Börn og menning - 2022, Qupperneq 12

Börn og menning - 2022, Qupperneq 12
Börn og menning12 enn við sama heygarðshornið þegar kemur að því að kvarta yfir umhverfi sínu. „Guð fyrirgefi þér, Magnús minn“ Víkur þá sögunni að hinni upprunalegu Öbbu, eða Ingibjörgu, sem er amma barnanna og móðir Aðal- heiðar. Hún býr með dóttur sinni og fjölskyldu henn- ar, ásamt manni sínum sem lenti í hræðilegu vinnuslysi og varð blindur og heilaskemmdur eftir það. Samband þeirra er stormasamt, kannski ekki síst vegna þess að við slysið þurfti afi að hætta að halda framhjá með Önnu í Brekku, sem Jói pólití stofnaði til sambands við fljótlega eftir það. Afi er reiður út í heiminn og sérstaklega guð, og amma mædd á þeim snúningum sem lífið hefur haft í för með sér. Amma sinnir börn- unum, eldar hafragraut, skammar pabba fyrir fyllerí, barneignir og það að vera almennt ekki nógu góður fyrir dóttur hennar. Það skín í gegn að amma er ekki síst bitur yfir því að tengdasonur hennar geti ekki tek- ið við hlutverki eiginmanns hennar þegar hann slasast og haldið fjölskyldunni réttu megin við fínheitin sem amma átti að venjast og vildi halda áfram að tilheyra. Því amma er, eins og mamma og Heiða, fín stúlka, sem gerir kröfur til lífsins sem það hefur ekki staðið undir. Amma kvartar stöðugt og nöldrar yfir öllu, stóru sem smáu, peningaleysi og ósæmilegri hegðun pabba, hegð- un drengjanna, samfélaginu, fjölskyldunni og ekki síst eiginmanni sínum. Skarpur lesandi kemur þó auga á aðra hlið á ömmu. Amma dæmir ekki aðrar konur fyrir gjörðir sínar. Í Saman í hring tekur Lóa-Lóa eftir því að þegar slúð- urkerlingin Jóna í Hellubæ (sem situr inni og drekkur kaffi í kápunni til þess að geta flýtt sér út til að halda áfram að bera á milli) talar illa um aðrar konur segir amma bara: „Ja ekki veit ég um það, en hvítur er hjá henni þvotturinn.“ Þannig neitar hún að taka þátt í illu umtali um kynsystur sínar, en Lóa-Lóa heldur að ömmu þyki svona lifandis ósköp mikilvægt að hafa þvottinn svona snjó-skjannahvítan.14 Annað dæmi um þessa hlið á ömmu eru samskipti hennar við Gógó, sem eignast barn með Tommy Ódó hermanni, sem reynist svo eiga aðra konu í Ameríku og vera þar að auki að halda við Gunnu á Hamrinum. Amma er alltaf góð við Gógó, því tekur Lóa-Lóa eftir, og hjálpar henni að leysa vandann í nafngift barnsins þegar faðirinn er flúinn til eiginkonu sinnar í Ameríku, því Gógó vill ekki að barnið heiti Sammí Ódó15 lengur. Barnið fær því hið virðulega nafn Samúel Tómasson og allir gleyma hinu nafninu.16 Amma er á móti hernum og hersetunni en er miklu óvirkari í þeirri afstöðu en mamma, sem segir fullum hálsi hvað henni finnst þegar svo ber undir. Amma beitir sömu aðferð og með þvottinn – snýr út úr eða þegir, eins og þegar mamma Alla hamhleypu (sem áður en herinn kom var kallaður Alli lati) montar sig af dugnaði sonarins. „Amma sagði ekkert við því.“ En þegar mamma Alla segist vona að herinn verði hér sem lengst segir mamma ákveðin að stríðið sé búið og nú eigi þeir að fara. Mamma Alla verður svo reið að hún strunsar út17. Amma er fínlegri í mótmælum sínum og fær fólk ekki upp á móti sér, þó hún komi skoðun sinni á framfæri. Mamma er herskárri og tekur slagina opin- skátt – stundum. Skarpur lesandi kemur þó auga á aðra hlið á ömmu. Amma dæmir ekki aðrar konur fyrir gjörðir sínar.

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.