Vesturbæjarblaðið - nóv. 2023, Blaðsíða 6

Vesturbæjarblaðið - nóv. 2023, Blaðsíða 6
6 Vesturbæjarblaðið NÓVEMBER 2023 Hótel Holt Hausta hefur lagt fram fyrirspurn um uppbyggingu á lóðinni við það. Hún stendur skáhallt á móti Hótel Holti. Fram kemur í greinargerð með fyrirspurninni að lóðin hafi undanfarið verið leigð út sem bílastæði fyrir nágranna. Áður fyrr var hún nýtt sem bílastæði fyrir gesti Hótel Holts. Lóðin er 267 fermetrar að stærð. Á lóðinni stendur lítið rautt timburhús, byggt 1906 og því friðað. Reiturinn er samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 skilgreindur sem íbúðabyggð. Hvorki er í gildi hverfisskipulag né deiliskipulag fyrir reitinn. Fram kemur í greinargerð arkitekts Att Ark ehf. að nýbygging á reitnum verði endanlega hönnuð samkvæmt áskilnaði um að nýjar byggingar í eldri hverfum verði lagaðar að einkennum byggðarinnar og verði aðeins heimilaðar sé sýnt fram á að þær séu til bóta fyrir heildarsvip byggðarinnar. Verður byggt á Berg staðastræti 32A? Grenndarstöðvar fá nýtt hlutverk Nú er unnið að því að breyta grenndarstöðvum í Reykjavík fyrir nýtt hlutverk. Byrjað verður að taka á móti glerum og málum í staðinn fyrir plast og pappír. Ástæður breytinganna má rekja til þess að nýtt og samræmt flokkunar kerfi fyrir heimilissorp hefur verið innleitt á höfuðborgar­ svæðinu. Breytingarnar verða innleiddar í áföngum og er fjölgun málmagáma stærsta breytingin. Eftir að byrjað var að sækja pappír og plast við öll heimili hefur þörfin minnkað fyrir grenndargáma þar sem tekið er við þeim flokkum. Samhliða þessum breytingum sé skylt að flokka gler og málma og því verður gámum sem taka við þessum flokkum fjölgað um meira en helming, eða úr 13 í 29 fyrir áramót. Málmar mega ekki lengur fara lausir í gráu tunnuna eins og áður var leyfilegt. Merkingakerfi fyrir grenndargáma verður á næsta ári samræmt við nýjar merkingar á heimilisflokkun og verður merkingin eins og límmiðarnir á tunnunum við heimili fólks. Á sama tíma verða settir upp skynjarar í alla grenndargáma, sem segja til um hvenær gámarnir eru fullir. - tekið verður við málmum og glerjum í stað pappírs og plasts Sýnishorn af því hvernig grenndarstöðvarnar munu líta út í framtíðinni. Þessi er við Laugalæk. Lóðin við Bergstaðastræti 32 er nýtt sem bílastæði. Elín Sigrún Jónsdóttir, lögmaður | Tryggvagötu 11, 2. hæð Sími 783 8600 | elin@buumvel.is | www.buumvel.is Vantar þig þjónustu við dánarbússkipti, sölu og ráðstöfun eigna? SÉRHÆFÐ LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA VEGNA BÚSETUSKIPTA MEÐ ÁHERSLU Á 60+ Fyrsta október sl. voru 2.810 íbúðir í byggingu í Reykjavík. Alls voru 2.565 íbúðir í byggingu á byggingarhæfum lóðum. 2.884 íbúðir voru samþykktar í deiliskipulagi og 9.400 íbúðir voru í skipulagsferli. Á skilgreindum þróunarsvæðum var síðan gert ráð fyrir 5.230 íbúðum. Þetta kom m.a. fram á kynningar­ fundi um uppbyggingu íbúða í Reykjavík nýverið. Á kynningarfundinum kom fram áhersla borgarinnar á að skapa skilyrði til að á hverjum tíma séu nægilega margar lóðir byggingarhæfar og hún getur einkum haft áhrif á fyrri stigum skipulagsferilsins, en á síðari stigum eru það einkum lóðarhafar sem ráða hraða uppbyggingarinnar. Í Kortasjá er hægt að sjá nýrri tölur um stöðu mála niður á hverja lóð eða uppbyggingarreit. Nær þrjú þúsund íbúðir í byggingu Mikla byggingaframkvæmdir standa yfir við Snorrabraut og er götumyndin við vestanverða götuna gerbreytt. hreinsum fyrir þig við Ægisíðu 115 - Sími 552 4900 hradi@fatahreinsun.is HRAÐI fatahreinsun www.fatahreinsun.is Alhliða fatahreinsun og þvottahús síðan 1966 Hugmyndir eru um að neðsti hluti Bergstaðastrætis á milli Skóla vörðustígs og Laugavegar verði gerð að vistgötu. Málið má rekja til óskar húseigenda og rekstrar aðila við neðsta hluta Berg staðastrætis að þessi hluti götunnar yrði gerður að göngugötu. Ósk þessi var tekin til afgreiðslu á fundi skipulagsfulltrúa Reykjavíkur nýlega. Í umsögn verkefnastjóra skipulagsfulltrúa kemur fram að ekki sé hægt að breyta Bergstaða­ stræti, milli Skólavörðustígs og Laugavegar, í göngugötu. Samgöngu stjóri borgarinnar hyggist hins vegar taka þetta til skoðu­ nar og telur raunhæfari kost að skilgreina þennan kafla af götunni sem vistgötu. Séð upp Bergstaðastræti frá Laugavegi að Skólavörðustíg. Vistgata en ekki göngugata

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.