tíma. En ég upplifði mig umvafna góðu fólki. Nú er ég farinn að læra betur á þetta.“ Ragnhildur Alda kveðst búinn að stilla áhugamálum sínum upp og farin að kynna áherslur á meðal borgarfulltrúa flestra flokka. Hún kveðst vilja leggja áherslu á meiri breidd en verið hafi. Á síðasta kjörtímabili hafi verið ákveðin stefna meirihlutans í borgarstjórn að hafna öllum hugmyndum og tillögum sem komu frá borgarfulltrúum þeirra flokka sem utan hans stóðu. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið ákveðnir pólar í borgarpólitíkinni og Viðreisn klofningsflokkur úr Sjálfstæðisflokknum sem gengið hafi til liðs við meirihlutann. Þetta hafi aðeins breyst með tilkomu Framsóknarflokksins eftir síðustu kosningar. Dagvistunin á fleiri hendur Ragnhildur Alda kveðst hafa verið að skoða rannsókn á þróun stjórnmálaflokka undanfarin ár. Þar komi fram að Píratar séu til vinstri við Samfylkinguna sem sé nær miðju líkt og Viðreisn en þeir flokkar falli saman um margt. Framsókn sé líka meira á miðjunni og með þeim hafi komið nýir vindar sem blási á þann veg að meirihlutinn sé hættur að fella bókstaflega allt sem lagt er til. „Ef maður hugsar um hvernig lýðræðið á að virka þá er þetta mjög klókt hjá þeim. Ekki er aðeins verið að hugsa um meirihluta og minnihluta þeirra vegna heldur að ákvarðanir sem eru teknar séu af hinu góða fyrir samfélagið.“ Sú spurning veltur upp hvort sveitarstjórnarmál séu eðli sínu eins flokkspólitík og landsmálin. Hún vill meina að landsmálin séu í fastari flokksskorðum en í sumum málum séu þessi mörk þó alveg skýr í borgarmálunum. „Dagvistarmálin eru dæmi um málaflokk sem ákveðin ágreiningur er um. Núverandi meirihlutaflokkar og þar á ég einkum við Pírata og Samfylkinguna vilja hafa öll dagvistarmál á hendi borgarinnar á meðan við í Sjálfstæðisflokknum teljum rétt að nýta fleiri kosti. Þar á ég við að hleypa einkareknum skólum að. Dagvistarmálin eru erfiður málaflokkur þar sem stöðugt er kallað eftir meiri þjónustu. Fólki fjölgar og kröfur um að börn geti fegið pláss í leikskólum þegar fæðingarorlofi lýkur eru nánast án undantekninga. Við þessu þarf að bregðast. Með því að fá fleiri að borðinu tel ég að auðveldara verði að leysa úr málunum. Ég tel að fé eigi að fylgja haus í leikskólunum rétt eins og gert er í heilbrigðisþjónustunni. Borgin eigi að hafa eftirlit með öllu kerfinu en síðan geti aðrir aðilar annast um reksturinn. Alla vega að hluta. Þegar einn aðili í þessu tilviki borgin er með allan reksturinn eins og er í leikskólamálunum þá grípur hvaða vandi sem kemur upp inn í allt kerfið.“ Kunningjatengsl koma við sögu Ragnhildur Alda l í tur yf ir borgarmálin og segir að þegar flokkar eða samtök séu búin að vera lengi við völd þá verði oft áberandi ákveðin kunningja- og jafnvel ættmennatengsl í hóp embættismanna og starfsfólks. Þetta eigi sér stað hjá Reykjavíkurborg og geti valdið erfiðleikum. Fólk tengist eftir öðrum leiðum en í gegnum hlutverk sín í starfi. Sama hvort um pólitísk störf eða önnur sé að ræða. „Ég þekki ekki nægilega vel inn til ríkisins í þessum efnum en þetta kom mér óvart þegar ég kom í borgina. Ég hélt að þetta væri barn síns tíma en virðist lifa góðu lífi í samfélagi fámennis, ættartengsla og kunningsskapar. En þetta er engum hollt og ég get ímyndað mér að erfitt geti verið fyrir Framsókn að koma inn með sínar áherslur sem nýr aðili í samstarfi að aðra sem setið hafa lengi.