Börn og menning - 2022, Síða 22

Börn og menning - 2022, Síða 22
Börn og menning22 en hann hrekkur upp af, eins og hann segir sjálfur. Á listann rata alls kyns viðburðir og lífsreynslur, eins og til dæmis fallhlífastökk, sushi-át og húðflúr. Vel skipað í hvert hlutverk Leikmyndin er nokkuð einföld. Á sviðinu eru stafirnir B, L, E, S, T, U og R sem raðað er upp eftir hentisemi. Þannig umbreytast stafirnir í stóla, borð, hillur og jafn- vel bíl! Á bak við sviðið trónir stór rammi sem minnir á krítartöflu í skóla, en líka myndaramma. Mismunandi grafík er varpað upp á rammann, til dæmis því þegar Rögnvaldur gamli fer að reyna að skrifa. Leikmyndin, sem er hönnuð af Friðþjófi Þorsteinssyni, er því mjög breytileg og lifandi í einfaldleika sínum. Grafíkina hannar Bergrún Íris, svo hennar stíll er ekki langt und- an og gefur sýningunni kunnuglegan blæ. Sigurður Sigurjónsson leikur Rögnvald og ég á erfitt með að ímynda mér nokkurn annan í því hlutverki. Hann gerir persónuna að sinni, það er stutt í húmorinn og hann fékk salinn til að veltast um af hlátri þónokkrum sinnum með leik sínum. Fyrir eldri kynslóðir má sjá glitta í gamalkunnar persónur í töktum Sigga á sviðinu sem er gott dæmi um tvöfalt ávarp í barnasýningu, þar sem vísanir sem hitta í mark hjá eldri áhorfendum fara alveg fram hjá þeim yngri. Í þeirri sýningu sem undir- rituð sá lék Nína Sólrún Tamimi hina sex ára gömlu Eyju af miklu öryggi og fagmennsku. Hlutverk hins söngelska og líflega pabba Eyju er í höndum Ásgríms Geirs Logasonar, sem syngur af innlifun bæði þekkta slagara og frumsamda tónlist leikritsins. Einnig bregður hann sér í hlutverk Einarínu, frænku Rögnvaldar sem býr í sveitinni. Júlíana Sara Gunnarsdóttir fer með hlutverk mömmu Eyju og kennarans. Það var erfitt að greina að þar færi sama manneskja með hlutverkin tvö. Bekkjarsystkini Eyju stóðu sig vel á sviðinu, þau léku, sungu og dönsuðu af mikilli fagmennsku. Undirritaðri þótti frammistaða þessara litlu leikara bera af. Boðskapurinn í Langelstur að eilífu er hjartnæmur, rétt eins og í bókunum. Sessunaut mínum, níu ára, þótti sýningin skemmtileg en jafnframt sorgleg, og vís- aði hann þar til dauða Rögnvaldar sem var þungur biti að kyngja. Samspilið milli Sigga Sigurjóns og Nínu Sól- rúnar var einkar fallegt þegar Rögnvaldur kennir Eyju ný/gamaldags orð og fær hana til að sættast við að verða stóra systir. Þegar líður á leikritið verður nokkuð ljóst að Rögnvaldur á ekki langt eftir. Fullorðna fólkið reynir eftir fremsta megni að forðast að segja hvað sé að koma fyrir Rögnvald en það er ekki fyrr en Eyja krefur þau svara að henni er loksins sagt að Rögnvaldur muni deyja fljótlega. En þar sem er dauði er líka líf. Rögnvaldur og Eyja verja síðustu stund hans saman, Eyja lýkur við síðasta verkið á lokalistanum og teiknar húðflúr á hand- legg Rögnvaldar á meðan hann líður úr okkar heimi yfir

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.