Börn og menning - 2022, Qupperneq 6

Börn og menning - 2022, Qupperneq 6
Börn og menning6 Íslending fyrr. – En segðu mér nú satt, ert þú áreið- anlega Íslendingur?“ „Já, það er ég.“ Hann starði á mig eins og tröll á heiðríkju.9 Það sem gerði Nonna svo heillandi í augum evrópskra lesenda var einmitt sú staðreynd að hann var Íslending- ur og þar af leiðandi framandi og ævintýralegur. Inn í þetta blandast sú staðreynd að Jón Sveinsson bjó mik- inn meirihluta ævi sinnar í Evrópu, hvorki talaði né skrifaði vel íslenska tungu og hafði ekki mikil tengsl við landið. Það er því einkum hin menningarlega sjálfs- mynd sem Jón Sveinsson keppist við að sannfæra sjálf- an sig og lesendur um að sé íslensk þar sem hann sat í Belgíu og skrifaði sögur um íslenska drenginn Nonna á frönsku, dönsku og þýsku fyrir lesendur á megin- landi Evrópu sem höfðu ef til vill aldrei heyrt á Ísland minnst. Efni Nonnabókanna Efni Nonnabókanna og sögusvið, að hluta, er mjög „ís- lenskt“. Bernskusögurnar eru sex, eins og áður segir, og er sögusvið þeirra ýmist Ísland eða Danmörk, auk þess sem Nonni bregður sér til Svíþjóðar og Frakk- lands. Þrjár bókanna, Nonni og Manni, Á Skipalóni og Sólskinsdagar, gerast að öllu leyti á Íslandi áður en Nonni fer að heiman. Þessar þrjár bækur hafa að geyma mislanga sögukafla sem lýsa ævintýrum hins unga Nonna, heima, á öðrum bæjum eða úti í náttúr- unni. Efni þessara bóka er þannig mjög „íslenskt“ ef svo má segja. Nonni og Hvernig Nonni varð hamingjusamur gerast að hluta til á Íslandi en einnig í Danmörku og Frakklandi. Danmörk, og að hluta Svíþjóð, er sögu- svið bókanna Borgin við Sundið og Ævintýri úr Eyjum: Nonni ferðast um Sjáland og Fjón. Þar er áhersla meðal annars lögð á upplifun hins íslenska Nonna af framandi landi og hvernig hann plumar sig. Í Nonnabókunum er fjallað um heilmargt sem er evrópskum lesendum framandi: Íslenska náttúru og landslag, íslenskar bókmenntir, siði og venjur, búskaparhætti og fleira. Fjallað er um æsku höfundarins en söguefnið fær hann þó einnig úr dagbókum föður síns, sem eru á íslensku og hann kemur höndum yfir á fullorðinsárum, en þar les hann bæði um eigin bernsku- brek og annað sem hann tekur upp í eigin sögur, gerir hluta af sínum ævintýrum. En Jón Sveinsson fær ekki aðeins hugmyndir og efni frá föður sínum. Jón Sveinsson las mjög mikið og þekkti vel til evrópskra barnabókmennta, enda kenndi hann í menntaskóla í Danmörku, sem rekinn var af Jesúítum, í meira en tvo áratugi. Eins og Dagný Kristjánsdótt- ir bendir á í umfjöllun sinni um drengjamenningu á meginlandi Evrópu á fyrstu áratugum 20. aldar voru barnabækur og barnablöð gefin út í gámavís.10 Allt varð það Jóni Sveinssyni að innblæstri og meira til því færð hafa verið rök fyrir því að Jón Sveinsson skrifi sig markvisst inn í hina þekktu ævintýrasagnahefð sem og barnabókahefð kaþólikka sem var mjög sterk í kringum aldamótin 1900.11 Þannig nýtti hann sér sagnaheima, einkum frá Þýskalandi og Frakklandi, sem evrópsk börn þekktu en varla þau íslensku. Þegar tekið er mið af framangreindu er ekki úr vegi að spyrja sig hvort Nonnabækurnar geti yfirleitt talist til íslenskra barnabókmennta? Er ekki grundvallarkrafa að íslenskar barnabækur séu skrifaðar á íslensku og gefnar út á Íslandi? Svarið við því er í stuttu máli „nei“ því barnabækur, þar á meðal íslenskar barnabækur, hafa frá upphafi verið mjög alþjóðlegar – fengið lánað héðan og þaðan og börn lesið bækur þvert á landamæri, eins og tungumálakunnátta þeirra hefur leyft og/eða kraft- ur þýðenda. Til að mynda er Sumargjöf handa börnum (1795), önnur þeirra bóka, sem oftast eru taldar fyrstu Jón Sveinsson las mjög mikið og þekkti vel til evrópskra barnabók- mennta, enda kenndi hann í menntaskóla í Danmörku, sem rekinn var af Jesúít- um, í meira en tvo áratugi.

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.