“ Ragnhildur Alda dregur skemmtilega samlíkingu fram. „Þetta er svipað aðstæðum konu sem er að byrja með nýjum manni en þarf að flytja inn í hús sem hann bjó með fyrri konu og hann vill engu breyta.“ Talið berst að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra sem hefur verið pólitískur andstæðingur Ragnhildar Öldu frá því hún hóf þátttöku í borgarmálum. Hún segir Dag mjög klókan stjórnmálamann og hann hafi náð ótrúlegum árangri með að halda meirihlutanum saman. Spurningin sé hins vegar hvort þessi klókindi hafi verið nægileg góð fyrir borgina. Hún bendir á að þótt tekjur borgarinnar hafi aukist hafi þjónusta ekki vaxið umfram það sem eru lögboðin verkefni sveitarfélaga.“ Þurfum að varðveita gömlu hverfin Reykjavík hefur breyst mikið á undanförnum árum. Ragnhildur Alda tekur undir það og bætir við að þegar hún horfi á borgarmyndina komi íhaldsmaðurinn upp sér. „Þrátt fyrir alla uppbyggingu þá finnst mér að sum borgarsvæði þurfi að fá að halda sér. Þá er ég einkum að tala um gamla Vesturbæinn og Þingholtin. Þar eigum við ákveðinn byggingaarf. Þessi gömlu hús. Timburhúsin meðal annars. Þegar kemur að þeim verð ég mikil íhaldskona. Mér finnst skylda okkar að gæta þess að þessi hús haldi sér fyrir næstu kynslóðir. Mér finnst dýrmætt að geta haldi á mynd sem var tekin fyrir hundrað árum og sagt „sjáðu hér er húsið.“ Með þessu getum við rakið söguna frá liðinni tíð. Mér finnst ekki hægt að setja verðmiða á þetta.“ Ragnhildur Alda tekur undir að ekki finnist endalaust pláss í Reykjavík umlukinni sjó á þrjá vegu og fjöllum á þá fjórðu. Þó finnist enn svæði þar sem byggja megi yfir fólk. Hún nefnir Kjalarnes sem dæmi þar sem hægt væri að koma upp byggðakjarna. Miðborgin og Vesturbærinn séu þó nánast full byggð. Deilibílar ekki náð augum hér Umferðarmálin ber á góma. Ragnhildur Alda segir þá stefnu hafa verið ríkjandi að undanförnu að vilja stýra því hvernig fólk ferðast. Verið sé að færa fólk úr einkabílnum með góðu eða illu. Hún segir Íslendinga nota almenningssamgöngur erlendis en lítið hér heima. Hún tekur dæmi af vinkonu sinni sem nýlega flutti heim eftir að hafa búið í Danmörku. Hún vandist því að nota strætó og þá einkum venjulegan strætó eins og við þekkum en ekki neðanjarðarlest að borgalínu. Hún sagðist hafa orðið fyrir sjokki vegna þess hversu mikill munur er á strætó í Kaupmannahöfn og Reykjavík. „Annað sem Danir hafa lagt áherslu á en tæpast náð eyrum hér eru svokallaðir deilibílar. Þetta kerfi hefur verið að vaxa og dafna í Danmörku. Ekki þarf að greiða Vesturbæjarblaðið NÓVEMBER 2023 Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi. 4 „Dagvistarmálin eru erfiður málaflokkur þar sem stöðugt er kallað eftir meiri þjónustu. Fólki fjölgar og kröfur um að börn geti fengið pláss í leikskólum þegar fæðingarorlofi lýkur eru nánast án undantekninga. Við þessu þarf að bregðast. Með því að fá fleiri að borðinu tel ég að auðveldara verði að leysa úr málunum. Ég tel að fé eigi að fylgja haus í leikskólunum rétt eins og gert er í heilbrigðisþjónustunni.“ Viðhorfsbreytingu vantar - segir Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.